Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Clerks. 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Just Because They Serve You... Doesn't Mean They Like You.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Dante og Randall hata vinnu sína sem afgreiðslumenn í sjoppu/vídeóleigu. Myndin gerist á einum örlagaríkum degi í lífi þeirra þar sem að alls kyns skrautlegir viðburðir eiga sér stað og ýmsar litríkar persónur koma við sögu, þar á meðal slugsarnir Jay og Silent Bob.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Kevin Smith er hvað þekktastur fyrir að koma með myndir sem einkennast af skondnum samræðum, verulega rugluðum karakterum og einstaklega óvenjulega atburði. Clerks er fyrsta myndin sem hann sendi frá sér og þvílík snilld. Sú staðreynd að F. Gary Gray gerir mjög svipaða mynd, en lætur hana gerast í hverfum blökkumanna(Ég er að tala um Friday) sýnir hversu öflug mynd Clerks var nú þegar orðin. Og er stíll þeirra mjög svipaður, og álíka gaman að þeim. Myndin fjallar um afgreiðslumann(Brian O'Halloran) sem vinnur í lítilli kjörbúð þar sem varla er sálu að sjá. Hinum megin við hornið vinnur félagi hans(Jeff Anderson) í vídeóleigu sem hefur sínar skoðanir um lífið og aðra verulega skrýtna hluti, og hefur hann álíkan áhuga á vinnu sinni og félagi hans. Og fáum við að fylgjast með þeim félögum og öllum þeim leiðindum sem þeir lenda í á þessum leiðinda vinnudegi. Kevin Smith, á sínum yngri árum, vann í svona kjörbúð og sagði það vera verstu upplifun sem hann hefur nokkrun tíma átt. Og er það stærsta influenceið sem að leiddi til þess að hann gerði Clerks. Clerks er alveg pottþétt með bestu cult myndum sem hafa komið út. Hún er alveg ógeðslega fyndin allan tímann, og lá við að maður var í hláturskasti út alla myndina. Leikstjórn Kevin Smith er góð, handrit hans er frábært, samtölin einstaklega vel skrifuð, karakterarnir skemmtilegir, húmorinn bara brilliant og er skemmtanagildi þessarar myndar perfect. Brian O'Halloran og Jeff Anderson eru frábærir í hlutverkum afgreiðslumannanna/vinanna sem gæti ekki verið meir sama um kúnnanna. Svo er stelpan sem leikur kærustu O'Halloran fín. En bestu karakterar myndarinnar eru: Kevin Smith kynnti þessa karaktera fyrst til sögu hér í þessari frumraun sinni. You guessed right, ég er auðvitað að tala um Jay og Silent Bob. Jay er karakter sem er símalandi, hans stærstu áhugamál eru að gera sig skakkan og hugsa um kynlíf. Fékk Smith leikarann Jason Mewes til að túlka Jay, og er ég á því að hann hefði ekki getað fengið betri leikara en hann því frammistaða hans er brilliant og er maður í hláturskasti eftir hvert einasta atriði sem hann er í. Svo er það Silent Bob. Hann er algjör andstæða við Jay, þ.e. mjög þögull. Og ákvað Smith sjálfur að leika hann og gerir það með þvílíkum sóma. Bob segir nú ekki margt, en þegar hann kemur með sínar punch-lines, er það oftast sprenghlægilegt. Ef þið viljið skoða myndina Clerks verulega vel, mæli ég með að þið skellið ykkur á 3 diska DVD útgáfuna á myndinni. Þar er margt ýmislegt skemmtilegt að finna. M.a. skemmtilega spjallrás þar sem þeir félagar Smith, Mewes og Anderson koma allir saman og rifja upp myndina. Svo er heimildarmynd sem fjallar um gjörsamlega allt processið sem fór í að láta Clerks verða að veruleika. Mjög fróðleg mynd í 90 mínútur. Clerks er algjör snilld sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur. Nú í bígerð er hið langþráða framhald að Clerks, þ.e. Clerks 2. Það verður spennandi að sjá hvað Kevin Smith gerir með þá mynd, en það verður erfitt fyrir hann að toppa þessa snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Clerks er fyrsta mynd Kevin smith, og er þetta nátturlega algjör cult mynd. Myndin er lauslega um tvo vini, einn vinnur í búð, og hinn á video leigu hliðinná.

Og myndin er lauslega bara einn dagur í lífi þeirra og skringilega fólksins sem hanga við búðina, eins og Jay and Silent Bob.


Myndin var víst ótrúlega ódýr í framleiðslu, og var Kevin smith alveg skít blankur við gerð myndarinnar, að hann þurfti víst að hafa hana svarthvíta, hafði ekki efni á öðru.

Og það er líka gaman að segja frá því að þar sem myndin er tekin, þá búðin, þetta er víst búð sem hann vann á því tímabili sem hann gerði myndina.



Mér finnst myndin alveg ótrúlega góð, og vel gerð, miðavið hvað hún var alveg ótrúlega ódýr í framleiðslu, og þá meina ég sko næstum núll krónur... Man ekki hvað hún kostaði, en það var alveg fáránlega lítið, held að það sem kostaði mest var rétturinn við það að nota löginn sem eru í myndinni.


Held að flestir sem leika í þessari mynd séu bara félagar hans, og léku þeir fyrir örugglega sama sem engan pening.


Allavega mjög góð mynd, mæli með því að þið takið hana, ef þið fílið Kevin smith, og alla þá gullmola sem hann hefur gert síðan eftir þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er stórkostlegt hvað Smith tókst að gera frábæra mynd úr engu fjármagni. Hann sannar að með hugmyndaflugið og viljann eitt að vopni er hægt að skapa listaverk!

Myndin er í svarthvítu og ég verð að segja að það hafi gefið myndinni mikið; Hún hefði bara ekki verið eins ef hún hefði verið í lit. Persónusköpunin er frábær og sem dæmi um það þá eru Jay & Silent Bob skemmtilegustu persónur sem ég hef kynnst í kvikmynd. Samtölin eru mjög snilldarlega skrifuð og frágengin. Pælingarnar í henni eru mjög áhugaverðar. Leikurinn er merkilega góður þegar tekið er tillit til þess að leikararnir voru bara vinir leikstjórans.

Þessi mynd hefur ekkert af því sem frábær mynd þarf að bera en er frábær samt sem áður (þetta kallast töfrar!). Þegar síðari myndir Smith eru skoðaðar þá sést að hann hefur hæfileika og húmor og hann tapar því ekki fyrir peningagræðginni.

Þessi mynd er í uppáhaldi hjá mér (ofarlega á topp 10) og því get ég hiklaust gefið henni fullt hús stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég man fyrst þegar ég sá þessa mynd. Það var verið að sýna hana á Stöð 2 og ég kom inn í miðja mynd og ákvað að kíkja á þessa svarthvítu mynd. Því átti ég ekki eftir að sjá eftir því þetta er ein besta og fyndnasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Ég sjaldan séð jafn snilldarleg samtöl og í þessari mynd. Það er allveg sama hvað það verða gerðar margar myndir í framtíðinni...þessi mynd verður ALLTAF á topp 5 listanum mínum. Leikararnir eru mjög góðir. Þeir sjást alltaf af og til í myndum Kevin's Smith. Persónurnar eru allger snilld og þá nefni ég sérstaklega Jay og Silent Bob. Og ekki skemmir það að myndin er í svarthvítu. Það er frumlegt og að mínu mati væri myndin ekki jafn sjarmerandi ef hún væri í lit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er hægt að segja um þessa einstöku frumraun Kevin Smith? Jú algjör gimsteinn!! Í stuttu máli fjallar myndin um einn dag í lífi Dante sem vinnur í þessari sjoppu og Randall sem vinnur í vídeóleigu handan götunnar og allt sem þeir taka sér fyrir höndum þennan viðburðaríka dag og það gengur mikið á-trúið mér! Kollegi minn sem skrifaði gagnrýnina hérna á undan kvartaði yfir því að hún væri illa leikinn og jú vissulega hefði enginn átt skilið Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni en það er ekki hægt að gera kröfur um gæðaleik í mynd sem kostaði litla 27,000 dollara og leikararnir eingögu vinir leikstjórans og þess má geta að Kevin Smith vann sjálfur í þessari búllu sem meginhluti myndarinnar var tekin í og öll atriðin sem gerast í sjoppunni voru tekin að nóttu til þegar búllan var lokuð og því voru leikararnir kannski ekki vel upplagðir en ef þú lesandi góður vilt sjá drepfyndna mynd þá mæli ég hiklaust með Clerks því að það er sama hversu oft maður horfir á hana, hún verður betri og betri en hún er kannski ekki fyrir viðkvæmar sálir því orðbragðið er kannski ekki alltaf mjög kristilegt og fyrir ykkur Star Wars aðdáendur(ég er það sjálfur) þá er skemmtileg Star Wars pæling í myndinni en að lokum vill ég aðeins segja eitt: Lengi lifi Silent Bob!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn