Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Narc 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. maí 2003

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Lögreglumaður í fíkniefnadeild, sem vinnur á laun, lætur lífið, en rannsóknin tefst, þannig að Nick Tellis er fenginn aftur til starfa. Hann var rekinn 18 mánuðum fyrr þegar hann drap óvart ófríska konu með slysaskoti. Tellis fær Henry Oak sem félaga, en hann var vinur látna lögreglumannsins. Hann er ódæll og í sífelldu stríði við innra eftirlit lögreglunnar.... Lesa meira

Lögreglumaður í fíkniefnadeild, sem vinnur á laun, lætur lífið, en rannsóknin tefst, þannig að Nick Tellis er fenginn aftur til starfa. Hann var rekinn 18 mánuðum fyrr þegar hann drap óvart ófríska konu með slysaskoti. Tellis fær Henry Oak sem félaga, en hann var vinur látna lögreglumannsins. Hann er ódæll og í sífelldu stríði við innra eftirlit lögreglunnar. Þeir fylgja vísbendingum, uppljóstrari er myrtur og eiginkona Nick er óánægð með að hann sé aftur byrjaður í löggunni. Henry vill passa upp á ekkju vinar síns. Nick les skjöl málsins í sífellu, en hægt gengur. Vísbendingar beina þeim að bifreiðaverkstæði, en hvað gerðist eiginlega? Mun Nick einhverntímann komast að því?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Leikstjórinn og handritshöfundurinn Joe Carnahan sannar það með kvikmyndinni Narc að hann er kominn í fremstu röð í Hollywood. Narc er kvikmynd sem færir áhorfandann inní atburðarrásina og heldur honum þar. Það er gert m.a. með raunsæiskvikmyndatöku sem er að festa sig í sessi í Hollywood. Söguþráður myndarinnar er kannski kunnuglegur. Lögreglumaðurinn Nick Tellis (Jason Patric) fær það verkefni að finna morðingja ungs lögreglumanns sem var myrtur. Þessi ungi lögreglumaður var kominn í innsta hring fíkniefnaheimsins. Tellis þekkir til í fíkniefnaheiminum og þess vegna fékk hann þetta verkefni. Honum til halds og trausts er lögreglumaðurinn Henry R.Oak (Ray Liotta). Eftir því sem þeir kafa dýpra verða þeir æ meira ,,innvolveraðir í fíkniefnaheiminn og þeim mun ekki líka það sem þeir finna. Þessi söguþráður er þekktur en Carnahan fer ótroðnar slóðir og færir okkur ferskustu og óhugnalegustu lögreglumynd seinni ára. Patrik og Liotta eru í feiknaformi og sína báðir frábæran leik. Narc er fantagóð kvikmynd sem ég mæli hiklaus með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er bara orðið langt síðan ég hef gengið eins sáttur út úr bíó. Maður hefur alltaf vissar væntingar þegar maður fer í bíó og oftar en ekki finnst manni vanta að upp í þær sé fyllt. Ekki hér ! Þú veist að þú ert að fara á dökkan og grimman glæpa-drama og þú bara vonar að hann gangi upp ! Þessi mynd gerir það ! Meira að segja þreyttasta minni lögreglumynda óánægð eiginkona sem er búinn að fá toppnóg gengur meira að segja upp !? Handritið er fínt, allt útlit er skemmtilega kalt og drungalegt og leikur Patric og sérstaklega Liotta er frábær. Áhugavert að sjá einmitt þessa tvo hérna í fantaformi. Tveir klassa-leikarar sem hafa ekki verið að ríða sérlega feitum hestum síðustu misseri er hér að gera mjög góða hluti og gott ef Liotta sé bara ekki enn betri en í hinni mögnuðu Identity.

Að endingu: Mjög góð mynd, ekki kannski möst í bíó, en sjáðu hana allavega... SW.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Toppþriller, hiklaust einn sá besti í nokkurn tíma. Narc er allt í senn myrk, dökk, gróf og drungaleg spennumynd. Nokkuð harðsoðin meira að segja. Segir frá tveimur lögreglumönnum í fíkniefnadeild lögreglunnar í Chicago. Annar þeirra, Henry R. Oak (Ray Liotta) er fyrir skömmu búinn að missa félaga sinn sem starfaði sem útsendari í undirheimunum. Er það hans forgangsmál að finna morðingjana og til þess að hjálpa honum í því er fenginn annar lögreglumaður (Jason Patric) en hann hefur starfað sem útsendari. Fylgjumst við með rannsókn þeirra og upp koma ýmis mál á yfirborðið sem koma talsvert á óvart. Eins og fyrr segir er Narc ekki mjúk eða björt mynd, þetta er kraftmikil og allt að því blóðug spennumynd sem virkar mjög vel. Lögreglumennirnir eru vel skapaðar og einkar áhugaverðar persónur, samband þeirra er mjög athyglisvert. Með góðri útfærslu, afbragðsleik og einkar vandaðri leikstjórn Joe Carnahan (sem mun brátt leikstýra Mission: Impossible 3) verður þetta að klassaskemmtun. Það verða allir að sjá þessa, ekki spurning!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hrá og óvænt
Hér á ferðinni er geysilega öflugur og mjög vel heppnaður löggutryllir sem er á mörkum þess að vera einn sá óvæntasti sem ég hef séð í bíó heillengi. Leikstjórinn Joe Carnahan (sem er orðaður um að leikstýra þriðju Mission: Impossible-myndinni) er augljóslega hæfileikaríkur maður, og býr til alveg ótrúlega nett útlit sem samanstendur af margs konar fjölbreyttum stílbrögðum. Maðurinn dregur fram svakalega óþægilegt en óvenju raunverulegt andrúmsloft sem helst út alla myndina og smellpassar við ákaflega góða sögu.

Myndin er líka gífurlega myrk, útlitið er verulega gróft og drungalegt, og tekst að vera þannig með hjálp frá afbragðs tæknivinnslu. Kvikmyndatakan er þar sérstaklega flott og leikstjórinn nýtir sér alls konar gimmick með hana (t.d. notfærir hann sér flestar brellur sem til eru í bókinni; hvort sem það eru split-screen skot, shaky-cam effect o.s.frv.) og gengur það glæsilega upp. Narc er samt ekki bara flott gerð mynd, heldur tekst henni að halda sögunni vel á floti. Það er endalaust hægt að deila um frumleika hennar, og margir vilja halda það fram að þetta sé bara einn langur lögguþáttur, sem ég verð bara að mótmæla.

Handritið (sem er einnig í umsjón leikstjórans) er hörkutraust; inniheldur bæði trúverðuga persónusköpun sem og nokkrar skemmtilegar fléttur. Leikurinn er líka mjög góður. Jason Patric stendur sig með prýði, þótt Ray Liotta steli nær öllum senum myndarinnar. Maðurinn sýnir hlið á sér sem hann hefur ekki fengið að njóta lengi, og það er bara skandall að maðurinn skuli ekki fá fleiri viðurkenningar á ferlinum (enda einn vanmetnasti leikari síðari ára að mínu mati).

Ég mæli eindregið með Narc. Hún er ekki gallalaus, og á köflum mætti saka hana fyrir að vera fullhæg, en engu að síður er þetta toppþriller sem ætti ekki að valda vonbrigðum.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er í smá vandræðum! Mér finnst þrjár stjörnur of lítið og þrjár og hálf stjörnur...það bendir til short of masterpiece, en ég held mig við seinni kostinn. Af hverju? Jú, því þetta er þrusu mynd! Hún grípur þig á fyrsta ramma og heldur þér þéttingsfast það sem eftir er. Hún er einkar vel gerð, klipping: geðveikt kúl, Hljóðið: verulega spooky, drungalegt og svalt og leikarar súper. Ég gæti haldið svona áfram lengi...sviðsmynd osfrv. Ég ætla nú að sleppa því en ætla í staðinn að mæla með þessum lögguþriller sem er gerður með hörku janft sem hlýju, raunsæi og mannlegum breiskleika.

Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.07.2022

Ofurvinir og engir kjölturakkar

Nýjasta ofurhetjumynd Dwayne Johnson, sem er nota bene ekki Black Adam ( kemur í haust ), heldur DC League of Super Pets, þar sem The Rock talar fyrir ofurhundinn Krypto, besta vin Súperman hefur verið að fá fína dóma erl...

22.04.2022

Nicolas Cage er Nick Cage

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage á fjölda aðdáenda hér á Íslandi eins og út um allan heim, enda er Cage afar skemmtilegur karakter sem tekur oftar en ekki að sér mjög áhugaverð hlutverk. Í dag kemur nýjasta kvikmynd...

16.04.2021

Helen McCr­ory látin

Breska leik­kon­an Helen McCr­ory er lát­in 52 ára að aldri. McCr­ory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn