Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Trapped 2002

Justwatch

Frumsýnd: 7. mars 2003

Fear Strikes Back.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Þegar dóttur þeirra er rænt og lausnargjalds krafist, af þorpurum sem stunda regluleg mannrán, er ungum lækni og eiginkonu hans haldið sjálfum sem gíslum á meðan illmennin gefa sér 24 tíma til að komast yfir peninga frá þeim. Tíminn rennur smátt og smátt út í sandinn og dóttir þeirra, sem er astmasjúk, verður veikari með hverri mínútunni. Nú eru þau... Lesa meira

Þegar dóttur þeirra er rænt og lausnargjalds krafist, af þorpurum sem stunda regluleg mannrán, er ungum lækni og eiginkonu hans haldið sjálfum sem gíslum á meðan illmennin gefa sér 24 tíma til að komast yfir peninga frá þeim. Tíminn rennur smátt og smátt út í sandinn og dóttir þeirra, sem er astmasjúk, verður veikari með hverri mínútunni. Nú eru þau í kappi við tímann og allt gæti farið á versta veg. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þræl góð mynd (enda með einum af mínum uppáhald leikari í henni ;) ). Söguþráðurinn er góður og myndin heldur manni við efnið allan tímann. Litla stelpan var frábær, ræninginn (man ekki nafnið :S) var þrælgóður líka. Og að sjálfsögðu voru foreldrarnir líka alveg brilliant. Mæli með þessari mynd, sérstaklega fyrir þá sem eru tilfinninganæmir!

mögnuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi ágætisræma fer aldeilis stórvel af stað, en eins og oft gerist í henni Hollywood fer hún fullmikið framúr sér í endann. Ágætis saga og stórgóður leikur Beikonsins lyfta myndinni yfir meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er alveg ágætis afþreying og ég mæli með henni. Ég var svolítið pirruð á henni fyrir hlé en það rættist mjög vel úr henni eftir hlé. Litla stelpan var einum of fullorðinsleg að mínu mati en lék vel miðað við aldur. Courtney Love verður líka betri eftir því sem líður á myndina. Kevin Bacon er einn af uppáhalds leikurunum mínum og hann á mjög góðan leik í þessari mynd og er virkilega sannfærandi sem þessi sjúki og vondi maður. Fléttan er góð og myndin verður meira spennandi með tímanum. Svo ég mæli með því að þú skellir þér á hana ef þig langar að sjá góða spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis spennumynd með góðum leikurum sem standa sig með prýði.

Myndin fjallar annarsvegar um fólk, tvo menn og konu sem stunda þá yðju að ræna börnum og krefjast lausnargjalds en hingað til hafa þau ekki verið gripin, hinsvegar fjallar hún um fjölskylduna sem lendir í því að barninu þeirra er rænt.

Það má nú ekkert segja of mikið frá söguþræðinum því að það er flétta í myndinni, ekki merkileg, en samt sem er ekki gaman að vita af.

Ég get vel mælt með þessari mynd hún er spennandi, hefur formúlu sem allavega ég hef ekki séð áður og heldur manni vel við efnið alla myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.11.2020

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun b...

02.05.2020

Howard leikstýrir mynd um björgun taílensku fótboltastrákanna

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ron Howard hefur verið ráðinn til að leikstýra spennutrylli um fótboltastrákana sem festust í Tham Luang hellunum í Taílandi sumarið 2018 - og þær mögnuðu björgunaraðger...

14.09.2016

Ófærð 2 kemur 2018

Deadline segir frá því að RÚV sé búið að semja um gerð annarrar þáttaraðar glæpaþáttanna Ófærðar, eða Trapped eins og hún heitir á ensku. Frumsýning verður haustið 2018. Eins og segir í Deadline þá sló fyrs...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn