Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Others 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. nóvember 2001

Sometimes the world of the living gets mixed up with the world of the dead.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Grace flytur ásamt tveimur börnum sínum á herragarð í Jersey, við lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, þar sem hún ætlar að bíða eftir eiginmanni sínum, að hann snúi aftur úr stríðinu. Börnin eru haldin sjúkdómi sem lýsir sér þannig að þau mega ekki vera úti í sólinni, því sólarljósið getur reynst þeim mjög skaðlegt. Þarna býr fjölskyldan við... Lesa meira

Grace flytur ásamt tveimur börnum sínum á herragarð í Jersey, við lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, þar sem hún ætlar að bíða eftir eiginmanni sínum, að hann snúi aftur úr stríðinu. Börnin eru haldin sjúkdómi sem lýsir sér þannig að þau mega ekki vera úti í sólinni, því sólarljósið getur reynst þeim mjög skaðlegt. Þarna býr fjölskyldan við strangar , næstum trúarlegar reglur, eða þar til Grace þarf að ráða hóp þjóna til starfa fyrir börnin. Koma þjónanna mun hafa í för með sér að reglur verða brotnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar

Nicole Kidman

Grace Stewart

Christopher Eccleston

Charles Stewart

Alakina Mann

Anne Stewart

James Bentley

Nicholas Stewart

Fionnula Flanagan

Mrs. Bertha Mills

Eric Sykes

Mr. Edmund Tuttle

Keith Allen

Mr. Marlish

Michelle Fairley

Mrs. Marlish

Leikstjórn

Handrit


Nicole Kidman er mjög góð í þessari mynd sem fjallar um

Grace(Nicole Kidman)sem býr í herragerði sem á einhverri eyju sem tilheyrir Bretlandi.

Myndin gerist í seinniheimstyrjöldinni og er Grace því mjög hrædd við þjóðverja en ennþá hræddari við að fara til helvítis.

Maðurinn hennar(Christopher Eccleston)hvarf í stríðinu og er álitinn dauður.

Hún elur börnin sín Anna og Nicholas mjög strangt upp en þau eru með alvarlegan sjúkdóm sem tengist sólargeislum og því aldrei draga gluggatjöldin frá og einga hurð má opna án þess að aðrar séu læstar.

En dag einn fær hún dularfullt þjónustu fólk í vinnu en svo allt í einufara skelilegir atburðir að gerast.............

Myndin er mjög gamaldags og mjög disturbing.

Myndin er mjög listræn og leikararnir stóðu sig mjög vel

en helsti galli myndarinnar er sá að hún er full langdregin á köflum.

Myndin er mjög frumleg og átakenleg á köflum og endirinn er magnaður.

Mæli með þessari mynd fyrir alla hvort sem þeir kunna að meta listrænar myndir eða thrillera.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg ágæt mynd segi ekkert meira um það..Hún fjallar um konu sem að drepur börnin sín með kodda og svo sjálfan sig en man ekki eftir því og heldur að það séu draugar í húsinu en það eru þaug sem að eru draugar hún leifir ekki börnunum sínum að koma nálægt ljósi..... Ég héllt að þetta væru draugamynd en mér finnst hún ekkert draugaleg..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Others er hrollvekja úr gamla skólanum,fær hárin til að rísa og svo sannarlega vel leikin. Nicole Kidman (Dogville) leikur konu sem á heima lengst út í Englandi.Myndin gerist á stríðsárunum og hún á tvö börn. Þau eru bæði með mjög sjaldgæfan sjúkdóm og ef þau fara í minnstu birtu bólgna þau út og kafna. Hún ræður vinnumenn í húsið,en það kemur í ljós að þau hafa unnið í húsinu áður. Eitt barnið er alltaf að segja henni að hún er að sjá fólk í húsinu sem segjast eiga húsið. Henni finnst þetta vera vitleysa en það kemur í ljós að eitthvað undarlegt er við vinnufólkið,og það er reimt í húsinu.... Nicole Kidman og Christopher Eccleston (28 days later) og allir aðrir sem leika í myndinni leika vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð hryllingsmynd sem gerist á því herrans ári 1945. Nicole Kidman leikur konu sem á heima eitthvað á einhverri eyju lengst út í rassgati og á tvö börn. Eiginmaður konunnar er í stríðinu og var langt síðan þau sáu hann. Börnin eru með mjög sjaldgæfan sjúkdóm sem er að ef þau fá birtu á sig bólgna þau og geta ekki andað en geta bara fengið minnstu birtu frá lampa þannig að þau eiga heima í risastóru dimmu húsi. Konan ræður þjónustufólk og það kemur í ljós að þau hafa unnið þar áður. Eitt barnið er alltaf að segja móður sinni að hún er að sjá aðra fjölskyldu í húsinu og þau segjast eiga húsið. Konan trúir ekki svoleiðis vitleysu en sér að húsið er reimt... Góður leikur og óhugnaður gerir myndina góða en mætti bæta aðeins spennu í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.06.2013

Ófrísk kona sér sýnir

Ný mynd er á leiðinni frá Kevin Greutert, leikstjóra síðustu tveggja Saw mynda, og klippara fyrstu fimm Saw myndanna, Visions. Myndin er sögð vera í ætt við myndir eins og The Others og What Lies Beneath og segir frá ófrískri konu sem flytur til víngerðarlands til að...

04.03.2012

Harry Potter og draugahúsið

Ég er nú ansi hræddur um að Daniel Radcliffe þurfi að sýna mér örlitla þolinmæði ef ég gæti átt erfitt með að kaupa hann sem einhvern annan karakter en Harry Potter. Elsku drengurinn gerir aðdáunarverða og hei...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn