Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Equilibrium 2002

In a future where freedom is outlawed outlaws will become heroes.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Í framtíðarheimi hefur stjórnin útrýmt stríði með því að bæla niður tilfiningar: bækur, myndlist og tónlist eru bönnnuð, og tilfinning er glæpur sem dauðarefsing liggur við. Klerkurinn John Preston er háttsettur embættismaður sem er ábyrgur fyrir að útrýma þeim sem fylgja ekki reglunum. Þegar hann missir af því í eitt skipti að taka inn Prozium,... Lesa meira

Í framtíðarheimi hefur stjórnin útrýmt stríði með því að bæla niður tilfiningar: bækur, myndlist og tónlist eru bönnnuð, og tilfinning er glæpur sem dauðarefsing liggur við. Klerkurinn John Preston er háttsettur embættismaður sem er ábyrgur fyrir að útrýma þeim sem fylgja ekki reglunum. Þegar hann missir af því í eitt skipti að taka inn Prozium, hugarbreytandi lyfi sem kemur í veg fyrir tilfinningar, þá verður Preston eini maðurinn sem getur breytt þessu ástandi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er meistaraverk! Ég get ekki sagt annað. Hún líkist Matrix að mörgu leyti, en er samt engin eftirherma. Og þrátt fyrir low budget er hún meistaralega vel gerð og leikstjórinn hefur varið peningunum vel, því í myndinni eru ekki of mörg tæknibrelluatriði, en meira lagt upp úr sögunni og persónusköpun. Bardagaatriðin eru að sama skapi listilega vel gerð og taka um margt Matrix fram. Tónlistin passar virkilega vel við dimmt og þurrt yfirbragð myndarinnar og veitir sögunni mun betri túlkun. Leikur Christian Bale er stórkostlegur, og er hann í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Tye Diggs og gaurinn sem leikur yfirmanninn eru líka ansi góðir, einnig Sean Bean þó hann sé í litlu hlutverki.

En meira um söguna:

Myndin gerist í framtíðinni eftir að þriðju heimstyrjöldinni hefur lokið með miklum hörmungum fyrir mannkynið. Mönnum varð ljóst að mannkynið myndi aldrei lifa af þá fjórðu og því var skapað eins konar fyrirmyndarsamfélag þar sem allir lifðu í friði og engir glæpir voru framdir. Mjög göfug hugmynd, en því miður þurftu íbúarnir að fórna sinni dýrmætustu eign: Tilfinningunum!

Fólkið sprautar sig tvisvar á dag með tilfinningabælandi lyfi og yfirvaldið sér til þess að enginn brjóti gegn tilfinningabanninu, og er þeim brotlegu refsað með harðri hendi hinna ógnvænlegu Klerka, sem eru sérsveit háklassa bardagamanna með ótrúlega tækni og kunnáttu að vopni.

Þessi óhugnanlega og tilfinningalausa veröld er sýnd með augum eins þessarra Klerka, Prestons (Christian Bale), en hann er sá hæfasti af þeim öllum og er verulega afkastamikill í útrýmingu uppreisnarmanna. Allt þar til dag einn að honum er gert að handtaka konu nokkra, en hún minnir hann á látna eiginkonu sína. Þessi kona setur Preston í hálfgerða tilvistarkreppu sem að lokum verður til þess að hann tekur ekki inn lyfið sitt. En um leið fara tilfinningar Prestons að ólga innra með honum og við það vaknar efi hans á gæðum og gildum þess samfélags sem hann lifir í og hann verður staðráðinn í að berjast gegn hinu miskunnarlausa yfirvaldi til að frelsa fólkið úr járngreipum tilfinningaleysis. En til þess þarf hann að beita allri sinni kænsku og bardagakunnáttu.


Myndin er sjónrænt og hljóðrænt listaverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ég mæli sterklega með henni og gef henni fullt hús stiga.

Equilibrium er ein frumlegasta, óvenjulegasta og örugglega besti framtíðartryllir sem hægt er að horfa á. Hugmyndin að myndinni er ein sú flottasta sem ég veit um. Og fær myndin mann til að hugsa sig um hvernig framtíðin getur orðið á næstu árum. Svo er sagan stórkostleg. Einnig eru action atriðin frábærlega stílfærð og líta álíka flott út og í Matrix. Stór orð, en sönn. Og hvet ég alla að tékka á Equilibrium sem fyrst. Pottþétt mynd fyrir þá sem fíla science-fiction og action myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldar mynd, ég get ekki lýst henni betur hún er vel leikinn vel gerð og handritið er algjör snilld.

Myndin er svoldið anda matrix.

Myndin gerist hún eftir 3 heimstyrjöldina og er mannkynið búið að gera sér grein fyrir því að það mun ekki lifa 4 styrjöldina af og hefur fundið lausnina á vandamálinu sem er lyf sem bælir allar mannlegar tilfinningar en auðvitað er ákveðinn hópur manna sem neitar að taka þetta lyf.

Ákveðinn lögregluhópur sem kallast cleric, sér um að ná og drepa þá sem taka ekki þetta lyf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er án efa ein flottasta mynd sem ég hef séð. Bardagaatriðin eru snilldin ein og allir leikararnir standa sig vel. Christian Bale er svalari en allt og strákurinn hans í myndinni kemur með flottann leik. Taye Diggs er ennfremur mjög góður í myndinni.


Þessi mynd kom mér all svakalega á óvart, því ég hafði ekki heyrt neitt um hana, en get ekki sagt neitt nema gott um hana.


Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldar mynd í anda matrix það er að segja góður söguþráður semkemur manni verulega á óvart og mjög flott og hún sannar að peningarnir skipta ekki bara máli þegar gera á góða mynd þar sem þessi var gerði fyrir skít á priki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

20.06.2001

Christian Bale í Equilibrium

Nýjasta mynd leikarans Christian Bale ( American Psycho ) er vísindatryllirinn Equilibrium. Gerist hún í framtíðinni eftir þriðju heimsstyrjöldina þar sem mönnum er bannað að hafa tilfinningar. Verða þeir að taka á ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn