Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Throw Momma from the Train 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Owen asked his friend, Larry, for a small favor...

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Anne Ramsey var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki. Anne og Danny De Vito voru bæði tilnefnd til Golden Globe.

Larry Donner er rithöfundur og prófessor í skapandi skrifum. Líf hans er orðið heldur dapurlegt, enda gaf fyrrum eiginkona hans, Margaret, út bók sem hann skrifaði sjálfur, en í hennar nafni, og hún er nú orðin rík á öllu saman. Owen Lift, einn af nemendum Larry´s, býður Larry að hann geti losað hann við Margaret, en í staðinn verði Larry að drepa skaðræðisgripinn... Lesa meira

Larry Donner er rithöfundur og prófessor í skapandi skrifum. Líf hans er orðið heldur dapurlegt, enda gaf fyrrum eiginkona hans, Margaret, út bók sem hann skrifaði sjálfur, en í hennar nafni, og hún er nú orðin rík á öllu saman. Owen Lift, einn af nemendum Larry´s, býður Larry að hann geti losað hann við Margaret, en í staðinn verði Larry að drepa skaðræðisgripinn hana móður hans. Larry heldur að Owen sé að grínast, allt þar til hann uppgötvar að Owen er búinn að drepa eiginkonuna fyrrverandi. Larry er nú grunaður um morðið. ... minna

Aðalleikarar

Billy Crystal

Larry Donner

Kim Greist

Beth Ryan

Steven Weisberg

Mrs. Lift

Kate Mulgrew

Margaret

Bruce Kirby

DeBenedetto

Annie Ross

Mrs. Hazeltine

Raye Birk

Pinsky

Olivia Brown

Ms. Gladstone

Dora Doll

Mr. Perlman

J. Alan Thomas

Millington

Leikstjórn

Handrit


Það er margt gott við Throw Momma from the Train, en því miður er ýmislegt vont líka. Myndin er athyglisverðust fyrir þær sakir að hún er fyrsta "feature"-myndin hans Danny DeVito sem leikstjóra (hann hafði gert sjónvarpsmynd og nokkra þætti (t.d. The Ring í Amazing Stories)) og sýnir okkur fyrst og fremst að hann er ekki bara góður leikari heldur afbragðs leikstjóri. Þó að Throw Momma sé ekki eins flott og Hoffa eða eins fyndin og War of the Roses (sem var býsna flott líka) þá á hún sínar stundir, vandamálið er bara að langt er á milli þeirra. Myndin segir frá hinum barnslega Owen (DeVito) og rithöfundinum BILLY (Billy Crystal) sem "skiptast" á morðum - Owen drepur forríka fyrrverandi eiginkonu BILLY og BILLY drepur ógeðslega og leiðinlega móður Owen. Það þarf ekki að spyrja að því - þetta er svört kómedía, eða gæti hafa verið það með betra handriti. Það sem bjargar myndinni algjörlega frá því að vera hreint og beint léleg eru flottar myndatökur frá DeVito og alveg hreint ótrúleg frammistaða Anne Ramsey sem leikur móður Owen. Þessi kona er ógeðslega fyndin í orðsins fyllstu merkingu og í hvert skipti sem hún er á skjánum fer maður að hlæja. Samt sem áður er handritið mjög lélegt og vantar allt of marga brandara, sérstaklega vegna þess að hugmyndin lofar svo góðu. Einnig verður húmorinn aldrei hæfilega svartur (fyndið vegna þess að fólki fannst húmorinn í War of the Roses vera of svartur) og hittir allt of sjaldan í mark. En myndin er þess virði að sjá eingöngu vegna Ramsey og svo bendi ég líka á það fyrir aðdáendur Star Trek að Kate Mulgrew, eða Captain WHATEVER í Voyager, leikur fyrrum eiginkonu Crystals og gerir það bara vel.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn