Náðu í appið
Öllum leyfð

Reykjavík Guesthouse 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. mars 2002

Saga um vináttu þar sem hennar síst er von

78 MÍNÍslenska

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast... Lesa meira

Jóhann (Hilmar Snær Guðnason) er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur, sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur (Stefán Eiríksson), níu ára gamall nágranni hans, sem á undir högg að sækja frá jafnöldrum sínum og er búsettur hjá rótlausri ömmu sinni (Kristbjörg Kjeld). Á milli þeirra myndast sérstakt samband, þar sem þessar tvær einmana sálir tengjast vináttuböndum sem fátt virðist fá rofið. En á meðan Jóhann lætur sem umheimurinn sé ekki til, hallar undan fæti í rekstri gistihússins og brátt fer að bresta í stoðum þeirra tilveru sem hann hefur kostið sér.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn