Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hole 2001

(After the Hole)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. desember 2001

Desperate To Get In. Dying To Get Out.

102 MÍNEnska

Á þokukenndum morgni staulast Liz Dunn eftir veginum sem liggur að skólanum hennar og hrópar á hjálp. Sálfræðingur lögreglunnar er fenginn til að fá að vita hvað gerðist: Mánuði fyrr ákváðu þrír uppreisnargjarnir unglingar, þau Mike, Frankie og Geoff, að sleppa við skólaferðalag til Wales. Skólanjörðurinn Martin hjálpar til með því að leyfa þeim... Lesa meira

Á þokukenndum morgni staulast Liz Dunn eftir veginum sem liggur að skólanum hennar og hrópar á hjálp. Sálfræðingur lögreglunnar er fenginn til að fá að vita hvað gerðist: Mánuði fyrr ákváðu þrír uppreisnargjarnir unglingar, þau Mike, Frankie og Geoff, að sleppa við skólaferðalag til Wales. Skólanjörðurinn Martin hjálpar til með því að leyfa þeim að vera í gömlu neðanjarðarbyrgi úr stríðinu í þrjá daga með því skilyrði að vinkona hans Liz fái að vera með. Unglingarnir fara í byrgið, skemmta sér og hafa gaman en Martin kemur síðan ekki á tilsettum tíma til að hleypa þeim út, og þau vona nú og biðja að einhver finni þau ..... minna

Aðalleikarar

Thora Birch

Liz Dunn

Laurence Fox

Geoff Bingham

Embeth Davidtz

Dr. Philippa Horwood

Steven Waddington

DCS Tom Howard

Kelly Hunter

DI Chapman

Daniel Brocklebank

Martyn Taylor

Kenneth MacKenna

Minnie (as Gemma Powell)

Gemma Craven

Mrs. Dunn

Maria Pastel

Policewoman

Celia Montague

Solicitor

Kevin Trainor

Boy in School

Leikstjórn

Handrit


Ansi skemmtileg mynd um nokkur ungmenni sem felast í gömlu neðanjarðarbyrgi. Meira má eiginlega ekki segja án þess að skemma fyrir, en myndin er ansi skemmtileg og hinir ungu leikarar standa sig undantekningarlítið stórvel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The hole er bresk spennumynd um 4 ungmenni sem að fara í neðanjarðarbyrgi til að sleppa við skólaferðalag. Allt gengur eins og í sögu fyrstu 3 dagana en þegar þau uppgvöta að þau eru læst inni með engin tengsl við ummheimin fer nú heldur betur að síga á ógæfuhliðina. Myndin á það til að verða nokkuð óhugnanleg án þess samt að ná upp verulegri spennu. Hún er frumleg en líður fyrir það að hún er gerð fyrir lítin pening sem að gerir það að verkum að leikstjórinn treystir um og of á handritið sem er því miður gloppótt. Margt sem manni fannst ekki alveg ganga upp. Leikararnir standa sig ágætlega. Myndin fær 1 stjörnu fyrir frumlegheit, 1 stjörnu fyrir leik og 1/2 stjörnu fyrir á ná að framkalla gæsahúð nokkrum sinnum. Í stuttu máli sagt - hér er á ferðinni þokkalegasta spennumynd sem vert er að skoða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Hole er breskur spennutryllir sem segir frá nokkrum menntaskólakrökkum sem taka upp á því að fela sig í yfirgefnu neðanjarðar sprengjuvirki til þess að sleppa við leiðinlegt skólaferðalag. Upprunalega ætla þau aðeins að dvelja þar í þrjá daga en af dularfullum ástæðum lengist dvöl þeirra töluvert þegar þetta frí þeirra tekur ógeðfellda stefnu. Það er ekki rétt að kalla þetta hrollvekju eða hryllingsmynd því að þetta er miklu frekar spennutryllir - hér er enginn geðsjúkur eða yfirnáttúrlegur morðingi á hælum söguhetjanna. Það eru margir jákvæðir puntkar við myndina, þá helst að hún verður verulega óhugnaleg á köflum ásamt því sem að söguþráðurinn er ansi góður og trúverðugur. Megnið af leikurunum eru óþekktir nema Thora Birch sem lék í American Beauty. Þeir standa sig samt sem áður vel og skila sannfærandi frammistöðum. Hljóðrás og myndataka eru einnig með besta móti. Í stuttu máli er The Hole ógnvekjandi og áhugaverð kvikmynd. Ekkert meistaraverk svosem, en velkominn skammtur af frumleika á slöku kvikmyndaári. Þess má að lokum geta að ég mæli ekki með henni fyrir viðkvæma. Niðurstaðan er því þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd þegar ég skrapp til Skotlands síðasta vor. Hún var sýnd í mjög litlum sal, en það átti þó ekki að geta skemmt myndina. Myndinni var lýst sem einhverri skoskri unglinga-hryllingsmynd, sem átti að vera allt öðruvísi en öll Scream-I Know What You Did-þvælan. Ég fór þess vegna á þessa mynd með opnum huga í von um eitthvað nýtt og spennandi. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Um leið og myndin byrjaði vissi ég að hér var ekki allt eins og það ætti að vera. Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég hafi aldrei haldið puttunum á mér eins lengi í eyrunum og á The Hole. Myndin er að vissu leyti eins og Blair Witch 2, þ. e. a. s. ógeðslegu flash-bökkin sem komu alltaf í Blair Witch 2 eru bara tekin og lengd upp í 1 og hálfan tíma. Þetta er með þeim slakari myndum sem ég hef á ævinni séð. Hún gerir út á viðbjóðinn og ógeðið og ofbýður manni oftar en einu sinni og oftar en tvisvar! Ég er mikill aðdáandi hryllingsmynda, en ég bara hreinlega skil ekki afhverju þessi mynd lendir ekki beint á leigunum. Forðist þessa eins og heitan eldinn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.04.2015

Kærastan rís upp frá dauðum! - Fyrsta stikla

Hvað gerir maður þegar kærastan deyr, en rís upp frá dauðum og vill halda áfram þar sem frá var horfið? Þetta er viðfangsefnið í nýrri gamanhrollvekju eftir Joe Dante, Burying The Ex, þar sem Anton Yelchin, sem leikur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn