Náðu í appið
Öllum leyfð

Jonah: A VeggieTales Movie 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. nóvember 2006

Fresh Fish. Mixed Vegetables.

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Þegar bíllinn bilar hjá syngjandi grænmetinu, þá eru þau strand í gömlum sjávarréttarveitingastað í niðurníðslu, þar sem ekkert er sem sýnist. Á meðan tómaturinn Bob og krakkanir bíða eftir bíl til að draga sig í burtu, þá segja "Pirates Who Don´t Do Anything" smá sögu um mann sem kallast Jonah. Hann var einskonar póstmaður nema að skilaboðin sem... Lesa meira

Þegar bíllinn bilar hjá syngjandi grænmetinu, þá eru þau strand í gömlum sjávarréttarveitingastað í niðurníðslu, þar sem ekkert er sem sýnist. Á meðan tómaturinn Bob og krakkanir bíða eftir bíl til að draga sig í burtu, þá segja "Pirates Who Don´t Do Anything" smá sögu um mann sem kallast Jonah. Hann var einskonar póstmaður nema að skilaboðin sem hann bar út komu beint frá Guði. Jonah unni starfi sínu, þar til dag einn að hann þarf að færa fólkinu í Nineveh skilaboð. Í staðinn fyrir að gera það sem hann átti að gera, þá siglir hann í öfuga átt um borð í sjóræningjaskipi. Fljótlega lendir Jonah í ævintýri sem leiðir hann í maga hvals, og að lokum til Nineveh þar sem endirinn er sprenghlægilegur. ... minna

Aðalleikarar


Sá Jonah: The Veggietales Movie fyrir stuttu á DVD, og skemmti mér vel að horfa á hana. Það sem heillaði mig mest við myndina er sagan og útlitið á myndinni, sem er alveg magnað. Myndin byggir á sögu(ætla ekki segja hvaða, þið verðið að finna það sjálf) í Biblíunni, og nær myndin að lýsa henni vel. Sem kristinn maður, fannst mér gaman að sjá hvernig þeir ná að túlka söguna úr Biblíunni yfir í teiknimyndaform. Ég hef nú ekki séð neitt af Veggietales Series, en þessi sannfærði mig að þeir séu að gera góð verk. Hvert einasta detail er vel útfært, hvort sem það sé sagan, hvernig hún er gerð, talsetningin, umgjörð myndarinnar: Allt gert mjög vel. Svo eru skilaboð myndarinnar frábær. Þó stærsti markaðshópur þessarar myndar eru krakkar, ætti þessi mynd að henta fyrir unga jafnt sem eldri. Þetta er mynd sem ég hvet fólk að taka börnin sín með á og segi ég bara í lokin: Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn