Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Identity 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. maí 2003

The secret lies within.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Fólk úr ýmsum áttum: bílstjóri eðalvagns sem ekur sjónvarpsstjörnu sem má muna sinn fífil fegurri, foreldrar ungs dreng sem eiga í hjónabandserfiðleikum, lögga að flytja hættulegan fanga, falleg símastúlka, nýgift hjón, og stressaður hótelstjóri, verða strandaglópar þegar óveður skellur á, og þau eru föst saman á móteli í Nevada. Þau komast fljótt... Lesa meira

Fólk úr ýmsum áttum: bílstjóri eðalvagns sem ekur sjónvarpsstjörnu sem má muna sinn fífil fegurri, foreldrar ungs dreng sem eiga í hjónabandserfiðleikum, lögga að flytja hættulegan fanga, falleg símastúlka, nýgift hjón, og stressaður hótelstjóri, verða strandaglópar þegar óveður skellur á, og þau eru föst saman á móteli í Nevada. Þau komast fljótt að því að þau eru mögulega þarna saman af annarri ástæðu, þegar fólkið fer að týna tölunni, eitt af öðru. Eftir því sem andrúmsloftið þyngist og fólk fer að benda hvert á annað, þá þurfa þau að komast að því afhverju þau eru þarna samankomin. Á sama tíma á öðrum stað, er geðlæknir að reyna að sanna sakleysi manns sem sakaður er um morð. En hvernig tengjast þessi mál? ... minna

Aðalleikarar

Ray Liotta

Rhodes

Alfred Molina

Dr. Malick

Jane Randolph

George York

Jake Busey

Robert Maine

Pruitt Taylor Vince

Malcolm Rivers

Rebecca De Mornay

Caroline Suzanne

Takahiro Sakurai

Defense Lawyer

Marshall Bell

District Attorney

Leila Kenzle

Alice York

Matt Letscher

Assistant District Attorney

Bret Loehr

Timmy York

Frederick Coffin

Detective Varole

Mohamed Fellag

Bailiff Jenkins

Leikstjórn

Handrit


Mjög góður spennutryllir hér á ferðinni sem heldur manni límdum við skjáinn í c.a. 95 mín. Hún kom mér nokkuð á óvart en hún er um fólk sem festist á vegahóteli. Allar leiðir eru ófærar vegna mikillar rigningu og ekkert símasamband næst. Um nóttina fer fólk að týna töluni og enginn veit af hverju. James Mangold er að gera góða hluti og allir leikararnir eru að standa sig mjög vel, sérstaklega John Cusack sem svíkur aldrei. Það sem kom mér mest á óvart í myndinni var endirinn, svolítið frumlegur og sýnir að myndin er mjög vel skrifuð. Ef þú ert mikið fyrir hryllingsmyndir/spennutrylli, þá er þetta mynd fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Identity er mjög góður spennutryllir eða hryllingsmynd, það er erfitt að segja. John Cusack og hinir leikararnir gera þetta mjög vel. Identity er samt frekar ofbeldisfull, hún er vel leikstýrð og fyrst og fremst vel skrifuð. Það er frekar létt að leysa ráðgátuna í myndinni en ég segi hana ekki. Þið ættuð að leigja þessa mynd. Hún er mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hitchock-legur þriller af gamla skólanum
Ég á erfitt með að muna hvenær ég sá seinast svona hörkutraustan og ótrúlega nettan spennuþriller. Identity er samt ekki bara þriller, heldur einnig spnnuhrollvekja sem krydduð hefur verið með stórgóðri morðgátu, og þetta minnir oft á eitthvað frá meistaranum Alfred Hitchcock, en myndin er samt augljóslega engin eftirherma og stendur á eigin fótum mjög vel.

Myndin er afar spennandi, óhugnanleg á köflum og inniheldur einhverja traustustu ráðgátu/fléttu sem ég hef séð í undanfarinni kvikmynd. Hún er líka prýðisvel leikin, og fær jafnframt stóran plús fyrir glæsilegan leikhóp. John Cusack, John C. McGinley og Ray Liotta fara samt þar fremstir meðal jafningja sinna, og leikstjórinn James Mangold tekst einkum stórglæsilega að halda drunganum allan tímann með rafmögnuðu andrúmslofti.

Identity heldur áhorfandanum föstum við efnið frá upphafi til enda og missir aldrei spennuna né verður nokkurn tímann róleg eða teygð. Auk þess er það nokkur sterkur kostur að hún skuli ekki fara yfir 90 mínútna markið. Söguþráðurinn helst gífurlega vel á floti, og kemur með alls kyns fléttur inn á milli. Endirinn fannst mér meira að segja magnaður, hann virkar kannski svolítið hallærislega en hann er þó a.m.k. með þeim frumlegri og ófyrirsjáanlegri, og í heild sinni er Identity bara topp mynd, án efa ein besta í sínum geira sem hefur komið á hvíta tjaldið í langan tíma, og því mæli ég umsvifalaust með henni fyrir alla sem hafa gaman af vel heppnuðum ráðgátum.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Tíu manns lenda saman á móteli í óveðri í eyðimörk. Fer fólkið að deyja eitt og eitt. Myndin inniheldur atriði sem eru ekki það sem maður bjóst við. Hún breytist hratt og reynir að láta áhorfandann stara í örvæntingu, þó það virkaði ekki alveg er Identity sérstök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

28.10.2018

Naked Gun 4 farin af stað

Margir hafa hlegið dátt yfir ævintýrum Lt Frank Drebin í Naked Gun myndunum þremur, sem eru troðfullar af sprenghlægilegum fimmaurabröndunum, en nú eru 24 ár síðan síðasta mynd var frumsýnd, The Naked Gun 33 1/3: T...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn