Náðu í appið
3
Bönnuð innan 12 ára

Star Wars: A New Hope 1977

(Star Wars: Episode IV - A New Hope)

Justwatch

Frumsýnd: 9. júlí 1978

May the Force be with you

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 90
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu sviðsmynd, búninga, tæknibrellur, klippingu, tónlist og hljóðvinnslu. Einnig tilnefnd fyrir bestu leikstjórn, besta mynd, besti leikari í aukahlutverki (Alec Guinnes) og besta handrit.

Fjórði hlutinn í Star Wars seríunni. Myndin byrjar með því að Svarthöfði fer inn í skip uppreisnarmanna. Í sögunni er svo fylgst með sveitastráknum Luke Skywalker, þegar hann og samstarfsmenn hans sem hann hefur nýlega kynnst, Han Solo, Chewbacca, Ben Kenobi, C-3PO, R2-D2, reyna að bjarga uppreisnarleiðtoga, Leiu Prinsessu, úr klónum á hinu illa keisaraveldi.... Lesa meira

Fjórði hlutinn í Star Wars seríunni. Myndin byrjar með því að Svarthöfði fer inn í skip uppreisnarmanna. Í sögunni er svo fylgst með sveitastráknum Luke Skywalker, þegar hann og samstarfsmenn hans sem hann hefur nýlega kynnst, Han Solo, Chewbacca, Ben Kenobi, C-3PO, R2-D2, reyna að bjarga uppreisnarleiðtoga, Leiu Prinsessu, úr klónum á hinu illa keisaraveldi. Uppreisnarmenn, Luke og flugmaðurinn Wedge Antilles, gera síðan árás á Dauðastjörnuna.... minna

Aðalleikarar

Mark Hamill

Luke Skywalker

Harrison Ford

Han Solo

Carrie Fisher

Princess Leia Organa

Peter Cushing

Grand Moff Tarkin

Alec Guinness

Obi-Wan "Ben" Kenobi

Peter Mayhew

Chewbacca

Adam Pelty

Darth Vader (performer)

James Earl Jones

Darth Vader (voice) (uncredited)

Phil Brown

Uncle Owen

Jack Purvis

Chief Jawa

Garrick Hagon

Red Three (Biggs Darklighter)

David Reynolds

Red Six (Porkins)

Ron Lea

Red Six (Porkins)

Suzanne Shepherd

Gold Leader

Jeremy Sinden

Gold Two

Richard LeParmentier

General Motti

Scott Beach

Stormtrooper (voice) (uncredited)

John Chapman

Drifter (Red 12) (uncredited)

Leikstjórn

Handrit

Besta B-mynd allra tíma?
Frá því að ég var lítill krakki hef ég dýrkað Star Wars, fyrir 13 ára aldurinn þá voru það tæknibrellunar, hasarinn, geislasverðin og Vader sem heilluðu mig mest. Eftir það fór ég að pæla í bíómyndum aðeins meira, ljóminn hélt sér samt yfir þessum myndum og ég hef séð þær oftar en ég þori að telja.

Þegar ég var 4 ára fór pabbi minn með mér á videoleigu. Ég sá spólu sem var með flott cover og pabbi minn sá að þetta var star wars. Við tókum gömlu trílógíuna þá á leigu og horfðum á hana saman. Ég var háður. Síðar fékk ég þessar myndir í jólagjöf í endurgerðri útgáfu sem gefin var út 1997. Þessar myndir voru risastór partur af æsku minni og ég horfði endalaust á þær. Þegar ég var 8 ára þá fór systir mín og kærasti hennar með mér í bíó á The Phantom Menace, þar sem ég var 8 ára(í markhóp myndarinnar)þá elskaði ég hana en gamla trílógían á vissan stað í hjarta mínu sem ekki er hægt að fella úr sessi. Ég sá Phantom menace nokkrum árum síðar og fannst hún þá pirrandi, hún var ekkert eins og ég man eftir. Síðan sá ég auðvitað Episode 2 & 3 en ég vil fara í það síðar.


Nú, hvað get ég sagt? Þetta er ein af 3 uppáhalds myndunum mínum. Ekkert getur breytt þeirri skoðun.Alec Guinnes, Mark Hamill, Harrison Ford, James Earl Jones og Carrie Fisher brillera öll og gefa okkur þessar frábæru persónur sem þroskast út næstu myndir. En þetta er byrjunin, þegar Luke er fátækur bóndasonur, Leia er hörð prinsessa, Han er smyglari og Obi-Wan er... well Obi-Wan. Handritið er að vísu snilld, samtölin eru grípandi og sagan er snilld. Ég get ekki sagt meira nema: May the force be with you.

10/10

Þessi mynd er ekki ósvipuð episode 1 að mörgu leiti. Við erum með ungan mann sem seinna verður jedi. Við erum svalan sith lord, Vader í stað Maul. Obi-Wan er drepinn af sith lord í stað Qui-Gon Jinn. X-Wing árásin á Death Star svipar mikið til pod race keppninnar. Við erum Padmé drottningu í stað Leiu prinsessu, jæja þið sjáið hvað ég er að fara. Það er hinsvegar eitt sem Hope hefur sem Menace hefur ekki, HAN-SOLO. Ég held að 50% af velgengni fyrstu myndanna hafi verið honum að þakka. Merkilegt að Harrison Ford var bara einhver aðstoðarmaður sem var fenginn til að lesa línurnar en gerði það síðan svo vel að hann fékk hlutverkið. Mark Hamill og Carrie Fisher er ágæt, ekki mikið meira. Leynivopnið er hinsvegar Alec Guinnes. Hann er einn magnaðasti leikari allra tíma og frábær sem Obi-Wan. Það er mjög gaman að sjá hvað Ewan McGregor náði honum vel, það er næstum eins og að þetta sé sama persónan. Það er pínu skrítið að hugsa til þess að stormtroopers eru klónarnir úr síðustu köflum. Þeir ættu því allir að líta út eins og Jango og Bobo Fett undir grímunni.

Plottið fylgir Skywalker börnunum í sitthvoru lagi. Leia kemur skilaboðum til Obi-Wan og þar sem hann er að vakta Luke á Tatooine þá er ekki út í hött að leiðir þeirra mætast. Það er reyndar aldrei útskýrt hvernig Leia þekkir Obi-Wan. Í síðustu mynd sér hann um að afhenda hana fósturforeldrum en svo átti hann að fylgjast með Luke. Væntanlega eiga foreldrar hennar að hafa sagt henni frá honum. Anyway...Luke, Solo og Kenobi dragast inn í andspyrnuhreifinguna og inn í Death Starið. Mér fannst Leia ótrúlega róleg yfir því að plánetan hennar var sprengd í tætlur. Flestir hefðu nú farið í smá fýlu a.m.k. Maður finnur óneitanlega fyrir því að þessi mynd er 30 ára gömul þó svo að Lucas sé búinn að setja inn krúsídúllur eins og tölvugerðar eðlur og flottari bakgrunn. Samt er ótrúlegt hvað þeir gátu gert flottar brellur í þá daga með engri tölvutækni. Það var reyndar mjög umdeild aðgerð en pirraði mig aldrei. Einhver með skoðun á því? Þessi mynd er sígild í klassískum skilningi þess orðs. Ég myndi ekki kalla mig “fanboy” en það er til fólk sem hefur bókstaflega tileinkað lífi sínu Star Wars út af þeim áhrifum sem þessi mynd hafði á sig. Ótrúlegt alveg.

"Do or do not, there is no try".

Þessi mynd var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna, sem er mjög óvenjulegt fyrir fantasíur. Ég held að eina undantekningin sé LOTR. Myndin vann 6, þó engin af stóru verðlaununum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

A long time ago in a galaxy far far away.... ég gleymi alldrey þegar ég sá þessa gulu stafi í fysta skiptið, þessi mynd ásamt öllum star wars myndunum er ógleymanlegt listaverk í sögu kvik myndana, og að mínu mati er allt fullkomið við þessar myndir, söguþráðurinn er hrein snild, handritið, leikstjórn, leikur, og væntanlega það ógleymanlega star wars andrúmsloft sem gerði allt klikkað á 6 áratugnum, af mínu mati er þetta ein frumlegasta, skemmtilegasta og flottasta mynd allra tíma, enda ólst ég upp við að horfa á þessar myndir. Þ.m.a er upphálds atriðið mitt af öllum kvikmyndum staðsett í þessari mynd og ég trúi ekki að það sé fólk í heiminum sem fýla ekki star wars, enda er ég dyggur star wars fan og hef alltaf og mun alltaf vera það fjórar stjörnur fyrir ein af bestu myndum allra tíma
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Star wars episode IV er að mínu mati langbesta star wars myndin. hún kom út árið 1977 og kom af stað æði sem hefur alltaf verið vinsælt. Luke Skywaleker ( Mark Hamill), Han Solo ( Harrison Ford ) og Leia Organa (carrie Fisher) eru þrjár aðalpersónur star wars þrennunar og berjast þau gegn illa veldinu. Þar koma fram þeir Darth Vader( David Prowse og Grand moff Tarkin ( Peter Cushing) svo ekki sé mynnt á klónanna. Þessar myndir eru sagðar þær bestu í heimi þar að segja gömlu. Star Wars þótti soldið kjánalegt í kringum 1990 en varð En þá vinsælla árið 1997 þegar star wars wars trilogy special edition sem voru 20 ára afmælis útgáfur Star Wars-Þrennunar voru sýndar. Þá var bætt inní tölvubrellum og annari nútíma tækni. Þessi myn fær fjórar stjörnur .ví allt er cool í henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ekkert sésrtök. George Lucas, ég eiginlega vorkenni honum, samt er ég mikill aðdáandi Star wars myndanna. Mér finnst þetta allt of slakkt, 2 stjörnur frá mér ég mæli ekki mikið með henni..........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

28.03.2019

Sýna Star Wars og flytja tónlistina með

Á bíótónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í næstu viku mun hljómsveitin flytja tónlist John Williams sem hann samdi fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina, Star Wars: A New Hope, og verður myndin sjálf sýnd einnig á tónleik...

04.12.2016

Star Wars leikstjóri réð sjálfan sig í hlutverk

Leikstjórinn Gareth Edwards segist hafa ráðið sjálfan sig í gestahlutverk í nýjustu mynd sína, Rogue One: A Star Wars Story, sem er fyrst þriggja nýrra hliðarmynda úr Star Wars seríunni. Eins og með margt annað er...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn