Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hunted 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. mars 2003

Some men should not be found.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Í skógum Silver Falls í Oregon býr Aaron Hallam, þrautþjálfaður sérsveitarmaður. Eftir að hann drepur fjóra veiðimenn á svæðinu, þá leitar alríkislögreglan FBI til L.T. Bonhan, eina mannsins sem getur stöðvað hann. Í fyrstu þráast L.T. við að taka þetta að sér, enda hættur störfum, en hann vann við að þjálfa sérsveitarmenn í að verða fyrsta... Lesa meira

Í skógum Silver Falls í Oregon býr Aaron Hallam, þrautþjálfaður sérsveitarmaður. Eftir að hann drepur fjóra veiðimenn á svæðinu, þá leitar alríkislögreglan FBI til L.T. Bonhan, eina mannsins sem getur stöðvað hann. Í fyrstu þráast L.T. við að taka þetta að sér, enda hættur störfum, en hann vann við að þjálfa sérsveitarmenn í að verða fyrsta flokks morðingjar. En þegar hann áttar sig á að drápin eru verk manns sem hann sjálfur þjálfaði, þá finnst honum hann þurfa að stöðva hann. Hann tekur verkið að sér og fer inn í skóginn, þjakaður af samviskubiti yfir að hafa ekki svarað bréfum þessa besta nemanda síns, áður en hann missti vitið. Aaron er brjálaður út í L.T. fyrir að hafa ekki svarað bréfum hans, en er samt viss um að þeir bindast órjúfanlegum böndum. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er ekki neitt til að hrópa húrra yfir en samt alveg ágæt ræma. Benicio Del Toro leikur hermann sem var vitni af hræðilegum atburðum í Serbíu. Þá sturlaðist hann bara og fór að slátra öllu frá veiðimönnum til löggum. Þá er sendur maður (Tommy Lee Jones) til að finna Benicio og handsama hann. Með flottum bardagaatriðum og tæknibrellum en samt ekki nógu gott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæt spennumynd með svölum tæknibrellum. Aaron Hallam (Benicio Del Toro,The usual suspects,Traffic) er hermaður sem varð klikkaður í Kósóvó stríðinu (held ég) og hættir að verða hermaður og verða friðarsinni. Hann er auðvitað klikkaður ennþá og drepur tvo veiðimenn á hrottalegan hátt. Þá er gaurinn sem Tommy Lee Jones leikur sendur til að finna Hallam og handtaka hann. En eltingarleikurinn verður erfiður og Hallam drepur marga á leiðinni. Flott áhættuatriði og bardaga sem eru greinilega gerð af proffum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd leikurinn er fínn en handritið er svo ofboðslega leiðinlegt ég get bara ekki lýst því hvað ég varð fyrir milum vonbrigðum ég var að pinda mig til þess að hætta ekki að horfa allan tímann vonaðist ég til þess að myndin yði betri en svo var ekki.

En ég gef myndinni 2 stjörnur fyrir leik og nokkur flott atriði en það vantar allan söguþráð (eins og í alltof margar myndir).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

William Friedkin (Exorcist, Rules of Engagement)hefði betur mátt sleppa því að leikstýra The Hunted því þessi mynd er alls ekki til þess fallinn að auka hróður hans sem leikstjóra. The Hunted fjallar í stuttu máli um hermanninn Aaron Hallam (Benicio Del Toro) sem missti vitið í stríðinu í Kosovo. Nokkrum árum seinna hverfur hann sporlaust en þega illa útleikinn lík finnast í skóglendi beinast augun að honum. Eins og vaninn er í slæmum bíómyndum er aðeins EINN maður sem getur fundið hann og það er L.T. Bonham (Tommy Lee Jones). Hann þjálfaði Hallam fyrir Kosovostríðið. Myndin er eltingaleikur út í gegn með fáránlegri atburðarrás. Hallam er nánast eins og ofurhetja sem ekkert bítur á og bardaginn milli hans og Bohams er nánast hlægilegur. Allar tilraunir til að ná fram dýpt í persónurnar mistakast all illilega. Dramatíkin fer fyrir ofan garð og neðan. Tilraun er gerð til að vekja samúð með Hallam en það fer inn um annað eyrað og út um hitt. The Hunted er afskaplega slöpp hasarmynd sem er í raun ekki um neitt. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var mér til mikilla vonbrigða þar sem að ég bjóst við góðri mynd miðað við leikaravalið í henni. Hún er eiginlega bara lélegt framhald af The fugitive. Mér fannst samt verst hversu illa Benicio del toro var að leika í henni. Hann var ekki alveg að höndla þennan ameríska hreim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

03.08.2012

Grípandi geðveiki og sótsvartur húmor

Skítt með Frailty. Skítt með The Lincoln Lawyer og meira að segja Magic Mike! Texas-rakkinn Matthew McConaughey hefur formlega útskrifast úr "flottur-kroppur-sem-vill-geta-leikið" deildinni og það gerir Killer Joe að mesta st...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn