Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Cradle 2 the Grave 2003

(Cradle to the Grave)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. mars 2003

Born 2 the life. True 2 the code. Bad 2 the bone.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Þegar dóttur hans er rænt og henni haldið fanginni í skiptum fyrir ómetanlega demanta, þá myndar leiðtogi þrautþjálfaðs þjófagengis, sem stal demöntunum upphaflega, bandalag með Taívönskum leyniþjónustumanni, til að bjarga henni. Þeir eiga nú í kappi við tímann til að finna hina verðmætu demanta, en fljótlega kemur í ljós að málið snýst um nýtt... Lesa meira

Þegar dóttur hans er rænt og henni haldið fanginni í skiptum fyrir ómetanlega demanta, þá myndar leiðtogi þrautþjálfaðs þjófagengis, sem stal demöntunum upphaflega, bandalag með Taívönskum leyniþjónustumanni, til að bjarga henni. Þeir eiga nú í kappi við tímann til að finna hina verðmætu demanta, en fljótlega kemur í ljós að málið snýst um nýtt og öflugt vopn.... minna

Aðalleikarar


Ég verð að segja að þetta er eins bestu myndum sem mahr hefur séð því þetta er góð blanda með Jet Li og DMX. Myndin er einstaklega góð fyrir ÞÁ sem eru aðdáendur þeirra beggja.

Enda er ég aðdáandi Jet Li og mynda hans. Bardaga atriðin eru góð og smá djók sem lyftir öllu upp... barr góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var ekki eins góð og ég hélt.Mér fannst hún ömurleg,þetta er bara eitthvað svo týpisk svoa gæja og töffara mynd.DMX var lélegur í henni fannst mér en það er nú alltaf hægt að njóta þess að á smá kung fu hjá jet li,en annars fannst mér hún ömurleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis bardagaatriði og flott áhættu atriði en persónur jet li og dmx þunnar.

Jet li er að detta í áliti hjá mér það var nánast ekkert nýtt við hann í þessari mynd og dmx syndi ágætis takta en það sem hélt mestri skemmtun fyrir mér í þessari mynd voru auka persónur tom arnold og þess vel vaxna sem leikur mikið í myndum með dmx t.d exit wounds veit ekki nafn.

Myndin var ásættanleg en ekkert súper , þeir sem hafa gaman af hasar og áhættuleik endilega sjáið þessa mynd en þeir sem vilja góða persónusköpun og mikið lagt í myndir geta látið sér nægja að bíða eftir þessari í ríkisjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jet Li í aftursætinu
Þeir sem hafa séð annaðhvort Romeo Must Die eða Exit Wounds ættu alveg að vita hvað þeir eru að fara á, enda nánast nákvæmlega eins mynd hér á ferðinni. Kemur kannski ekkert á óvart, því hér er náttúrlega verið að ræða um sama leikstjórann. En maðurinn er fínn í sínu fagi, og gerir myndirnar mjög nettar. Það er eins og hann viti að gæðin séu hörmuleg en reynir samt sem áður að gera sem besta úr því.

Takið Cradle 2 The Grave sem dæmi. Söguþráðurinn er ósannfærandi, leikur hörmulegur, handrit ófrumlegt, og ef eitthvað meira er út í það farið þá öll myndin bara rusl almennt. Hins vegar gengur hún upp á því leveli að leikstjórinn veit hvað hann er að blanda sér í. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir gæðum myndarinnar og gerir hana bara lélega, en með stíl. Plottið bætir leikstjórinn upp með þrusugóðum hasar og slagsmálasenum, og svo til að hylja fyrir þennan skelfilega leik dregur hann fram mikið magn af hip-hop tónlist og blandar smá húmor inn í líka. Jet Li stendur sig ágætlega, þótt hrósið fari mest allt í tilþrif hans í hasarnum. Samt var ég afar svekktur yfir hversu lítið hann kemur sögunni við og virkar bara ósköp vannýttur, og maður spyr sig bara hvort hlutverk hans hafi verið skrifað á síðustu stundu svo að myndin græði meira pening sem Jet Li-mynd, frekar en DMX-mynd, sem hún er samt eiginlega í raun.

En eins og ég segi, þetta er glötuð mynd, en persónulega ætla ég ekki að neita að það búi pínulítið skemmtanagildi yfir henni, þótt ekki beint mikið, en samt passlegt. Semsagt; skítsæmileg ræma, samt svekkjandi fyrir aðdáendur Li's og það má nú segja að hún henti fremur þeim sem eru eitthvað fyrir DMX.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tvímælalaust ein slakasta mynd ársins, hingað til. Ótrúverðugur söguþráður, arfaslakur leikur og leðinleg tónlist gera það að verkum að mann langar helst til þess að stinga af í hléinu. Ég píndi mig þó til að sitja allan tímann en hefði betur látið það ógert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn