Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Alex and Emma 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. september 2003

Is it love... or are they just imagining things?

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 32
/100

Alex er rithöfundur, en ritstífla hans og spilaskuldir, hafa komið honum í vandræði. Til að losna við okurlánara, þá verður hann að klára skáldsöguna sína innan 30 daga, eða enda dauður ella. Hann ræður réttarritarann Emma til að hjálpa sér að klára handritið. Þegar Alex byrjar að þylja upp söguna, sem er saga af ástarþríhyrningi, fyrir hina heillandi,... Lesa meira

Alex er rithöfundur, en ritstífla hans og spilaskuldir, hafa komið honum í vandræði. Til að losna við okurlánara, þá verður hann að klára skáldsöguna sína innan 30 daga, eða enda dauður ella. Hann ræður réttarritarann Emma til að hjálpa sér að klára handritið. Þegar Alex byrjar að þylja upp söguna, sem er saga af ástarþríhyrningi, fyrir hina heillandi, en skoðanaföstu Emma, þá er hún dugleg að segja honum hvað henni finnst. Óumbeðnar athugasemdir hennar, fara brátt að hafa áhrif á Alex og söguna, og fljótlega fer lífið að herma eftir listinni.... minna

Aðalleikarar


Þetta er sæmileg mynd. Vegna þess að ég bjóst við meiru eftir fyrstu 10 mínúturnar sem lofuðu mjög góðu fær hún ekki meira. Það er bara ekki unnið nógu krassandi úr hlutunum. Yfirbragð myndarinnar er þægilegt. Það er gott að horfa á hana og ég vildi óska að söguþráðurinn/leikstjórnin hefði verið betri, þá hefði hún verið frábær. Það vantaði bara eitthvað. Wilson er það besta við myndina. Það er einsog hann hafi áttað sig strax á hlutverkinu og virkaði öruggur og ákveðinn sem lúðinn. En Kate Hudson var ekki nógu sannfærandi í smáu atriðunum. Það eru smáu atriðin sem gera barnalega heimsku aðlaðandi og fyndna og stundum kynæsandi en ef þú nærð ekki smáu atriðunum virkarðu bara stúpid. Hún var góð í How to loose a guy in 10 days Sophie Marceau var sjúkleg, þar er kynþokki fyrir mestallan peninginn restin er elegans. Samt sem áður er til margt verra í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af þessum fyrirsjánlegu rómantísku gamanmyndum en það sem er sérstaklega slæmt við þessa er að hún hefur glataðan söguþráð. Myndin fjallar semsagt um rithöfund sem þarf að skrifa skáldsögu á innan við 30 dögum og ef það tekst ekki verður hann drepinn. Hann ræður til sín hraðritara og í sameiningu skrifa þau þessa skáldsögu. Ágæt hugmynd en bara svo rosalega illa unnið úr henni. Í fyrsta lagi er sagan sem þau skrifa hin versta þvæla og í öðru lagi er sagan illa leikin....

Ég gef myndinni hálfa stjörnu því að mér finnst Emma(Kate Hudson) vera töff klædd í myndinni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alex og Emma er rómatískmynd og gamman mynd. Hún fjallar um Alex sem er rithöfundur og er búinn að gefa út bók sem fjallar um ást og hann er líka spilafýkil sem skuldar 2 mönnum mikið af peningum. Hann verður að láta þá fá peningana inna 30. daga því ammars drepa þeir hann. En hann getur bara feingið peningana ef hann skrivar sína næstu bók. Þá kemur Emma. Emma er nefnilega harðritari og þaug hálpast af að skriva bókin Emma gerir líka grín af bókini þanig að hún verður svolítið eins og henni lanfar til. En í bókin er persónur sem er í raun í allvöru til. Emma og Alex verða ástafanig á meðan þaug skriva bókina. En þá kemuru fyrverandi kærasta til Alex til að hitta hann og Emma miskilur allt og verður frekar reið. 'eg vil ekki segja hvernig myndin endar því þá er ekkert gaman að fara á hana og þetta er líka fín grín mynd og ég myndi bara fara á hana ef ykkur langar til að sjá ástar og grín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn