Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blood Work 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. nóvember 2002

He's a heartbeat away from catching the killer

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Terry McCaleb, sem er fyrrverandi greinandi hjá alríkislögreglunni, FBI, og er nýbúinn að gangast undir hjartaígræðslu, er ráðinn til starfa af Graciela Rivers til að rannsaka dauða systur hennar, Gloria, en það vill til að það var hún sem gaf hjartað sem grætt var í McCaleb. Hann kemst fljótlega að því að morðinginn, sem lét morðið líta út fyrir... Lesa meira

Terry McCaleb, sem er fyrrverandi greinandi hjá alríkislögreglunni, FBI, og er nýbúinn að gangast undir hjartaígræðslu, er ráðinn til starfa af Graciela Rivers til að rannsaka dauða systur hennar, Gloria, en það vill til að það var hún sem gaf hjartað sem grætt var í McCaleb. Hann kemst fljótlega að því að morðinginn, sem lét morðið líta út fyrir að vera í kjölfar handahófskennds ráns, gæti verið raðmorðingi sem Terry var á hælunum á í mörg ár þegar hann hjá FBI. Mun hinn roskni McCaleb, sem ætlaði sér að slaka á og búa á bátnum sínum í höfninni í Los Angeles, og keyrir ekki bíl, og þarf að leggja sig reglulega, hafa það sem til þarf til að ná morðingjanum? ... minna

Aðalleikarar


Góður spennutryllir og gaurinn sem skrifaði handritið fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið á L.A Confidential. Lögga nokkur (Clint Eastwood,Mystic River) fattar að hann er með hjartavandamál og fær nýtt hjarta úr morðingja. En þessi morðingi drap einhverja konu sem er systir konu sem biður hann um að ná morðingjanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd hvar Clint Eastwood(auk þess að leikstýra en það vissu nú allir)fer með hlutverk fyrrverandi FBI gaurs sem rannsakar morðmál. Einhver minntist á að þetta væri fyrirsjáanleg mynd en það er ekki rétt, kom undirrituðum á óvart hver morðinginn var. Öðru hvoru í myndinni fáum við að sjá þegar Clint fær þessi flashback svokölluðu(þ.e.a.s. þegar eitthvað gamalt rifjast upp)og er það alltaf jafn gaman, þá myndast svo kraftmikil stemning. Clint gamli hefur því tekist að gera hér rúmlega sæmilega mynd úr annars ekki mjög góðu handriti. Óhætt er að mæla með þessari mynd fyrir þá sem vilja sjá einhverjar sterkari sakamálasögur heldur en til að mynda hinn dauflega Columbo en öðrum gæti þótt þetta léleg mynd. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis spennuræma af gamla skólanum. Clint er hér í rólegheitunum, enda í hlutverki FBI-manns sem er að ná sér eftir hjartaáfall og ígræðslu. Hann ákveður, þvert ofan í ráðleggingar læknis síns, að leita uppi morðingja fyrrum eiganda nýja hjartans síns.

Ræman er fremur hæg, en bráðskemmtileg fyrir þá sem kunna gott að meta.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blood Work er frekar misheppnuð mynd og ef það væri hreinlega ekki fyrir Jeff Daniels þá hefði myndin nú ekki fengið meira en eina stjörnu frá mér.

Hin stjarnan fæst fyrir söguþráðinn en myndin fjallar um fyrrverandi FBI mann sem búið er að skipta um dælu í, þ.e. hjarta, en eftir aðgerðina fer hann að átta sig á ýmsu athiglisverðu sem hrindir svo af stað atburðarrás sem tengist störfum hans úr FBI.´

Frekar slöpp þynnku mynd sem þó slefar inn á þynnku listann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get nú ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi Clint Eastwood en ég ákvað nú samt sem áður að skella mér á þessa mynd í bíó.


Clint Eastwood leikur retired dirty harry týpu sem fær hjartaáfall og nýtt hjarta. Í stuttu máli er þetta handónýtt gamalmenni sem haltrar milli glæpóna í langdreginni klisjukenndri, fyrirsjáanlegri sögu. Jeff Daniels leikur einnig í myndinni og sennilega bjargar það myndinni í seinnni hlutan þegar Daniels sýnir á sér smá hliðar.


Ef þú ert mikill Eastwood aðdáandi þá kannski er þetta mynd fyrir þig en ég tapaði 800 krónum og tveimur tímum af lífi mínu sem ég fæ aldrei aftur. Takið þessa á spólu ef þið endilega þurfið að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn