Flashdance
Öllum leyfð
RómantískDramaTónlistarmynd

Flashdance 1983

Something happens when she hears the music...it's her freedom. It's her fire. It's her life.

6.2 44091 atkv.Rotten tomatoes einkunn 35% Critics 6/10
95 MÍN

Alex Owens er algjör orkubolti. Hún vinnur í stálverksmiðju á daginn, en starfar við nektardans á kvöldin. Draumur hennar er að komast í alvöru dansskóla, og með stuðningi yfirmanns hennar og kærasta, þá gæti það tekist.

Aðalleikarar

Jennifer Beals

Alex Owens

Michael Nouri

Nick Hurley

Sunny Johnson

Jeanie Szabo

Cynthia Rhodes

Tina Tech

Lee Ving

Johnny C.

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Flashdance er ein af þessum dansmyndum sem voru svo vinsælar í byrjun 9. áratugarins. Ég man að ég sá þessa mynd í bíó sem unglingur, og fannst hún þá æði. Síðan sá ég hana á Sítt-að-aftan-helginni sem Filmundur stóð yfir sumarið 2001, og fannst hún fölna eilítið þá, þó ekkert svo afskaplega mikið.

Þetta er jú alveg stórskemmtileg eighties-mynd með ágætri tónlist Giorgio Moroder. Söguþráðurinn er kannski hálf óraunsær: Unglingsstúlkan Alex Owens vinnur við logsuðu (!) en vinnur einnig aukavinnu sem hálfgerður súludansari (án súlu þó) á sóðalegri knæpu. Hún á sér þann draum að verða ballettdansmær, en er þó orðin 18 ára og hefur aldrei lært dans. Svo á hún í hálfótrúverðugu ástarsambandi við yfirmann sinn. Hmmm.

En það sem gerir þessa mynd skemmtilega er tónlistin og dansarnir, sem eru, þrátt fyrir að vera hálfhallærislegir, þrælsvalir. Sérstaklega dansinn síðast í myndinni.

Jennifer Beals stóð sig bara nokkuð bærilega í þessari mynd. Hvar er hún nú???
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn