Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

D-Tox 2002

(Eye See You)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. júní 2002

Survival is a Killer.

96 MÍNEnska

Aðalpersónan, alríkislögreglumaðurinn Jake Malloy, fær áfall og hallar sér að flöskunni, eftir að hafa reynt að ná fjöldamorðingja, sem ákveður að skaða hann persónulega og myrða félaga hans og kærustu, Mary, með hrottalegum hætti. Hann skráir sig inn á meðferðarstofnun í Wyoming sem sérhæfir sig í áfengismeðferð lögreglumanna. Fljótlega byrja... Lesa meira

Aðalpersónan, alríkislögreglumaðurinn Jake Malloy, fær áfall og hallar sér að flöskunni, eftir að hafa reynt að ná fjöldamorðingja, sem ákveður að skaða hann persónulega og myrða félaga hans og kærustu, Mary, með hrottalegum hætti. Hann skráir sig inn á meðferðarstofnun í Wyoming sem sérhæfir sig í áfengismeðferð lögreglumanna. Fljótlega byrja sjúklingarnir á stofnuninni að deyja hver af öðrum, fyrir morðingja hendi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ekki svo slæm raðmorðingjamynd hvar snælduvitlaus og kvalalostasjúkur raðmorðingi fer mikinn og myrðir löggur og kvenmenn. Ágætis afþreying en langt frá því að vera eitthvert meistaraverk. Kris Kristoferson er þó á kantinum og er flottur sem endranær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þarf ekki að fara nánar í söguþráðinn en Sly er heldur betur farin að dala. Eins og í pistli hér á undan leikur hann FBI fulltrúann Malloy sem er á eftir löggumorðingja. Eftir röð atvika leggst hann í drykkju og besti vinur hans sendir hann í afvötnun upp í sveit þar lendir hann í hóp sem er samansettur af löggum í svipuðu rugli og hann. Þegar 2 úr hópnum finnast látnir fer Malloy að taka til sinna ráða og ráða morðgátuna. Leikararnir í kringum Sly stóðu sig frábærlega. Nokkuð góð hugmynd en mætti hafa sett meira kjöt á beinin enda fór hún beint á myndband í USA og líður fyrir það að það skuli ekki hafa gert meira úr efninu en ágætis tilraun hjá Sly.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er Sly mættur til leiks sem FBI agent Malloy og er á eftir löggumorðingja nokkrum. Morðingin hefur þegar drepið 9 lögregluþjóna og virðist hafa mikinn áhuga á Malloy. Eftir óhugnalega atburði leggst Malloy í drykkju, þar til félagi hans í FBI kemur honum í afvötnun. Þar eru fyrir aðrir lögreglumenn sem hafa orðið fyrir hinu ýmsu á þeirra ferli, þó allir eigi þeir það sameiginlegt að vera alkar. Ekki líður á löngu þar til Malloy fer að gruna að ekki sé allt með felldu, sérstaklega eftir að tveir af gestum staðarins finnast látnir.

Ég hafði lesið heilmikið um þessa mynd, og ekkert gott. Sagt var að hún hefði aldrei verið sýnd í kvikmyndahúsum vegna þess hversu léleg hún væri, að það væri búið að marg klippa hana til að reyna að bæta hana, og að lokum hafi hún verið gefin upp á bátinn til sýningar í kvikmyndahúsum og send beint á myndbanda og DVD markaðinn.

Kannski það sé þessvegna, þeas. ég bjóst ekki við miklu, sem mér þrællíkar við þessa mynd. Mér finnst hún fersk, sagan er óvenjuleg og bland af spennu, ráðgátu og mannlegum þáttum út alla myndina. Það er sko valið lið að leikurum, jafnvel þó enginn sé með neitt sérstaklega stóran part. Myndin er líka vel tekinn, í óhugnalegu en áhugaverðu umhverfi. Til að mynda finnst mér byggingin (afvötnunarstöðin) alveg meiriháttar.

Sly er líka góður í henni þessari. Honum tekst vel að vera hinn venjulegi FBI náungi þar til hann brotnar niður, og því sem næst óhugnalegt hversu illa hann lítur út þegar botninum er náð.

En þetta er mynd fyrir myndbanda og DVD markaðinn. Hún er greinilega gerð fyrir lítinn pening (ef við teljum ekki með laun leikara), og reynir aldrei að vera neitt meira heldur en smámynd. Það er heilmargt sem hægt er að setja út á myndina svona í heild, samræður eru sundurlausar á köflum og undarlega lítið unnið með þetta góða leikaralið. En hún heldur athygli manns og er með því betra sem ég hef séð frá Sly á síðustu árum (meðtalinn Get Carter sem mér fannst ömurleg).

Ég mæli með henni sem góðri afþreyingarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn