Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Final Fantasy: The Spirits Within 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. október 2001

Unleash a new reality

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Árið er 2065, og komið er að næstu árás á árásarher draugakenndra geimvera. Dr. Aki Ross er bráðsnjall ungur vísindamaður, sem keppist við að komast að leyndarmálum innrásarhersins, ekki aðeins til að bjarga plánetunni, heldur einnig sjálfri sér, eftir að hún sýkist af geimverueinindum. Hún slæst í hóp með hinum rómaða Deep Eyes herflokki, sem gamall... Lesa meira

Árið er 2065, og komið er að næstu árás á árásarher draugakenndra geimvera. Dr. Aki Ross er bráðsnjall ungur vísindamaður, sem keppist við að komast að leyndarmálum innrásarhersins, ekki aðeins til að bjarga plánetunni, heldur einnig sjálfri sér, eftir að hún sýkist af geimverueinindum. Hún slæst í hóp með hinum rómaða Deep Eyes herflokki, sem gamall vinur hennar Gray Edwards stjórnar. En eftir því sem Aki, lærimeistari hennar Dr. Sid og Grey vinna að friðsælli lausn, þá er Hein hershöfðingi að úthugsa leið til að gereyða geimverunum í einu vetvangi ... jafnvel þó að sú aðgerð eyði Jörðinni í leiðinni.... minna

Aðalleikarar

Alec Baldwin

Cap. Gray Edwards (voice)

Ving Rhames

Sgt. Ryan Whitaker (voice)

Joey Box

Off. Neil Fleming (voice)

Peri Gilpin

Off. Jane Proudfoot (voice)

Donald Sutherland

Dr. Cid (voice)

James Woods

General Hein (voice)

Keith David

Council Member (voice)

Jean Simmons

Council Member (voice)

Matt McKenzie

Major Elliot (voice)

G.R. Danner

BCR Soldier #1 / Space Station Technician #2 / Additional Vo

Matt Adler

Additional Voices (voice)

G.R. Danner

Additional Voices (voice)

Monika Bregger

Additional Voices (voice)

G.R. Danner

Additional Voices (voice)

John DiMaggio

BFW Soldier #1 (voice) (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Þrátt fyrir úrvals tæknivinnslu á köflum líður myndin fyrir algjöran skort á söguþræði og er fyrir vikið varla nema rétt rúmlega sorp. Aðeins fyrir forfallna vísindaskáldsögusjúklinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd á DVD fyrir nokkru síðan og verð að segja að mér fannst þetta bara hin fínasta mynd. Myndin er alveg hrikalega flott og hér ljá margir góðir leikarar raddir sínar, eins og Ming Na, Donald Sutherland, Steve Buscemi, Alec Baldwin, Ving Rhames og James Woods. Hvernig tæknin er orðin í dag er alveg ótrúleg. Ef þið ætlið að leigja ykkur einhverja DVD mynd, takið þá þessa, aukapakkinn er um 4 tímar og er mjög góður. Ég gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábærlega vel gerð mynd og er framför í tölvu brellum. Maður þarf að hafa svolítið gaman af ótrúlegum vísindaskáldskap sem flest allt getur gerst. Það er auðvitað hægt að segja ooooo eins og þetta gæti gerst í alvuru og svoleiðis en ef þú hugsar mikið svoleiðis þá geturðu sleppt því að horfa á þessa mynd. Söguþráðurinn er mjög góður og það þarf svolitla þolinmæði til að horfa á myndina og þarf að velta sér soldið uppúr hlutunum í henni. Neal Fleming (Steve Buscemi) var bestur að mínu mati og hélt uppi skemmtilegum anda í myndinni. Vondi karlinn hefði ekki þurft að vera alveg svona klikkaður en það fór annas ekki mikið fyrir brjóstin á mér. Myndir fær ekki minna en 3 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leiðinleg mynd með leiðinlegum söguþráð. Ég gef hálfa stjörnu fyrir góða grafík
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn