Náðu í appið
Öllum leyfð

Stella í framboði 2002

(Stella runs for office)

Frumsýnd: 26. desember 2002

Íslenska

Stella og Salmómon reka saman fagurkerafyrirtæki, Framkoma.is. Salómon er ráðin af Antoni Skúlasyni, flugstjóra, til þess að fegra og umbreyta þorpi, sem hann hefur eignast. Stella verður eftir í bænum og tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum að koma fram, enda kosningar í nánd. Af misskilningi þvælist Stella inn í framboð Centrumlistans, sem berst við... Lesa meira

Stella og Salmómon reka saman fagurkerafyrirtæki, Framkoma.is. Salómon er ráðin af Antoni Skúlasyni, flugstjóra, til þess að fegra og umbreyta þorpi, sem hann hefur eignast. Stella verður eftir í bænum og tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum að koma fram, enda kosningar í nánd. Af misskilningi þvælist Stella inn í framboð Centrumlistans, sem berst við höfuðandstæðing sinn, Miðflokkinn og veit ekki fyrr til en hún er komin á kaf í pólitík. Myndin segir frá hinni afdrifaríku ferð Salomóns (52) í þorpið og sigurgöngu Stellu Löve (50) í stjórnmálum. Fjölskyldumál Stellu blandast inn í frásögnina með stórslysum, eldsvoða, breiskju og mótlæti af öllu tagi, sem aðeins „Stellufólkið“ getur orðið fyrir á fáeinum vikum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Virkilega leiðinlegt framhald af Stellu í Orlofi. Skil ekki af hverju var verið að gera hana, því hún er algjörlega tilgangslaus. Þessi mynd er akkúrat öfugt við það sem Stella í Orlofi er, get ekki orðað það öðruvísi. En Laddi er samt allt í lagi í sínu hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Úfff, hræðilegt framhald. Langt síðan manni hefur leiðst eins mikið og yfir þessari mynd, eins og maður hafði nokkuð gaman af fyrri myndinni, ferskari og öll léttari í alla staði. Þetta er verra en framhaldið af Dalalíf, þeas Löggulíf. Hvernig ætli framhald Með allt á hreinu verði ? Líst ekki vel á blikuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Engan veginn samanburðarhæft við fyrri myndina, þar sem hún var alveg þrælgóð og mjög fyndin.

Þessi er alveg öfugt við hana.

Ég segi kanski ekki að hún sé leiðinleg en ég myndi frekar horfa á Stellu í orlofi tvisvar sinnum í röð heldur en þessa aftur.

Misheppnað framhald, hér hefði átt að gera betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég geri yfirleitt ekki miklar væntingar til framhaldsmynda, en Stella í framboði var undir mínum væntingum. Í þessari mynd kemur megnið af sömu leikurum og í fyrri mynd fram, m.a. aukaleikarar. Ég var nokkuð ánægður með það, þar sem ég held mikið uppá fyrri myndina og hef séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það vantaði mikið uppá að þessi mynd kæmist með tærnar þar sem Stella í orlofi hafði hælana. Myndatökurnar voru nú ekki til að kvarta undan og leikararnir voru góðir, sérstaklega Laddi. Örfáum óþarfa persónum var bætt inní sem hefði mátt sleppa og gerðu myndina verri. Húmorinn var nánast enginn, handritið ekki gott og myndinni tókst að vera frekar langdregin þrátt fyrir að vera aðeins um 80 mínútur. Hún fer innum annað eyrað og útum hitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn