Náðu í appið
52
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Red Dragon 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. október 2002

Before the Silence, there was the Dragon

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Alríkislögreglumaðurinn Will Graham hefur verið kallaður til vinnu aftur, en hann var hættur og farinn á eftirlaun. Verkefnið er að klófesta raðmorðingja, sem þekktur er af yfirvöldum sem Tannálfurinn, eða The Tooth Fairy. Hann biður um hjálp frá erkióvini sínum Dr. Hannibal Lecter, svo hann geti náð Tannálfinum og komið honum á bakvið lás og slá. ... Lesa meira

Alríkislögreglumaðurinn Will Graham hefur verið kallaður til vinnu aftur, en hann var hættur og farinn á eftirlaun. Verkefnið er að klófesta raðmorðingja, sem þekktur er af yfirvöldum sem Tannálfurinn, eða The Tooth Fairy. Hann biður um hjálp frá erkióvini sínum Dr. Hannibal Lecter, svo hann geti náð Tannálfinum og komið honum á bakvið lás og slá. Eina vandamálið er að Tannálfurinn er að fá upplýsingar innan frá um Graham og fjölskyldu hans, og þær koma frá engum öðrum en Lecter sjálfum. ... minna

Aðalleikarar

Edward Norton

Will Graham

Anthony Hopkins

Hannibal Lecter

Ralph Fiennes

Francis Dolarhyde / Red Dragon

Emily Watson

Reba McClane

Harvey Keitel

Jack Crawford

Anthony Heald

Dr. Frederick Chilton

Mary-Louise Parker

Molly Graham

Ken Leung

Lloyd Bowman

Frankie Faison

Barney Matthews

Mie Hama

Josh Graham

John Rubinstein

Dinner Guest

Brenda Strong

Dinner Guest

Robert Curtis Brown

Dinner Guest

Madison Mason

Police Commissioner

Bill Duke

Police Chief

Azura Skye

Bookseller

Jackie Hoffman

Jimmy Price

Ellen Burstyn

Grandma Dolarhyde (voice) (uncredited)

Mary Beth Hurt

Museum Curator (uncredited)

Joanne Woodward

Male Zoo Doctor (uncredited)

Frank Whaley

Ralph Mandy (uncredited)

Tanya Newbould

Chromalux Secretary

Leikstjórn

Handrit


Meistaraverk. Brett Ratner sýnir á snilldarhátt hvernig á að gera almennilega spennumynd. Þessi mynd er virkilega nálægt því að ná Silence í gæðum. Hún allavega rasskellur mynd Ridleys Scott. Það er eiginlega allt sem er gott við þessa mynd: Spennan í myndinni er virkilega góð og heldur manni alveg við myndina, andrúmsloft myndarinnar og útlit hennar er virkilega creepy, handrit Teds Tally er vel skrifað, leikstjórn Brett Ratners er virkilega góð og tónlist Danny Elfman er mögnuð og skapar alveg einstaka stemningu fyrir myndina. Og þá er það leikararnir. Anthony Hopkins sýnir ennþá snilldartakta í hlutverki Hannibals Lecter. Edward Norton er einnig með góða frammistöðu í hlutverki Will Grahams. Svo eru fullt af aukaleikurum eins og Harvey Keitel, Phillip Seymor Hoffman, Emily Watson sem að koma með fínar frammistöður einnig. En samt er frammistaða Ralph Fiennes sem að stelur senunni. Hann er virkilega sannfærandi í hlutverki The Tooth Fairy og er virkilega creepy persóna. Ein besta spennumynd sem að hefur komið á undanförnum árum. Og besta mynd Brett Ratners hingað til. Nú bíður maður spenntur eftir að sjá hvernig X3 verður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er sjálfstætt framhald Hannibal sem er önnur Silence Of The Lambs myndin eða sem sakt þessi er þriðja Silence Of The Lambs. Geðveikur morðingi er að drepa fullt af fólki og lögga (Edward Norton,Fight Club,The Score) er sendur til að finna hann með leiðsögn Hannibals Lecters. En morðinginn tekur skipanir frá málverki sem er með mynd af rauðum dreka eins og nafnið kemur frá. Kannski minnst ljótasta myndin í seríunni en samt bara góð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er Silence of the lambs 3 (held ég) og örugglega betri en Hannibal myndin. Edward Norton (The score) leikur löggu sem á að rannsaka undarleg morð með hjálp Dr. Hannibal Lecter(Anthony Hopkins,Silence of the lambs, Hannibal). Dr.Lecter er mannæta og geðveikur morðingi en þó sérvitur náungi. Það kemur í ljós að morðinginn er geðveikur og tekur skipanir frá málverki (Ralph Fiennes,Spider)og og Norton gerir hvað sem er til að stoppa hann. Góð mynd sem ætti kannski að bæta aðeins meiri hrylling í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Red Dragon er einhver sá albesti sálfræði-og spennytryllir sem ég hef nokkru sinni séð. Ég sá að vísu aldrei Silence of the lambs, né Hannibal, en ég vissi samt nógu mikið um Hannibal og sögu hans til að geta notið myndarinnar. Hún er alls ekki eins drungaleg og ég hélt hún yrði, en hún fær mann virkilega til að hugsa. Hannibal Lecter, er einnig einhver sá besti karakter sem ég hef nokkru sinni séð í mynd. Hann er, þrátt fyrir það að vera geðveik mannæta, látinn vera gáfaður, veraldarvanur, og eftir að hann er handsamaður og látinn í fangelsi, hefur hann svolítinn kaldhæðnislegan húmor.

Ég mæli eindregið með því að ENGINN láti Red Dragon fram hjá sér fara!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.02.2014

Önnur sería af Hannibal nálgast

Önnur sería af sjónvarpsþáttunum, Hannibal, verður frumsýnd þann 2. mars næstkomandi á NBC sjónvarpsstöðinni. Nú er komin ný stikla fyrir seríuna og veldur hún ekki vonbrigðum. Þættirnir eru byggðir á skáldsögu eftir Thomas Harris og Bryan Full...

11.09.2013

Þrír komu til greina sem Hannibal Lecter

Breski leikarinn Derek Jacobi hefur upplýst að bæði hann og Daniel Day-Lewis hafi komið til greina í hlutverk mannætunnar Hannibal Lecter í myndinni The Silence of the Lambs, sem Anthony Hopkins lék svo eftirminnilega. Hopkins fé...

09.03.2013

Engin lifur á matseðli Hannibals?

Getur verið nýja sjónvarpsþáttaserían um mannætuna og fjöldamorðingjann Hannibal æsi upp í manni hungur? Aðstandendur þáttanna telja amk. að svo geti verið miðað við nýja skyndibitabílinn sem NBC sjónvarpsstöðin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn