Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Good Advice 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. nóvember 2001

From fixing stocks to fixing hearts.

93 MÍNEnska

Ryan er kvennabósi og verðbréfasali en vafasöm viðskipti hans kosta hann starfið og starfsleyfið. Þegar hann fær ekki aðra vinnu þá neyðist hann til að flytja inn til kærustunnar, Cindy, en hún er ónærgætin ráðgjafa-dálkahöfundur, sem er um það bil að missa sjálf vinnuna vegna slakrar ráðgjafar og seinagangs. Þegar hún kemst að því að það hefur... Lesa meira

Ryan er kvennabósi og verðbréfasali en vafasöm viðskipti hans kosta hann starfið og starfsleyfið. Þegar hann fær ekki aðra vinnu þá neyðist hann til að flytja inn til kærustunnar, Cindy, en hún er ónærgætin ráðgjafa-dálkahöfundur, sem er um það bil að missa sjálf vinnuna vegna slakrar ráðgjafar og seinagangs. Þegar hún kemst að því að það hefur ekkert með ást að gera að hann flutti inn til hennar, þá stingur Cindy af með öðrum manni. Ryan ákveður að búa áfram í íbúðinni og vinna við að skrifa pistlana hennar sem Cindy. Hann nær fljótlega tökum á skrifunum og fólk fer að kunna betur að meta pistlana hennar “Cindy”. Ryan verður fljótlega ástfanginn af ritstjóranum, Page, en á erfitt með að tjá henni ást sína á meðan hann leikur tveimur skjöldum. Cindy fréttir síðan af því að pistlarnir hennar hafa slegið í gegn, og annað blað reynir að kaupa Cindy og dálkinn hennar. ... minna

Aðalleikarar


Frekar útreiknanleg kvikmynd um verðbréfamiðlarann Ryan Turner (Charlie Sheen) sem missir vinnuna eftir að hann tapaði nokkrum milljónum. Hann flytur inn til kærustunnar sinnar en þegar hún hefur fengið nóg af honum og flytur burt ákveður hann að taka við dálk sem hún hafði í littlu blaði. Þar svaraði hún bréfum fólks og var víst mjög léleg en þegar hann fer að svara fyrir hana þá verður dálkurinn mjög vinsæll og blaðið rokselst


Charlie er nátturulega fæddur til að leika karlrembu, monthana sem engin þolir, nema vinur hans lýtarlæknirinn Jon Lovitz, Jon er alltaf skemtilegur hvað sem hann gerir. Rosanna Arquette leikur eiginkonu lýtalæknisins og er nýbúin að fá nýan rass frá honum. Rosanna virðist alltaf leika sömu persónuna sama má segja um Denise Richards sem leikur kærustu Ryans.


Rómantíski hluti mydarinnar er um samband Ryans við Page (Angie Harmon) sem þolir hann ekki fyrst en, auðvitað, venst honum og þau verða svo ástfanginn af hvort öðru. Grín hluti myndarinnar er aðalega í höndum Estelle Harris(kerlingin sem lék mömmu Georges í Seinfeld). Hún leikur ritara Page. Hún er rík en vinur bara til gamans. Persónan var reyndar öll bein afritun af Karen úr Will & Grace


Myndin er mjög týpísk, það er endalaus rómantísk tónlist spiluð í bakgrunninum og handritið er endurunnið úr fjölmörgum öðrum grín/rómantískum myndum. En það er alltíalgi að horfa á myndina. Hún er fljót að líða og er frekar saklaus.

- www.sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nú ekki leiðinleg manni leiðist allavega ekki á meðan maður er að horfa á hana. Leikurinn hefur nú verið betri hjá þeim öllum nema kannski Denise Richards því hún er alltaf léleg nema þegar hún sýnir smá hold, ef hún gerir það ekki þá er viðbbjóður að horfa á hana. En það besta við þessa mynd er hvað það er létt yfir henni, hún er ekki að taka sig hátíðlega heldur er hún full af ágætum bröndurum sem gerir þessa mynd af tveggja stjörnu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst í raun ekki við miklu þegar ég fór á þessa mynd. Denise Richards hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér, en það er einmitt málið með hlutverk hennar í myndinni, sem betur fer. Ferill Charlie Sheen hefur ekki að geyma margar stórmyndir, en ljóst er að hér er á ferðinni ein af hans 10 bestu myndum. Þessi mynd gæti hjálpað honum að ná einhverri smá uppsveiflu, Þó að það nái varla hátt. Hvað um það, myndin kom mér nokkuð á óvart, og útkoman er þrælfín afþreying. Leikur Charlie Sheen er bara fínn. Myndin rennur ljúft og maður slappar ágætlega af yfir henni. S.s. engin vonbrigði hér á ferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ekki það besta sem ég hef séð með Charlie Sheen og Denise Richards er hreint ömurleg! Myndin byrjar illa en hún verður aðeins betri því meira sem líður á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er þegar fyrst er á litið svona typicall Hollywood formúlu mynd eða semsagt rómantísk gamanmynd. Hún fjallar um stórtækan buissness mann sem hefur allt en þarf síðan að halda út á heldur óvenjulega braut. Charlie sheen leikur buissness mannin og það bara alveg skítsæmilega. Denise Richards leikur eina af konunum hans og verð ég að sega að hún tekur sig mjög vel í hlutverki Tíkarinnar. (greinilega á heimavelli) Auk þess fellur leikur hennar í skugga fegurðar hennar eins og í flestum myndum með henni. Snillingurinn Lovits leikur vin Charlie sem hjálpar honum í gegnum ævintýrið með aðstoðar eiginkonu sinnar sem er ótrúlega vel skrifaður og skemmtilegur character. Síðan en lengst frá því að vera síst er eigandi blaðsins sem Denise vinnur hjá. Hún er gyðja í mannsmynd og ekki skemmir fyrir að hún leikur hlutverk sitt líka mjög vel. Good advice er besta svona formúlu Hollywood mynd sem ég hef slysast til að sjá í langan tíma. Hún er beitt, straight forward og ég er ekki frá því að hún sé hálf dramatísk á einstaka köflum en kímnin þó alltaf efst a baugi. Hún er að vísu ótrúlega fyrirsjáanleg og einföld. En skemmtilega sett upp og ótrúlega vel klippt. Slepjulega væmnin er til staðar en í algjöru lágmarki og bjóst ég við meiru þegar fór að líða undir lok. Ég verð að taka það fram að mér var boðið á þessa mynd og hefði örugglega aldrey annars séð hana en ég mæli eindregið með henni og þá sérstaklega fyrir ykkur þarna úti sem viljið sjá fyndna, einfalda, þægilega og áhorfandavæna mynd og líka fyrir ykkur hin sem eru búin að sjá allt annað í bíó þá held ég að þessi mynd bregðist engum sem fer ekki með of miklar væntingar inní sal. Tvær og hálf því hún kom mér svo ótrúlega á óvart...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn