Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Count of Monte Cristo 2002

Frumsýnd: 22. febrúar 2002

Prepare for adventure. Count on revenge.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Myndin segir frá sjómanninum Edmund Dantes sem svikinn er illilega af vinum sínum. Þeir koma málum þannig fyrir að Edmund er kærður fyrir landráð og þarf hann í framhaldi af því að dúsa 13 ár í fangelsi. Þegar Edmund hefur afplánað dóminn er honum hefnd efst í huga og eitt er víst: Hann hefur haft nægan tíma til þess að skipuleggja hana.

Aðalleikarar

Jim Caviezel

Edmond Dantes

Guy Pearce

Fernand Mondego

Richard Harris

Abbé Faria

James Frain

J.F. Villefort

Dagmara Domińczyk

Mercedès Iguanada

Michael Wincott

Armand Dorleac

JB Blanc

Luigi Vampa

Henry Cavill

Albert Mondego

Helen McCrory

Valentina Villefort

Albie Woodington

Philippe Danglars

Leikstjórn

Handrit


Ég kem að þessari mynd þannig að ég hef ekki lesið bókina. Mér fannst hún vera þónokkuð skemmtileg og var í rauninni ekki að spá í neinu öðru þegar að ég horfði á þetta, fínasta skemmtun og skemmtileg saga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni stórskemmtileg ævintýramynd þar sem spenna, ást, undirferli, svik og prettir og allt annað sem góða slíka mynd má prýða er að finna í vænum skömmtum. Guy Pearce fer gjörsamlega á kostum sem illmennið í myndinni og er sífellt að sanna sig sem einstaklega skemmtilegur leikari. Aðrir leikarar standa sig einnig með prýði, og er sérstaklega skemmtilegt að sjá Luiz Guzman í myndinni því að þar er snillingur á ferð. Annars er myndin verulega þétt, engu er ofaukið og hvert atriði er rökrétt framhald af því fyrra. Hún rennur ljúflega og hratt í gegn og vel er haldið á spöðunum. Vel má mæla með þessari mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af góðum, gamaldags ævintýramyndum eins og sjaldan eru gerðar í dag. Stórfín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd alls ekki slæm en hún hefur verið að fá frekar slappa dóma hjá gagnrýnendum. Leikur James Caviezel er reyndar enginn til að hrópa húrra yfir en Guy Pearce og Richard Harris eru fínir í sínum hlutverkum. Í byrjun myndar eru Fernand Mondego (Guy Pearce) og Edmond Dantes (James) mjög góðir vinir en sú vinátta varir ekki lengi því Fernand sér til þess að Edmond fari í ævilangt þrælahald því hann sýndi honum ekki eitthvað bréf. Edmond er pyntaður til óbóta þar sem hann er þræll en hann kynnist gömlum presti sem heitir Abbé Faria (Richard Harris). Þeir verða mjög góðir vinir og Abbé kennir Edmond að berjast og skylmast. Dag einn þegar dauðinn blasir við Abbé segir hann Edmond frá fjársjóðskorti sem liggur að fjársjóðnum af Monte Cristo. Edmond finnur þá líka góða leið til að strjúka en það sem hann þráir þá heitast af öllu er að hefna sín á Fernand!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

MORÐ, SPILLING, SVIK, GRÆÐGI, ÁST og HEFND hafa verið um margra áratugaskeið drifkraftur flestra Bandarískra kvikmynda, en oftar en ekki hafa tilraunir kvikmyndaframleiðanda til þess að toga inn áhorfendur ekki virkað nægilega vel eða bara einfaldlega fallið. Þessi mynd um greifan af Monte Cristo virðist hafa staðist mínar kröfur um afþreyjingu og skemmtun. Hún er vel upp byggð, vel skrifuð og leikstýringinn nær að skila kröftugu sjónarspili búninga, umhverfis og leiks. Myndinn náði góðu flugi sem heldur sig út mestmegnis af myndinni en byrjar að falla þegar að endalokunum kemur, en þá fellur myndinn niður í dramatíska Hollywood gryfju sem svo margar aðrar góðar myndir gera. En, engu síður, var ég nokkuð ánægður með hana og sé ekki eftir dýrmætum aurum erfiðs vinnudags í hana.

Handritið var flott; vel skrifað, ekki vikið mjög langt frá bókinni og skemmtilega uppbyggt.

Ég get ekki kvartað undan leiknum heldur.. allaveganna ekki mjög mikið. Guy Pierce var með eindæmum góður í hlutverki sínu, þótt leikurinn hafi skiljanlega ekki verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Hann skilar sínu hlutverki vel af sér þrátt fyrir staka ofleik en hann nær samt aldrei að blómstra sem vondi kallinn í myndinni. James Caviszel er allt í lagi, ekki vondur, alls ekki slæmur, en skortir reynslu. Hann má eiga það. En samt, karakterinn hans, Dante, kemur mjög grunnur út í byrjun á myndinni og látinn vera svoldið sljór. En, aftur á móti, breytist hann aðeins með myndinni og nær að virkja heilann á meðan dvölinni í D´if á stendur. Dagmara Domincyk virðist vera að sækja veðrið í glamúrborginni og ná alltaf í bitastæðari hlutverk með hverri mynd sem hún leikur í. Hún er svona eins og Cameron Diaz, byrjar í einni mynd og verður betri og trúverðugri með hverri mynd eftir það. Óopnuð rós í hafsjó túlipana.

Ég mæli með myndinni við hvern þann sem hefur gaman af ævintýrum, svikum og spennu. Jafnvel þótt að þetta sé engan veginn plott mynd í líkingu við The Game eða Fight Club má vel sjá af 800 krónum í hana. Semsagt, ágætis ævintýra mynd með sæmilegri framvindu og nice spennu. Nú er bara að brjóta upp sparibaukinn hjá litla bróður (eða systur..) og skella sér í bíó til að mynda eigið álit á The Count Of Monte Cristo.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.11.2013

Nýtt hrollvekjandi hreyfiplakat

Nýtt hreyfiplakat er komið fyrir hrollvekjuna Paranormal Activity: The Marked Ones, sem væntanleg er í bíó eftir áramót. Myndin er hliðarspor frá hinni lífseigu Paranormal Activity seríu, og segir frá Jesse sem er merktur / stimplaður af dularfullum tö...

24.05.2013

Keep Calm and Carrie On - Hreyfiplakat

Nú er orðið nokkuð algengt að gerð séu hreyfiplaköt fyrir nýjar bíómyndir. Ekki er langt síðan við sýndum hér á síðunni hreyfiplakat fyrir nýju Hunger Games myndina, The Hunger Games: Catching Fire, þar sem el...

20.03.2013

Hreyfiplakat fyrir Jurassic Park 3D

Þrívíddarútgáfa af hinni goðsagnakenndu risaeðlumynd Júragarðinum verður frumsýnd 5. apríl nk. í Bandaríkjunum og 14. júní hér á landi. Universal Pictures hefur látið útbúa nýtt hreyfiplakat fyrir myndina,...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn