Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Dirty Harry 1971

Fannst ekki á veitum á Íslandi

With his .44 Magnum, the most powerful handgun in the world, Dirty Harry wipes out crime to hell.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Árið er 1971 í San Francisco. Brjálæðingur gengurlaus sem þekktur er undir nafninu Scorpio. Hann skýtur niður saklaus fórnarlömb sín og skilur síðan eftir miða með lausnargjaldskröfu á vettvangi glæpsins. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Callahan, þekktur undir nafninu Dirty Harry vegna þess hvernig hann tekur á morðmálum, er fenginn til að vinna að... Lesa meira

Árið er 1971 í San Francisco. Brjálæðingur gengurlaus sem þekktur er undir nafninu Scorpio. Hann skýtur niður saklaus fórnarlömb sín og skilur síðan eftir miða með lausnargjaldskröfu á vettvangi glæpsins. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Callahan, þekktur undir nafninu Dirty Harry vegna þess hvernig hann tekur á morðmálum, er fenginn til að vinna að málinu ásamt nýjasta félaga sínum Chico Gonzales. Þeir eiga að elta Scorpio og stöðva hann. Með niðurlægingarleikjum og kattar- og músar leikjum, þá reynir Scorpio á þolrif Callahan og aðferðir. ... minna

Aðalleikarar


Dirty Harry

Kvikmyndin Dirty Harry fjallar um eina harðskeyttustu löggu kvikmyndasögurnar. Nafn hans er Harry Callahan og hann er kallaður Dirty Harry.

Af hverju er hann kallaður Dirty Harry? Er það út af því að hann fær sóðalegustu verkin eða því að hann er harðastur? Ég myndi svara báðu játandi.


Dirty Harry er leikinn af mínum uppáhalds leikara Clint Easwood og er þetta ein af hans klassísku myndum. Ég held að allir kvikmyndaáhugamenn hafa í það minnsta heyrt um myndina Dirty Harry. Myndin er frá árinu 1975 en þá kom einmitt út önnur mynd um harðskeytta löggu, sú mynd er French Connection, en nóg um það.


Þessi mynd hefur mikið skemtanargildi og innheldur svöl atriði, húmor og spennu.

Persónan Dirty Harry er svöl og fyndin.


Söguþráður myndarinnar er ekki flókinn en hljómar svo: Það er brjáluð leyniskytta sem skaut konu af háu húsþaki og hótar að drepa fleiri. Morðingjan leikur Andy Robinson og stendur hann sig með príði.

Dirty Harry gerir allt, gjörsamlega allt sem hann getur til að stoppa þennan brjálaða morðingja og snýst myndin um eltingaleik Harry og Andy.


Leykstjóri myndarinnar er Don Siegel en hann og Sergi Leone eru þeir leikstjórar sem unnu mest með Clintinum Eastwood. Leykstjórnin er fín í þessari mynd en kvikmyndatakan er frekar skrítinn og fór stundum í taugarnar á mér. Svo er það tónlistin en hún er stærsti galli myndarinnar, svona Disco tónlist en mér hefur aldrei fundist sú tegund að tónlist passa inn í kvikmynd nema það væri japönsk klámmynd.


Útkoman er þrjár og hálf stjarna fyrir það helst að vera frábær skemmtun.

Verð að koma með svölustu ræðu allra tíma sem Dirty fer með.


I know what you're thinking. Did he fire six shots or only five? Well, to tell you the truth, in all this excitement, I've kinda lost track myself. But being as this is a .44 Magnum, the most powerful handgun in the world, and would blow your head clean off, you've got to ask yourself one question: Do I feel lucky? Well, do ya punk.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Örugglega besta löggumynd sem gerð hefur verið. Clinturinn hefur verið minn maður í mörg ár svo ég er kanski ekki alveg hlutlaus en shit hvað maðurinn er svalur. Setningarnar eru alveg magnaðar, leikurinn er góður hjá Clint Eastwood og Andrew Robinson og leikstjórnin var frábær hjá Don Siegel. En kvikmyndatakan er dálítið skrítin og öðruvísi en samt flott.

Morðinginn Scorpio(Andrew Robinson) ógnar öryggi San Fransisco

þegar hann drepur konu og ætlar sér að drepa fleiri. Harry Callahan(Clint Eastwood) reynir að hafa uppi á honum og lætur ekkert stöðva sig.

Dirty Harry er óhemjugóð mynd sem á sér enga líka. Nema að sjálfsögðu 4 framhaldsmyndir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta löggumynd allra tíma, jafnvel sú besta, segir frá harðjaxlaninum Harry Callahan sem er í morðdeild lögreglunnar í San Francisco og eltingaleik hans við geðveikan morðingja(snilldarvel leikinn af Andrew Robinson). Harry vílar ekki fyrir sér að brjóta lög og reglur til að ná sínum manni enda helgar tilgangurinn meðölin hjá honum. Þetta er ein besta mynd Clints og einnig Don Siegels þar sem allt leggst á eitt um að gera þetta frábæra mynd. Karakterinn Dirty Harry setti standardinnh í arðjaxlalöggum sem miðað er við. 4 framhöld voru gerð af henni og ótal eftirlíkingar og enn er vitnað í þessa stöku snilld. Ómissandi fyrir kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

21.05.2018

The Exorcist og A Clockwork Orange hönnuður látinn

Bill Gold, hönnuður margra af frægustu plakötum kvikmyndasögunnar, er látinn, 97 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir plaköt sín fyrir kvikmyndirnar Casablanca, The Exorcist, A Clockwork Orange, Deliverance, Alien, Dirty Harry og A Streetca...

15.08.2017

Kvikmyndaleikarinn Elvis Presley

Fjörutíu ár eru liðin frá því að konungur rokksins, Elvis Presley, lést á heimili sínu í Graceland í borginni Memphis í Tennessee þann 16. ágúst árið 1977. Arfleifð Elvis í tónlistarheiminum er óumdeild en kvikmyndaferill...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn