Náðu í appið
Öllum leyfð

K-PAX 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. janúar 2002

Change the way you look at the world.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Prot er sjúklingur á geðspítala sem segist vera frá fjarlægri reikistjörnu. Geðlæknir hans reynir að hjálpa honum, en fer síðan sjálfur að efast um eigin útskýringar.

Aðalleikarar


Kevin Spacey er góður og skemmtilegur leikari sem að aldrei klikkar og kemur flottur út í þessari mynd sem geimvera frá plánetuni K-Pax. Leggst inn á hæli og fer í meðferð hjá Jeff Bridges sem að leikur sálara. Þar kemur hann öllum á óvart með skringilegheitum og furðuhressum anda sem að virðist bara vera hægt að ná fram hjá Spacey í svona gæða ræmu. Maðurinn er hreint ótrúlegur og gerir vel það sem honum er sagt að gera og gott betur en það. Eins og til dæmis að bíta í banana með hýðinu og öllu og tyggja hann nokkrum sinnum og njóta þess í botn. Ekki er handritið nein snilld, en þar kemur á móti magnaður leikur og ansi sterk leikstjórn sem að gerir þetta að fallegri og skemmtilegri mynd. Þar að auki er minnst á Ísland í myndinni; þegar að Spacey hverfur sporlaust í nokkra daga og kemur svo aftur, þá segist hann hafa skroppið til Íslands til að slappa af. Mæli eindregið með þessari og hika ekki við það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja það að þessi mynd kom mér talsvert á óvart. Ég bjóst við einhverju þvílíku geimverudrama...það var greinilega ekki.

Myndin var mjög góð og skemmtilegar pælingar í henni og hún endaði líka mjög vel.

Ég hef ekkert að segja til að setja út á hana nema að það voru holur hér og þar sem væri hægt að fylla.

annars mjög góð mynd og mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreinlega einstök perla í kvikmyndasögunni. Algjölrlega un-Hollywood með frábærann söguþráð. Með stórkostlega leikara. Og er líka með ótrúlegann trúverðugleika í sér. Ian Softley er snillingur. K-Pax er ein besta mynd í sínum flokki. Ég mæli með henni fyrir öllum sem geta horft á eitthvað annað en drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin Spacey leikur hér geimveruna Prot sem kemur til jarðar frá plánetunni K-pax. Hann er umsvifalaust lagður inn á geðsjúkrahús og talar þar við lækninn Mark(Jeff Bridges). Ýmsar rannsóknir eru gerðar á Prot og að lokum fer Mark að trúa því að Prot sé í raun geimvera. Að mínu mati er þetta ekki nógu góð mynd. Áhugaverð reyndar og Jeff Bridges er skemmtilegur að vanda en myndin er alltof róleg og boðskapurinn er frekar óljós ef einhver er á annað borð. Myndin er ekki alslæm en ég get ekki sagt að ég hafi verið yfir mig hrifinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar í stuttu máli um geðlækni sem fær til meðferðar náunga sem kallar sig Prot og segist vera frá plánetu sem heitir K-PAX. Í fyrstu líta læknirinn og annað fólk á geðspítalanum á Prot sem hvern annan geðsjúkling en áður en langt um líður kemur í ljós að það er eitthvað sérstakt við hann. Jeff Bridges leikir geðlækninn og skilar hreint ágætri frammistöðu en senuþjófurinn er hinn frábæri leikari Kevin Spacey sem Prot. Ég hef dálítið blendnar tilfinningar gagnvart þessari mynd, hún er vissulega góð afþreying og inniheldur marga góða punkta en jafnframt því hefur hún holur í söguþræðinum sem er erfitt er að líta framhjá þegar til baka er horft. Það má deila um hversu stórar þessar holur eru, en þær fóru ekki mikið í taugarnar á mér fyrr en ég fór að hugsa út í þær eftir að hafa séð myndina og eyðilögðu því upplifunina ekki. Þegar öllu er á botninn hvolf vega kostir K-PAX upp galla hennar og er hún því vel þess virði að sjá. Hún er vel leikin, myndataka og tónlist eru fyrsta flokks ásamt því sem söguþráðurinn er ansi góður þegar hann nær sér á flug.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2020

Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og annarra þekktra úr skemmtanaiðnað...

02.06.2001

Nýjasta mynd Kevin Spacey

Kevin Spacey ( The Usual Suspects , Pay it forward ) er nú að leika í nýrri mynd sem nefnist K-Pax og er Universal að treysta á hana sem haustsmellinn sinn í ár. Myndin, sem leikstýrt verður af Iain Softley, fjallar um mann sem heit...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn