Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

X-Men 2 2003

(X Men 2, X2: X-Men United)

Justwatch

Frumsýnd: 30. apríl 2003

First, they were fighting for acceptance. Now, they're battling for survival.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Valin besta vísindaskáldsögumyndin á Saturn verðlaununum. Tilnefnd til 7 annarra Saturn verðlauna. Tilnefnd til tveggja verðlauna á Empire Awards í Bretlandi, sem besta mynd og Hugh Jackman sem besti leikari.

Nokkrir mánuðir eru nú liðnir síðan X mennirnir sigruðu Magneto og stungu honum í rammgert fangelsi úr plasti. Dag einn brýst einn hinna stökkbreyttu, að nafni Nightcrawler, inn í Hvíta húsið, og reynir að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum, sem verður til þess að keðjuverkun er hrundið af stað þar sem ríkisstjórnin fer út í aðgerðir gegn stökkbreytta... Lesa meira

Nokkrir mánuðir eru nú liðnir síðan X mennirnir sigruðu Magneto og stungu honum í rammgert fangelsi úr plasti. Dag einn brýst einn hinna stökkbreyttu, að nafni Nightcrawler, inn í Hvíta húsið, og reynir að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum, sem verður til þess að keðjuverkun er hrundið af stað þar sem ríkisstjórnin fer út í aðgerðir gegn stökkbreytta fólkinu. Á sama tíma er Logan að reyna að varpa ljósi á fortíð sína. Vísindamaður að nafni William Stryker uppgötvar leynilegan skóla Prófessor X og Cerebro, er Mystiqe, félagi Magnetos, að undirbúa að hjálpa Magneto að brjótast úr fangelsinu. En þegar her á vegum Strykers ræðst á skóla Prófessors X, ná Logan, Rogue, Iceman og nokkrir heppnir aðrir, að sleppa naumlega. Þeir sem lifa af þessa árás hittast í Boston, og búa til bandalag með Magneto til að stöðva Stryker og bjarga Prófessor X. ... minna

Aðalleikarar

Hugh Jackman

Logan / Wolverine

Patrick Stewart

Charles Xavier / Professor X

Ian McKellen

Eric Lehnsherr / Magneto

Famke Janssen

Jean Grey / Phoenix

Halle Berry

Ororo Munroe / Storm

Anna Paquin

Anna Marie / Rogue

Shawn Ashmore

Bobby Drake / Ice Man

Aaron Stanford

John Allerdyce / Pyro

Robbie Kay

William Stryker

Alan Cumming

Kurt Wagner / Nightcrawler

Michael Douglas

William Stryker

Hank Amos

William Stryker

Rebecca Romijn

Raven Darkholme / Mystique / Grace

James Marsden

Scott Summers / Cyclops

Kelly Hu

Yuriko Oyama / Lady Deathstrike

Bruce Davison

Senator Kelly

Daniel Cudmore

Piotr Rasputin / Colossus

James Kirk

Ronny Drake

Jill Teed

Madeline Drake

Alf Humphreys

William Drake

Joseph Ashton

Oval Office Agent Fabrizio

Roger Cross

Oval Office Agent Cartwright

Leikstjórn

Handrit


Ég verð nú að taka til baka það sem ég sagði um þessa mynd og gera aðra og betri gagnrýni á þessari snilldarmynd. Í þessari mynd er búið að bæta við fleiri athyglisverðum persónum, þá helst Nightcrawler sem að byrjar myndina í alveg geðveikt flottu og góðu byrjunaratriði. Svo er það Deathstrike, aðstoðarkona Strykers með sínar löngu neglur sem eru virkilega svalar. Einnig er persónan sem kallast Pyro mjög flott persóna og gaman að sjá hann nota krafta sína. Tæknibrellurnar eru mjög góðar í þessari mynd, það er farið betur í persónurnar og baksögur þeirra, þá helst persónu Wolferine. Bardagaatriðin eru líka vel gerð, þá sérstaklega bardagi Wolferine og Deathstrike. Í byrjun myndarinnar fáum við að fylgjast með för Wolferines í leit hans að sannleikanum um sjálfan sig, sem er mjög gaman að fylgjast með. Þegar svo William Stryker lýsir yfir stríði á hendur X-manna, þá þurfa X-mennirnir að sameinast í einn hóp og hjálpast við að stöðva Stryker frá því að hann eyði X-mönnunum. Mynd sem ég mæli með fyrir alla að sjá sem fyrst. En ég held mér samt við þann hluta að mér fannst hún verri en sú fyrsta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

X men 2 er skemmtileg spennu-ævintýra-vísindaskáldsögu-grínmynd sem gefur fyrstu myndinni ekkert eftir. X-men er hópur af stökkbreyttu fólki en í því eru Wolverine (Hugh Jackman,Van Helsing) en hann getur komið stórum klóm út úr höndum sínum,Storm (Halle Berry,Monster's Ball) getur gert rosa veður upp úr engu og gert hvirfilbyl og eldingar upp úr engu, Jean Gray getur fært hluti með hugarorku sinni,Cyclops er með stór gleraugu sem skýtur öflugum geisla, og nýja persónan Nightcrawler sem er þýskur ærslabelgur sem getur flutt sig á milli staða með einu ploppi. Yfirvöldin eru í stöðugri baráttu gegn X-liðinu og ætla hreinlega í stríð. En erkióvinir X-mannanna eru líka öflugir en foringinn er Magneto (Ian McKellen,Lord Of The Rings trilógían) sem hendurnar hans eru eins og sterkir rafsegular og hann getur því tekið allann málm og hreinlega hent honum í burtu. Svo er vera (sem ég man ekki hvað heitir) sem getur farið í dulargervi hvers sem er,og annað fyrirbæri (sem ég man ekki heldur hvað heitir) sem er konu útgáfa af Wolverine. En X-men og vondu kallarnir þurfa að taka saman höndum og berjast gegn yfirvöldum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að byrja á því að segja að ég er oftast fullur efasemda þegar ég fer á framhaldsmyndir og var viss um að það yrði erfitt verkefni að reyna að toppa fyrri myndina. Ég get samt sagt ánægður að ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd er mjög góð og vel útfærð í alla staði. Tæknibrellurnar eru í hæsta gæðaflokki og er fyrsta bardagasenan sérstaklega flott og sem mér finnst standa uppúr þar. Leikararnir eru líka mjög góðir og standa Ian Mckellan (man ekki hvernig það er skrifað), Patrick Stewart og Hugh Jackman þar fremstir meðal jafningja. Ég skemmti mér allavega konunglega og mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það hefur viljað vera þannig að framhald af myndum séu ekki eins góð og upprunalega myndin. Til að mynda var Jurassic Park 1 lang, lang besta Jurassic Park myndin. En X-men 2 er alls ekki verri en forverinn, í raun er hún mikið betri. Ég er á því að X-men myndirnar eigi að sjá í bíói eða í heimabíókerfi, því ávallt eru á ferð rosalegar tæknibrellur og hljóð. En um leið og X2 var mjög frábær fyrir augað, rétt eins og LOTR, þá var líka á ferðinni nokkuð átakanlegur söguþráður. Hæfileikar hverrar stökkbreyttar persónu er hinsvegar það sem gerir X2 (og reyndar X-men) svo skemmtilega. Ótrúlega góð mynd sem ég mæli svo sannarlega með, mynd til að kaupa á DVD.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.03.2013

Hvíta húsið í klessu - vídeó

Nú styttist í frumsýningu á nýjustu mynd Gerard Butler, Olympus Has Fallen, en myndin verður frumsýnd þann 19. apríl hér á Íslandi. Í myndinni hafa hryðjuverkamenn ráðist inn í Hvíta húsið í Washington ...

25.10.2012

Matthew Vaughn hættur við X-Men

Breski kvikmyndaleikstjórinn og ofurtöffarinn Matthew Vaughn hefur samkvæmt nýjustu fréttum ákveðið að stíga niður úr leikstjórastól X-Men: Days of Future Past, framhaldi hinnar velheppnuðu X-Men: First Class sem hann...

30.01.2012

Vaughn leikstýrir framhaldi X-Men: First Class

Matthew Vaughn hefur skrifað undir samning við 20th century Fx um að snua aftur í leikstjórastól X-Men seríunnar. Myndin yrði að sjálfsögðu framhald af hinn velheppnuðu X-Men: First Class frá því nú í sumar, sem en...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn