Náðu í appið
Öllum leyfð

Two Weeks Notice 2002

Justwatch

Frumsýnd: 14. febrúar 2003

A comedy about love at last glance.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Lucy Kelson er yfirlögfræðingur Wade Corporation stórfyrirtækisins, sem er einn stærsti verktakinn í New York borg. Hún er frábær lögfræðingur með skarpa og strategíska hugsun, og fyrrverandi baráttukona. Nú hefur hún magasár af stressi og fær lítinn svefn. En það er ekki starfið sem slíkt sem stressar hana upp, heldur er það yfirmaðurinn sjálfur, George... Lesa meira

Lucy Kelson er yfirlögfræðingur Wade Corporation stórfyrirtækisins, sem er einn stærsti verktakinn í New York borg. Hún er frábær lögfræðingur með skarpa og strategíska hugsun, og fyrrverandi baráttukona. Nú hefur hún magasár af stressi og fær lítinn svefn. En það er ekki starfið sem slíkt sem stressar hana upp, heldur er það yfirmaðurinn sjálfur, George Wade. Myndarlegur, heillandi og sjálfselskur, og hann umgengst hana frekar eins og barnfóstru en Harvard útskrifaðan lögfræðing, en getur varla lifað án hennar. En núna er Lucy Kelson búin að fá nóg af honum ...... minna

Aðalleikarar

Sandra Bullock

Lucy Kelson

Hugh Grant

George Wade

Thomas Bloem

Ruth Kelson

Nicholas Musuraca

Larry Kelson

Alicia Witt

June Carter

Heather Burns

Meryl Brooks

Shizuka Isami

Howard Wade

Joseph Badalucco Jr.

Construction Foreman

Veanne Cox

Melanie Corman

Charlotte Maier

Helen Wade

Nadia Gray

Lauren Wade

Tim Kang

Paul the Attorney

Donald Trump

Donald Trump

Leikstjórn

Handrit


Þegar maður leyfir kvenkyns vini sínum að ráða kvikmynd kvöldsins á það ekki að koma á óvart þó formúlukennd rómantísk gamanmynd verði fyrir valinu. Two Weeks Notice er svosem ekkert það slæm en ég hefði helst kosið að sjá eitthvað annað. Sandra Bullock og Hugh Grant eru draumapar þessara mynda, og það hlaut að koma að því að bæði yrðu sett í sömu myndina til að tryggja góða aðsókn. Bullock leikur umhverfissinnaðan lögfræðing sem lendir óvart í vinnu hjá forríkum viðskiptajöfur sem er yfirleitt sama um smámál eins og umhverfið og svoleiðis. Þau hatast, þau elskast, þau verða óvinir, hún hættir, önnur kona blandast í spilið, bæði átta sig á því sanna, ástin blómstrar, allir lifa hamingjusamir til æviloka. En ekki hvað, þetta er rómantísk gamanmynd frá Hollywood! Það er ekki eins og það eigi að koma manni á óvart hérna. Bullock og Grant ná reyndar mjög vel saman og eru temmilega fyndin í hlutverkum sínum. Það er aðallega í þeirra senum sem manni stekkur bros. Að öðru leyti er þetta formúla út í gegn, enda ekki við öðru að búast frá Marc Lawrence (Miss Congeniality, Forces of Nature), sem bæði leikstýrir og skrifar handrit. Fínasta stefnumótamynd en Two Weeks Notice býður ekki upp á neitt sem maður hefur ekki séð mjög oft áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sumar myndir eru þeim eiginleikum gæddar að þær eru einfaldlega þægilegar og ánægjulegar á að horfa þó svo að það sé ekki um neinar stórmyndir að ræða.Two weeks notice er ein af þessum myndum. Myndin fjallar um milljarðamæringin George Wade (Hugh Grant) sem nýtur alls þess sem peningar hafa uppá að bjóða. Hann veður í kvenfólki og lítur á konur sem leikföng frekar heldur en manneskjur. Hann tekur starf sitt mátulega alvarlega og í raun felst starfið hans í því að vera andlit risafyrirtækis útávið. Bróðir hans, Howard Wade, (sem er ekki eins mikið fyrir augað) er forstjóri fyrirtækisins. George vill nær eingöngu ráða sætar konur sem sína aðstoðarmenn og lögfræðinga bróður sínum til mikils ama. Á vegi George verður lögfræðingurinn Lucy Kelson (Sandra Bullock). Lucy hefur ákveðnar hugsjónir og berst t.a.m. gegn stórfyrirtækjum eins og George Wade stendur fyrir. Hún sér samt leik á borði þegar George vill fá hana sem sinn lögfræðing. Hún getur reynt að hafa áhrif á stefnu fyrirtækisins. Í raun var George að ráða hana til að aðstoða sig við smáhluti eins og í hvaða buxur hann á að fara og það þolir Lucy ekki. Milli þeirra skapast rafmögnuð spenna sem hlýtur að losna úr læðingi.Þessi mynd er hin besta skemmtun og afskaplega þægileg á að horfa. Samleikur Grants og Bullock er með ágætum. Fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.11.2016

Donald Trump í Zoolander, Home Alone 2 og Two Weeks Notice

Donald Trump, nýkjörinn 45. forseti Bandaríkjanna, hefur komið víða við í gegnum tíðina, enda athafnamaður mikill. Meðal þess sem hann hefur lagt fyrir sig er kvikmyndaleikur. Hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum og...

21.10.2014

The Rewrite frumsýnd á föstudaginn

Rómantíska gamanmyndin The Rewrite, með Hugh Grant og Marisu Tomei í aðalhlutverkum, verður frumsýnd þann 28. október hér á landi. Í myndinni leikur Hugh Grant úttbrenndan handritshöfund sem þarf að flytja frá Hollywood til...

11.10.2013

Meg Ryan í nýjum gamanþáttum

Sleepless In Seattle og When Harry Met Sally leikkonan  Meg Ryan er á leið í sjónvarp, eins og næstum önnur hver Hollywood kvikmyndastjarnan er þessa dagana. Um er að ræða gamanþætti á NBC sjónvarpsstöðinni eftir han...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn