Náðu í appið
Öllum leyfð

Just Married 2003

Justwatch

Frumsýnd: 18. apríl 2003

Welcome to the honeymoon from hell.

95 MÍNEnska

Ungt og hamingjusamt par, þau Sarah og Tom, giftast þvert á væntingar vina Sarah og fjölskyldu, og fara í brúðkaupsferð til Evrópu. Til allrar óhamingju fyrir þau, þá senda foreldrar Sarah fyrrum kærasta hennar, Peter Prentis, á eftir þeim til að skemma hjónabandið.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Just Married er ágætis mynd, en í þessari umfjöllun vill ég gagnrýna hana pínu.

Það sem að mér finnst vera svona aðal mínusinn í myndinni er að endirinn er alveg 100% lesinn og öll byrjunin og allt það veit maður útaf því að afleiðingarnar eru sýndar í byrjun myndarinnar.... þetta er svona hálf eiginlega eins og Star wars, en það gerist bara meira merkilegt í millitíðinni í Star wars..... samt þetta er sprenghlægileg mynd þrátt fyrir allt þetta, mæli með henni þótt að ég hafi ekki gefið henni nema 2 og hálfa stjörnu.... en fyrir þá sem að láta það ekki skipta máli, þá getiði notið myndarinnar mjög vel.


Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Eg fór á Just married á páskadag og er óhætt að hrósa henni mjög svo.Hún fjallar um agalega sætt par sem er ofsalega ástfangið, svo þau ákveða að gifta sig.

Fjölskylda ,,hennar´´ er nú ekkert alltof ánægð með það en þau láta það ekki skipta neinu máli.

Brúðkaupið er frábært en svo er það brúðkaupsferðin.

Hún er ansi skrautleg og mjög, mjög fyndin.'Eg mæli sterklega með því að þið skellið ykkur á fyndnustu mynd ársins til þessa, þetta er frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Just Married er fínasta afreying með leikurunum Asthon Kutcher og Brittany Murphy í fararbroddi, þau standa sig alveg með príði og þá sérstaklega hún sem að skilar hlutverkinu alveg einstaklega vel af sér.

Myndin fjallar um ungt par sem að giftir sig eftir aðeins 9 mánaða samband og fara í brúðkaupsferð til Evrópu en voru þau búin að kinnast nægilega vel. Í brúðkaupsferðinni fara hlutirnir að ganga öðruvísi fyrir sig en þau bjuggust við, með frekar spaugilegum afleiðingum, og endar með því að allt fer í háa loft.

Ég get með góðri samvisku mælt með þessari mynd og þó hún verði kanski helst til langdregin á köflum þá heldur hún sér samt alltaf á floti með góðum húmor og skemmtilegum söguþræði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er rosalega fyndin og krúttleg mynd með Asthon Kutcher og Brittany Murphy í aðalhlutverkum. Þetta fjallar eiginlega um þau tvö og þeirra brúðkaups ferð sem virðist ósköp venjuleg en reynist svo eftir allt hin óvenjulegasta! Asthon og Brittany leika þetta rosa vel enda bæði góðir leikarar mæli með þessari sætu mynd fyrir alla:D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn