Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Road to Perdition 2002

Justwatch

Frumsýnd: 25. október 2002

Every father is a hero to his son.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Myndin gerist árið 1931. Mike Sullivan og Connor Rooney vinna sem leigumorðingjar fyrir bófaforingjann John Rooney, föður Connor. Sullivan sér Rooney sem föðurímynd. Kvöld eitt, verður 12 ára gamall sonur Mike, sem veit ekki við hvað faðir hans vinnur, vitni að því þegar Connor og faðir hans myrða nokkra menn. Mike er látinn sverja að segja ekkert, en samt... Lesa meira

Myndin gerist árið 1931. Mike Sullivan og Connor Rooney vinna sem leigumorðingjar fyrir bófaforingjann John Rooney, föður Connor. Sullivan sér Rooney sem föðurímynd. Kvöld eitt, verður 12 ára gamall sonur Mike, sem veit ekki við hvað faðir hans vinnur, vitni að því þegar Connor og faðir hans myrða nokkra menn. Mike er látinn sverja að segja ekkert, en samt reynir Connnor að drepa Mike, konu hans og tvo syni, til að hnýta alla lausa enda. Mike ákveður því að flýja til að bjarga fjölskyldunni, en er einnig í hefndarhug. ... minna

Aðalleikarar


Verulega svöl glæpadrama frá Sam Mendes, manninum sem færði okkur snilldina American Beauty. Mjög mikil spenna, flott handrit, leikstjórn Sam Mendes og frábærar frammistöður frá Tom Hanks, Jude Law og Paul Newman gera þessa mynd að þeirri snilld sem hún varð. Svo finnst mér stíllinn á henni alveg magnaður, mjög í anda þeirra tíma þegar mafíur voru sem svalastar. Þó hún toppi ekki AB, þá er hún stórkostleg bíómynd sem er skylda að sjá. Og finnst mér hún fyllilega eiga skilið að fá fullt hús í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tom Hanks og Jude Law eru alltaf góðir og ég vil gefa sérstakt hrós til gaurins sem leikur strákinn. Hann lék ótrúlega vel! Þetta er ekki svona týpísk glæpamynd, þetta er aðeins öðruvísi. Ég sé að handritshöfundarnir og leikstjórinn og allt liðið hafi lesið vel um kreppuárinn, byssurnar og svoleiðis. Þetta er mjög góð mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Road to perdition er glæpamynd eftir leikstjóra American beauty. Hún fjallar í stuttu máli um mann er starfar fyrir mafíuna en þarf að leggja á flótta með son sinn undan henni eftir að strákurinn hans verður vitni að morði. Þótt ég hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með Road to perdition er hún nú samt meira en einhver miðlungs mynd. Það er fyrst og fremst frábærum leik hjá þeim Tom Hanks og Paul Newman sem og frábæru ytra útliti. Sviðsmyndin er t.d. stórkostleg. Myndin er frekar dimm og drungaleg, persónurnar þungar og er sorgin er allsráðandi. Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei séð jafn þunga og bælda persónu eins Tom Hanks í þessari mynd og því er manni nokkurn veginn sama hvort hann drepst eða ekki. Paul Newman fær úr litlu að moða en gerir þó frábærlega og Jude Law fær hreinlega úr engu að moða. Ágætis mynd en er ekki skugginn af því sem hún hefði getað verið
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög skemmtileg mynd sem ég mæli eindregið með. Frábær leikur, Tom Hanks góður sem endra og ekki er Newman neitt síðri. Að mínu mati stal samt Jude Law senuni. Hann er ekki í neinu stórhlutverki en leikur samt einstaklega vel.


Handritið að myndinni er greinilega mjög vel skrifað, plottið er skemmtilegt en einnig einfalt. Það er vel greinilegt að leikstjórinn veit hvað hann er að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Horfið frekar á Miller's Crossing
Road To Perdition vill svo greinilega vera meistaraverk. Óskarsmynd að lágmarki! Hún telur sig hafa flest allt sem hún þarf til að ná því takmarki; Hún er gullfalleg að útliti og restin, þ.e. kvikmyndataka, tónlist, leikur, leikstjórn, sviðshönnun; allt saman, hreinasta afbragð. Hins vegar er það ekki útlitið sem skiptir öllu máli, heldur (kemur á óvart) innihaldið, sem er bara vægast sagt fremur innantómt.

Myndin er samt á engan hátt leiðinleg. Hún nær alveg að halda áhuga manns meðan henni stendur, en maður bjóst samt við miklu meiru af svona gríðarlegu verki. Söguþráðurinn (sem minnir óhemju mikið á vestra frekar en mafíumynd) er ekkert sérlega frumlegur og persónurnar virka fremur litlausar og flatar. Það eru þá bara þessar 2 lykilpersónur sem fá þá dýpt sem aukapersónum veitir ekki af. Leikstjórinn Sam Mendes gerir samt sitt besta með að passa það að myndin fari aldrei út í of mikla melódramatík, væmni og allt slíkt sem flestir kanar menga yfirleitt "fallegar" kvikmyndir með, sem er mikið hrós.

Leikurinn er líka eins og ég sagði að ofan: glæsilegur. Paul Newman, Stanley Tucci, Daniel Craig og Jude Law standa sig gífurlega vel, og einnig Tyler Hoechlin í hlutverki sonarins. Tom Hanks fékk samt minnstu viðbrögðin hjá mér. Hann var að sjálfsögðu góður, en mér fannst hann bara ekkert passa í hlutverk glæpona.

Annað sem myndin þjáist fyrir, er að henni gengur ekki nógu vel með að vinna sér inn samúð áhorfandans með persónum sínum. Tökum karakter Hanks sem dæmi; Hann er mjög ástríkur faðir og maður veit að hann meinar ekki illt, en þar sem sífellt verið er að sýna skuggalegu og ljótu hliðar hans, þá misheppnast samúðin, og auk þess er hann bara ekki nógu viðkunnanlegur til að heilla mann. Sonurinn er nú aðeins skárri á þeirri umræðu, en það er bara ekki nóg til að hífa einkunnina meira. Þessir tveir voru samt báðir frekar óeftirminnilegir. Þið getið þá rétt ímyndað ykkur hversu illa allar aðrar persónur komu út. Jude Law, eins góður og hann var, hefði rétt eins getað borið skilti sem stæði á: "Ég er illmenni!"

Road To Perdition er á köflum stórkostlega dimm og mjög vel leikin í alla staði. Hins vegar vantar allan kraftinn og allt í allt átti ég meira von á því að sogast almennilega inn í atburðarásina frekar en að vera skilinn útundan og einungis dást að henni, þannig að ég tel það sanngjarnt að gefa henni ekki meira en 6/10.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.02.2021

Stanley Tucci dásamar Ísland

Bandaríski leikarinn Stanley Tucci frumsýndi á dögunum glænýja þáttaröð fyrir CNN, Searching for Italy, þar sem hann skoðar ítalska matarmenningu og þann sess sem hún skipar. Tucci kveðst vera mikill unnandi Ít...

21.05.2012

Bond stiklan svalar þorstanum

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu James Bond-ræmuna, Skyfall, er nú aðgengileg á netinu, en hún stendur svo sannarlega undir væntingum. Að þessu sinni fer breski ofurnjósnarinn á austrænar slóðir, jafnt og breskar. En eftir að MI6 verður  f...

12.01.2012

Wall-E tónskáld semur Bond tónlist

Í fyrsta sinn síðan að Tomorrow Never Dies kom út árið 1997, mun einhver annar en David Arnold sjá um tónlistina í mynd um James Bond. Eins og kunnugt er vinnur nú leikstjórinn Sam Mendes hörðum höndum að myndinni Skyfal...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn