Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Abandon 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Watch who you leave behind.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Rannsóknarlögreglumaðurinn Wade Handler er fenginn til að rannsaka hvarf milljónamæringsins Embry Larkin, sem hvarf tveimur árum fyrr. Wade leitar uppi fyrrum kærustu Embry, Katie Burke, í heimavistinni á háskólanum þeirra. Katie er undir álagi, hún er að klára lokaritgerðina, er í veseni í vinnunni, og gengur til sálfræðings, Dr. David Schaffer. Katie saknar... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn Wade Handler er fenginn til að rannsaka hvarf milljónamæringsins Embry Larkin, sem hvarf tveimur árum fyrr. Wade leitar uppi fyrrum kærustu Embry, Katie Burke, í heimavistinni á háskólanum þeirra. Katie er undir álagi, hún er að klára lokaritgerðina, er í veseni í vinnunni, og gengur til sálfræðings, Dr. David Schaffer. Katie saknar Embry, þar sem hún á enga fjölskyldu, en hún laðast sterklega að Wade. Á meðan á rannsókninni stendur snýr Embry aftur án nokkurra útskýringa, og samnemandi Katie, Harrison Hobart, sem er skotinn í henni, hverfur. Katie grunar Embry, og segir Wade frá því. En nú er Embry horfinn. ... minna

Aðalleikarar

Katie Holmes

Katie Burke

Benjamin Bratt

Wade Handler

Charlie Hunnam

Embry Larkin

Zooey Deschanel

Samantha Harper

Fred Ward

Lieutenant Bill Stayton

John L. Cass

Robert Hanson

Zoë Wanamaker

Robert Hanson

Melanie Lynskey

Mousy Julie (as Melanie Jayne Lynskey)

Philip Bosco

Professor Jergensen

Gabriel Mann

Harrison Hobart

Gabrielle Union

Amanda Luttrell

Laura Burkett

Eager Beaver

Tony Goldwyn

Dr. David Schaffer

Joe Cobden

Student on Cell Phone

Brett Watson

Recovering Alcoholic College Student

John Fallon

Trip Hop Inferno: Mime

Leikstjórn

Handrit


Aldrei skyldi maður dæma bók eftir kápunni. Þetta lærði ég enn og aftur eftir að hafa séð Abandon. Ég var eiginlega búinn að afskrifa hana fyrirfram sem enn einn unglingatryllinn með fallegum en hæfileikalitlum sjónvarpsleikurum. Og jújú, Abandon hefur þrjá slíka innanborðs: Katie Holmes (Dawson's Creek), Benjamin Bratt (Law & Order), og Charlie Hunnam (Undeclared). En ég var búinn að gleyma því að handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Stephen Gaghan, sem fékk Óskarsverðlaun í fyrra fyrir handrit myndarinnar Traffic. Af þeim ástæðum er mun meira kjöt á beinunum hér en annars gæti verið. Katie Burke (Holmes) er fyrirmyndarnemandi á barmi útskriftar með öllu því sem því fylgir (ritgerðaskrif, vinnuleit, o.s.frv.) og er frekar stressuð yfir öllu saman. Það bætir ekki úr skák þegar fyrrverandi kærastinn hennar (Hunnam) skýtur upp kollinum tveimur árum eftir að hann hvarf sporlaust. Lögreglumaður á batavegi eftir drykkjusýki (Bratt) rannsakar málið, og málin flækjast hratt. Gaghan skapar óþægilega en spennandi stemmningu með góðum klippingum, snjallri tónlistarnotkun, og kvikmyndatöku sem notast nær eingöngu við blágráa filmu. Það er óneitanlega óhuggulegur andi sem svífur yfir vötnunum, og manni bregður oft. Ekki er verra að fléttan í lokin er áhugaverð; ég var reyndar búinn að átta mig á öllu saman um miðja mynd, en ég var samt ánægður með lausnina. Holmes er ágæt og sannar að hún þarf ekki endilega að lifa í skugga Dawson's Creek að eilífu. Bratt er lágstemmdur og nær góðum tökum á sínu hlutverki, en Hunnam fær lítið að gera. Persóna hans er leiðinleg og oft pirrandi, og hann nær ekki alveg að kveða niður breska hreiminn sinn. Gaghan fyllir myndina líka af aukaleikurum sem maður grunar um græsku frá byrjun; þeirra best eru Zooey Deschanel, Melanie Lynskey, og Tony Goldwyn. Abandon er sæmilegasta skemmtun, en það væri kannski ekki vitlaust að bíða eftir henni á myndbandi.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn