Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The New Guy 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. júlí 2002

A zero will rise / Popularity isn't a contest... It's a War!

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Dizzy Harrison er ekki sá vinsælasti í skólanum. Hann er nörd og gengur í gegnum ömurlegt lokakár. Í tilraun til að breyta um ímynd þá lætur hann reka sig úr miðskólanum, lærir hvernig á að vera svalur af fanga, og skráir sig svo í nýjan skóla undir dulnefninu Gil Harris, og fljótlega eignast hann vini bæði í hópi nörda og fótboltatöffara. Aðal klappstýran... Lesa meira

Dizzy Harrison er ekki sá vinsælasti í skólanum. Hann er nörd og gengur í gegnum ömurlegt lokakár. Í tilraun til að breyta um ímynd þá lætur hann reka sig úr miðskólanum, lærir hvernig á að vera svalur af fanga, og skráir sig svo í nýjan skóla undir dulnefninu Gil Harris, og fljótlega eignast hann vini bæði í hópi nörda og fótboltatöffara. Aðal klappstýran Danielle, fer að gefa honum auga, og hann hjálpar svo fótboltaliðinu að fá nægt sjálfstraust til að vinna leiki. En ýmislegt breytist síðan þegar grautfúll kærasti Danielle fer að rannsaka bakgrunn "Gil Harris".... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég sé svo eftir að hafa horft á þennan klisju viðbjóð í sjónvarpinu.Handritið er HRÆÐILEGT,sömuleiðis leikstjórnin,leikurinn og allt.Bara hálfvitaleg rusl mynd.Ef þið viljið sjá unglinga mynd forðist þá þennan horbjóð og horfið frekar á American pie og framhaldið.Söguþráðurinn er svona:Nörd og plebbinn er ljótur og óvinsæll,hann fer í fangelsi að einhverji óskiljanlegri ástæðu og fer í nýjan skóla og þykist vera einhver annar og verður rosa vinsæll.Hann verður skotinn í vinsælu klzppstýruinni sem Eliza Dushko leikur mjög illa en hún er með óþolandi og vonda fótbólta stráknum sem hatar nýja strákinn og svo endar þetta allt vel og það má búast við ROSA ROSA ROSAMIKLILLI KLISJU OG VÆMNI.Þetta er hræðileg kvikmynd,svo illa gerð og leikin.Aldrei sjá þenna helv.. viðbjóð og myndir sem eru líkar þessari sem eru því miður alltof margar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg mynd. Ekkert klassaefni sem maður er að sjá en ég hafði mjög gaman af henni og mér finnst hugmyndin að söguþráðnum frekar frumleg. Gott að skella henni í tækið þegar manni leiðist :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór um daginn hingað á kvikmyndir.is og ætlaði að gá hvað fólki fyndist um The New Guy. Hmm.. svo var það þannig að allir eru kvartandi yfir þessari mynd, hvað hún er ófyndin, ófrumleg o.s.fr. Ég tók myndina á spólu samt sem áður og varð ekkert fyrir vonbrigðum. Mér fannst hún vera bæði fyndin og skemmtileg. Kannski er enginn roslaga mikill söguþráður en samt fannst mér hún góð.

Ég er nú ekki að segja að ég hef góðann kvikmyndasmekk en ég verð allavega að segja það sem mér finnst. Þessi mynd er fyndin fyrir aldurshópinn 14-19 ára og mæli ég með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The New guy er ein súrasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. DJ qualls er eitthvað ljótasta kvikindi sem sést hefur og ég vona að hann leiki ekki meira. Myndin er illa gerð, illa leikinn og alls ekki fyndinn. Verið frekar heima heldur enn að horfa á þetta drasl !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að þetta sé barasta ein allra lakasta háskóla nörda mynd sem að ég hef séð fáir góðir punktar, þó svo að þeir leynist með svona einn og einn en alls ekki nægilega margir til þess að halda henni á floti.

Þó svo að ég láti það yfirleitt aldrei á mig fá þá var myndin eiginlega of vitlaus og ef það væri ekki fyrir dverginn og Eddie Griffin þá fengi myndin líklega enga stjörnu frá mér.

Þetta er mynd sem er ekki þess virði að eyða orku í að sjá og alls ekki 800 krónum í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn