Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Postman 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. mars 1998

It is 2013. War has crippled the Earth. Technology has been erased. Our only hope is an unlikely hero.

177 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 12% Critics
The Movies database einkunn 29
/100
Tilnefnd árið 2000 til Razzie verðlauna sem versta mynd áratugarins. Kevin Costner og Myndin sjálf fengu ein af 5 Razzie verðlaunum myndarinnar árið 1998.

Myndin gerist árið 2013 og mannkynið hefur næstum því útrýmt sjálfu sér. Eftir stríð sem eyddi ríkisstjórninni og nær öllum íbúum Bandaríkjanna, og hugsanlega öllum íbúum Jarðarinnar, þá reynir fólk eins og það getur að afla sér matar og verjast vopnuðum hópum misyndismanna sem vaða uppi með gripdeildum og ofbeldi. Einn slíkur hópur kallast Holnistar.... Lesa meira

Myndin gerist árið 2013 og mannkynið hefur næstum því útrýmt sjálfu sér. Eftir stríð sem eyddi ríkisstjórninni og nær öllum íbúum Bandaríkjanna, og hugsanlega öllum íbúum Jarðarinnar, þá reynir fólk eins og það getur að afla sér matar og verjast vopnuðum hópum misyndismanna sem vaða uppi með gripdeildum og ofbeldi. Einn slíkur hópur kallast Holnistar. Þessi hópur er stærri en aðrir og leiðtogi þeirra er Betlehem liðsforingi, en hann hefur sett sér það markmið að stjórna landinu. Hópurinn tekur flæking til fanga, og neyðir hann til að verða hluti af hópnum. Hann strýkur frá hópnum við fyrsta tækifæri og stekkur upp í jeppa með beinagrind í. Beinagrindin er klædd í búning póstburðarmanns og flækingurinn fer í búninginn til að hlýja sér. Hann finnur einnig póstburðarpoka og byrjar að bera gömul bréf út til fólks. Vonin sem hann sér í augum fólksins þegar hann kemur með bréfin breytir áætlunum hans og hann ákveður að hann verði að hjálpa til við að ráða niðurlögum Holnistanna.... minna

Aðalleikarar


Ég verð bara að segja að þetta er leiðinlegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann horft á. Þessi söguþráður er gjörsamlega óendanlega vitlaus og hefur engan tilgang. Lokatriðið í myndini er svo það allra leiðinlegasta og væmnasta sem hugsast getur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er í eigu Keven Costner alveg frá a-z. Hann hefur væntanlega ákveðið að gera þessa til að sýna framá að hann geti alveg gert framtíðarmynd sem hefur dökka framtíð. Eftir klúðrið með Waterworld(sem mér fannst nú bara nokkuð góð).


Þessi mynd segir frá því þegar Ameríka er lög í eyði eftir styrjöld. Costner leikur Póstmann sem ferðast um USA(eða það sem er eftir af henni) með póstinn. Hann lendir í því að þurfa verja lítinn bæ fyrir árásum ræningja. Hann reyndir að kenna þeim hvernig þeir eiga verja sig og vera sjálfstæðir. Þetta er e-ð óttalega klisjukennt allt saman og virkar ekki, allavega ekki í 170 mín.


Costner dettur í sömu grifju þarna og í Waterworld, myndinn verður of fjölskilduvæn og væminn, attburðarásin er ekki nógu hröð og því myndast stórar pásur í myndinni sem ekkert skeður og myndinn verður mjög langdreiginn, 170 mín(sem er langur tími) líður eins og heill dagur. Sagan í sjálfum sér er ekkert svo vitlaus. Ástaralar gátu gert svona mynd fyrir engan pening(Mad Max), svo að maður ætti nú að geta ætlað að maður sem á nóg af peningum og óskar gæti nú gert e-ð úr þessari hugmynd. En hann grefur bara stóra holu sem hann kemst ekki uppúr. Myndinn líður fyrir það að hún er of löng. Handritið er ekkert glatað, en of langt, leikurinn ekkert svo slappur, en enn og aftur, myndinn er svo löng að maður verður þreittur á persónunum.


Þetta er ágetis mýnd á leiðinlegu rigningarkvöld, en ekkert meistarverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ARRRRG! Takið nálina af mér!

Eina tilvikið sem ég myndi horfa aftur á þessa mynd væri ef það væri vatnslaust og ég gæti ekki þvegið á mér hárið - já eða ef það væri rafmagnslaust ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá bjóst ég við einhverjum viðbjóði því að gagnrýnendur höfðu rakkað þessa mynd svo niður,

en útkoman var hin ágætasta skemmtun.

Ég hef alltaf haft gaman af svona bullmyndum eins og mad max, Waterworld og fleirum.

Ágætis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sorp af verstu gerð, þó má líta á þetta sem ágætis gamanmynd ef í það fer. A.m.k. hló ég dátt allan tímann sem ræman var á skjánum. Það eina sem er einhvers virði í ræmunni er Will Patton, sem stendur sig þokkalega að vanda, en hlutverkið er svo frámunalega illa skrifað og aumkunarvert að það dugar ekki til að klóra myndina upp úr núllinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2001

Town and Country orðin stærsta floppið

Samkvæmt heimildum bæði Internet Movie Database og FoxNews er nýjasta mynd Warren Beatty orðin stærsta flopp kvikmyndasögunnar og tók þar með yfir The Postman sem var hugarfóstur Kevin Costner. Nú er myndin búin að vera...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn