Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

RoboCop 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Part man. Part machine. All cop. The future of law enforcement.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir klippingu og hljóð. Tilnefnd til BAFTA fyrir tæknibrellur og förðun.

Í Detroit borg framtíðarinnar eru glæpir allsráðandi, og borginni er stjórnað af risafyrirtæki. Fyrirtækið hefur þróað risastórt vélmenni til að berjast gegn glæpunum, en vélmennið reynist vera gallað. Fyrirtækið sér möguleika í því að koma sér í mjúkinn hjá almenningi á ný þegar ákveðið er að endurbyggja lögreglumanninn Alex Murphy, sem... Lesa meira

Í Detroit borg framtíðarinnar eru glæpir allsráðandi, og borginni er stjórnað af risafyrirtæki. Fyrirtækið hefur þróað risastórt vélmenni til að berjast gegn glæpunum, en vélmennið reynist vera gallað. Fyrirtækið sér möguleika í því að koma sér í mjúkinn hjá almenningi á ný þegar ákveðið er að endurbyggja lögreglumanninn Alex Murphy, sem er drepinn af glæpagengi. Murphy verður hálfur maður og hálfur vélmenni, en smíðuð er vél utanum það sem eftir er af líkama og heila Murphy, og fær nafnið RoboCop. RoboCop reynist mjög góður í að berjast við glæpagengi borgarinnar, og fljótlega heyrir ofurþorparinn Boddicker af honum, og vill koma honum fyrir kattarnef. ... minna

Aðalleikarar

RoboCop
Fyrsta myndin sem ég sé í Blueray gæðum, og ég varð ekki fyrir vobrigðum, þetta er klárlega eitthvað sem á eftir að finna sér sess í tækjum landsmanna. Hvað myndina varðar þá var stop motion animation stundum soldið höktandi. En skemmtanagildið var mikið og skemmtilegar pælingar um spillingu og baráttu góðs og ills. Ég hélt ég væri að fara að sjá eitthverja Last Action Hero PG-13, þar skjátlaðist mér, mjög hrottaleg R mynd hér á ferð. Bæði hefur sína kosti en ég er oftast hrifnari af R myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vinsældir Robocop eru nokkuð sem aldrei hafa náð til mín. Persónulega finnst mér þessi mynd vera þunn, illa skrifuð og hálf leiðinleg bara. Hún fer ágætlega af stað og lofar manni þéttum trylli en síðan þynnist hún alltaf meira og meira og síðan er eins og hún endi ekki á réttu augnabliki, þegar kreditlistinn byrjar að rúlla þá er eins og það vanti einhverjar mínútur í viðbót. En kannski er það bara ég, ég veit það ekki. Peter Weller leikur aðalhlutverkið og hann er eini leikarinn í myndinni sem er að gera eitthvað af viti, án hans hefði þessi mynd verið verri. Eitthvað jákvætt er þó við þessa mynd, grunnhugmyndin er sniðug og höfðar til mín, hasarinn er meiriháttar og eins og áður sagði þá er Weller mjög góður. Robocop er horfanleg sem hasarmynd en samt frekar slöpp og illa skrifuð sérstaklega seinni partinn. Í heildina er minn dómur ein og hálf stjarna fyrir góða umgjörð þó að það bæti ekki upp fyrir þetta pappírsþunna handrit. Samt sem áður er þetta skásta myndin í seríunni....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Robocop er klassísk, director´s cut gerði hana að hreinni snilld þar sem tilgangslaust ofbeldi fer í hámark. Það er ekkert fyndnara en að sjá fólk skotið í klessu og búta, maður finnur fyrir viðbjóðstilfinningu en á sama tíma spennu og húmor. Fyrir kvikmynd frá 1987 (það heilaga ár fæðingu minnar) þá er hún fáranlega vel gerð. Robocop er roslega vel gerður, sama með ED-209 þó alls ekki eins vel og hægt er í dag. Paul Verhoeven er snillingur þegar það kemur að ofbeldi og brellum, brúðurnar sem hann útvegar eru mjög góðar. Ég ætla ekki að segja neitt meira, Robocop er klassísk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd. Hún fjallar um lögregluþjóninn Murphy sem að lendir í því að vera drepinn á fyrsta deginum sínum sem lögga frá því að hann var fluttur frá annarri lögreglustöð. En svo er hann tekinn á vísindastofu þar sem hann er settur saman, bara núna er hann Robocop, hættulegasta löggan á svæðinu. Og nú leitar hann hefnda á fólkinu sem drap hann. Robocop hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf: Mjög góðan söguþráð, spennan mikil allan tímann, búningahönnun frábær(sérstaklega á Robocop, náttúrulega), tæknibrellurnar mjög flottar miðað við þetta ár(1987)(flott hvernig þeir gera hreyfingarnar á vélmenninu Ed-209), athyglisverðar persónur og húmorinn alveg ágætur. Mynd sem ég mæli með að þið sjáið ef þið eruð ekki búin að sjá hana, en forðist framhöldin þau eru hræðileg.

P.S. Ég mæli með því að ef þið eigið DVD spilara að fá ykkur 1. Robocop myndina á Special Edition. Maður getur horft á myndina með 2 útgáfum: Original Theatrical Version eða Director's Cut sem fer meira út á það að sýna meira af ofbeldisfyllstu atriðunum. Dæmi: Þegar Murphy er skotinn í seinna skiptið í handlegginn þá fær maður ekki að sjá þegar afgangurinn af hendinni á honum fer af í venjulegu útgáfunni, en það er sýnt í Director's Cut útgáfunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhverra hluta vegna hefur þessi mynd alltaf verið ein af mínum uppáhalds myndum. Ég verð aldrei þreyttur á henni. Það er bara eitthvað svo sérstakt við hana sem Paul Verhoeven hefur tekist að skapa. Eflaust spilar sú sérstaka sýn sem hann virðist hafa á framtíðina hvað varðar þróun samfélagsins og kemur ætíð fram í framtíðarmyndum hans eitthvað þar inní. Þessi mynd er yfirleitt flokkuð sem spennumynd og eru eiga jafnvel sum atriðin í henni (sérstaklega í director´s cut útgáfunni) frekar heima í splatter mynd. Hins vegar þá er reyndar áhugaverð og áleitin saga þarna á bakvið um hvort við séum eitthvað meira en bara líffæri sem hægt er að skipta um með vélbúnaði. Samkvæmt leikstjóranum sjálfum þá var það einmitt sá hluti sögunnar sem fékk hann til að gera þessa mynd, því áður en konan hans náði að pína hann til að lesa handritið þá var hann búinn að dæma myndina sem heimska vísindaskáldsögu og ætlaði ekki að taka tilboðinu um að leikstýra henni. Myndin er full af litlum vísbendingum um þessar hugleiðingar. Í ofanálag er myndin líka hörku spennumynd og er alveg hægt að horfa á hana sem slíka án þess að velta sér of mikið upp úr henni. Tæknibrellurnar hafa elst ótrúlega vel, það eru kannski óhljóðin sem ED-209 vélmennið gefur frá sér á köflum sem eru hálf asnaleg í dag. En ED-209 er fyrir löngu orðinn mýta hjá kvikmyndaáhugamönnum og því fyrirgefst honum allt. Í stuttu máli sagt frábær mynd sem er löngu orðin klassísk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.10.2021

WALL-E vinsælasta vélmennið

Dregið hefur verið í bíómiðaleik kvikmyndir.is og hafa vinningshafar fengið miða sína senda í tölvupósti. Við þökkum fyrir góða þátttöku og hvetjum alla til að fylgjast með í framtíðinni. Við verðum reglulega ...

11.12.2020

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að...

23.04.2020

Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína - Hvað hefur þú séð margar?

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað. Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn