No Such Thing (2001)Öllum leyfð
( Monster )
Frumsýnd: 15. nóvember 2002
Tegund: Spennumynd, Drama, Hrollvekja, Íslensk mynd, Íslensk meðframleiðsla
Leikstjórn: Hal Hartley
Skoða mynd á imdb 6.2/10 3,367 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Rétt fyrir utan íslenskan smábæ býr geðstirt og drykkfelld íslenskt skrýmsli sem er búið að fá algjört ógeð á mönnunum og öllum þeirra afurðum. Hver sem nálgast skrýmslið setur líf sitt í hættu. Þegar bandarískt sjónvarpsfréttafók hverfur í vinnslu við frétt um skrýmslið, sendir sjónvaprsstöðin unga konu á staðinn til að reyna klára fréttina. Stúlkan vingast við skrýmslið og verður fljótt hans eina von til að enda þjáningar sínar. No Such Thing er kaldhæðin og gagnrýnin grínmynd um nútímaþjóðfélag gegnsýrt af skyndiánægju þar aðaláhugamálið er fréttir af öðrum. Það má með sanni segja að Ísland leiki stórt hlutverk í nýjustu mynd Hal Hartley, eins virtasta “indie” leikstjóra samtímans. Myndin gerist að stórum hluta hér á landi og var að miklu leyti tekin upp með íslensku kvikmyndargerðarfólki og leikurum. Á bak við framleiðsluna standa Friðrik Þór Friðriksson og Francis Ford Coppola. Öruggt má teljast að Íslendingar hafi aldrei áður komið nálægt jafn viðamiklu verkefni sem hlýtur jafn víðtæka dreifingu og raun ber vitni um gjörvalla heimsbyggð.
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 29% - Almenningur: 59%
Svipaðar myndir