Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Escape from Alcatraz 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

No one has ever escaped from Alcatraz... And no one ever will!

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Hópur fanga reynir djarfa flóttatilraun frá hinu alræmda Alcatraz fangelsi, sem engum hefur tekist að sleppa úr áður. Byggt á sannri sögu.

Aðalleikarar

Clint Eastwood

Frank Morris

Jack Thibeau

Clarence Anglin

Fred Ward

John Anglin

Larry Hankin

Charley Butts

Hank Brandt

Associate Warden

Blair Burrows

Fight Guard

Simon Kinberg

Zimmerman

Matthew Locricchio

Exam Guard #1

Bob Balhatchet

Medical Technical Assistant

Leikstjórn

Handrit

Hvernig ætli að þessi mynd endar?
Ég get ímyndað mér að þegar samræður eru milli manna um bestu fangelsismyndirnar að þá er The Shawshank Redemption algengt nafn sem kemur upp. Stephen King skrifaði söguna Rita Hayworth & The Shawshank Redemption og byggði hann á minningum hans af eldri fangelsismyndum úr æsku sinni. Það er mjög augljóst að King hafi tekið mikið úr Alcatraz og sett það í söguna sína, en ég meina það ekki endilega sem slæman hlut.

Nýlegar fangelsismyndir, t.d The Escapist frá 2008 eru yfirleitt ónauðsynlega flóknar og sálfræðilegar. Svo mikið að öll spennan ferst í ringulreiðinni, en skortur á þessu er styrkleikinn hjá Alcatraz. Stóru klisjurnar eins og illi fangelsisstjórinn vs. góði fanginn og sadísku fangelsisverðirnir sem pynda fangana eru til staðar en á mun jarðbundnari hátt. Það er útaf þessu sterka raunsæi að öll spennan svínvirkar eins og myndin ætlar sér.

Eastwood spilar á alla sína bestu leikhæfileika, þá aðallega að vera rólegur, svalur og tala lágt, bara í þetta sinn er hann bráðsnjall flóttamaður og það kemur til skila án þess að Eastwood þurfi að segja eitt einasta orð. Aukaleikararnir eru allir á svipuðu plani, þá sérstaklega Patrick McGoohan sem ekkert sérstaklega skemmtilegur fangelsisstjóri.

Það var mjög hressandi að sjá "no bullshit, straight forward" flóttakvikmynd eins og Alcatraz. Titillinn virðist vera eitthvað sem gæti skemmt fyrir áhorfendum, en það sem gerir myndina áhugaverða er hvernig þessi sannsögulegi flótti átti sér stað. Það er ekkert narration til staðar, enginn karakter fær skýra baksögu nema örfáar aukapersónur og aðalpersónan leikin af Eastwood er alger raðgáta út alla myndina. Það var raunsæið sem greip mig, hrái tökustíllinn og hvernig sagan spilaði á eftirvæntingar mínar sem fékk mig til að dýrka þessa mynd.

Einföld saga, setur sér fá markmið, laus við allan tilgerðarleika og alltaf áhugaverð. Myndin virkar líklega betur á nútíma bíótjaldi en hún gerði fyrir meira en 30 árum síðan og sem fangelsismynd þá má kalla þessa klassík alla leið.

9/10
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn