Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Atlantis: The Lost Empire 2001

Justwatch

Frumsýnd: 21. desember 2001

Atlantis is waiting...

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Myndin gerist árið 1914 og fjallar um ungan munaðarleysingja og tungumálamann, Milo Thatch, en hann er mikill bókaormur og reynir að leysa gátuna um Atlantis. Þó að gert sé grín að kenningum hans af kollegum hans, þá missir hann ekki trúna á að hann geti fundið landið horfna. Draumar hans verða að veruleika þegar hann fær að vera hluti af leiðangri sem... Lesa meira

Myndin gerist árið 1914 og fjallar um ungan munaðarleysingja og tungumálamann, Milo Thatch, en hann er mikill bókaormur og reynir að leysa gátuna um Atlantis. Þó að gert sé grín að kenningum hans af kollegum hans, þá missir hann ekki trúna á að hann geti fundið landið horfna. Draumar hans verða að veruleika þegar hann fær að vera hluti af leiðangri sem fjármagnaður er af vini afa hans, sem ætlar að finna Altantis og nota til þess kenningar Milo: The Shephard´s Journal. En varðmenn Atlantis bíða leiðangursmanna og hætta leynist við hvert fótmál. Og hinn stórhættulegi sannleikur um Atlantis setur Milo, konungsfjölskylduna og alla í Atlantis í lífshættu. ... minna

Aðalleikarar

Flott en fer í gömul spor
Atlantis er góð og flott fjölskyldumynd sem snýst um Atlantis að sjálfsögðu. Atlantis byrjar vel en heldur því aldrei jöfnu og verður þar með frekar leiðinleg á köflum og óspennandi. Atlantis er frumleg teiknimynd og smá kennsla fyrir börnin að fræðast um Atlantis en ef Disney-fyrirtækið hefði hugsað sig tvisvar um og farið yfir öll þessi "leiðinlegu atriði" þá væri hún alls ekki léleg heldur bara mjög góð og spennandi. Atlantis er alls ekki léleg yfir höfuð en hún á sér dauð móment. Hún var miklu betri í æsku en núna. Atlantis: The Lost Empire fjallar aðallega um Milo James Thatch (Michael J. Fox) sem er nýbúinn að finna sér áhöfn til að reyna að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo skyndilega þá kemur slys og þau þurfa að flýja kafbátinn sinn og finna loks nýjar upplýsingar um leiðina til Atlantis.

Lokabardaginn fór svo sannanlega úr böndunum, hann byrjaði vel en fór svo úr böndunum. Atlantis var á mjög góðum nótum þangað til að lokakaflinn fór til fjandans. Ef maður líkir Atlantis við Avatar þá eru þær alls ekki ólíkar

(Getur ollið spoilerum)
Avatar
Þá er söguhetjan kominn inní annan heim og fer að reyna að ná áttum þar til að hann hittir dóttir höfðingjans og hún fer með hann til allra þeirra innfæddu og fær það verkefni að kenna honum þeirra siði og láta eins og að hann sé einn af þeim. Höfðinginn og nokkrir aðrir hafa enga trú á sögupersónunni og koma fram við hann eins og fábjána. Svo þegar höfðinginn og allir eru byrjaðir að hafa trú á honum og er að treysta honum þá þarf ex-teamið hans að gera árás og drepa allla sem þeir ná í. Söguhetjan stenudur fyrir sínu og bjargar Avatar-heiminum þótt það taki lífið hans. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér alltaf með söguhetjunni þar til í lokakaflanum.

Atlantis
Þá er söguhetjan kominn aftur og fær með sér team til að finna Atlantis á eigin spýtur. Svo finnur hann Atlantis og höfðinginn er mjög ósáttiur við þá alla og vill fá þá í burtu en gefur þeim einn dag til, svo þurfa þeir að fara á stundinni. Svo er dóttir höfðingjans að dúlla sér með söguhetjunni og fer að kunna mjög vel við hann. Svo fer söguhetjann að kenna þeim hluti og fer að lesa upp fornletur og reynir svo að koma í veg fyrir vonda liðið og bjargar svo að lokum Atlantis.

Undir þessum tveimur myndum Atlantis og Avatar þá er söguþráðurinn eins. En Avatar er miklu betri, Atlantis er samt alls ekki slæm en það vantar svo mikið uppá hana til að verða eins og Avatar.

Einkunn: 6/10
Fínasta mynd en fellur svoldið í spor Avatar. Disney-fyrirtækið ætti að hugsa tvisvar um áður en þeir myndu setja hana í sölu og finna alla stærstu galla myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis og Sci-Fi? Held ekki
Þegar myndin kom fyrst út sá ég eingöngu trailera af henni og kannski fyrsta korterið af henni, og leit hún mjög vel út. Væntingar mínar jukust síðan þegar ég uppgötvaði að hún var leikstýrð af Kirk Wise og Gary Trousdale, og höfðu þeir þegar leikstýrt tvær af mínum uppáhalds teiknimyndum; Beauty and the Beast og The Hunchback of Notre Dame. Því miður er Atlantis: The Lost Empire ekki nærri því eins góð og hinar, en það er reyndar ósanngjarnt að bera hana saman við hinar myndirnar, sem gerðu það besta sem Disney hefur gert varðandi tónlist eða alvarleika.

Þrátt fyrir mjög sérkennilega fyrstu mínútu, þá byrjar myndin vel. Útlitið er einstaklega gott. Leiðin til Atlantis og Atlantis sjálf líta ótrúlega vel út. Bakgrunnurinn er klárlega það besta því sumir karakterarnir eru ekki sérstaklega vel gerðir (eins og Sweet). Aðalkarakterinn, Milo, er kynntur inn í söguna sem mjög áhugaverður karakter. Nördagaurinn með ótrúlega mikinn metnað og gerir allt til að láta draum sinn rætast: að finna týndu borgina. En því miður eftir því sem myndin líður, fer hún að vera slappari.

Það sem mér fannst verst var að setja Sci-Fi inn í myndina. Ég gat ekki beint keypt það að menning frá fornöld hafði tækni sem verður ekki nærri því jöfnuð strax, þannig að ég gat ekki notað "supspension of disbelief" sem ástæðu. Fantasíu-elementið passar miklu betur við þetta (sérstaklega kristallarnir sem eru í myndinni) og hún hefur eitthvað af atriðum sem eru mjög einkennileg, lítið útskýrð en lykta af fantasíu. Sum virka (eins og þegar guðirnir fara inn í Kida), sum ekki.

Myndin hefur nokkur plot-hole, og þar sem þetta er mynd um þar sem ólíkir heimar mætast, má búast við holu í sambandi við tungumál. Þetta er ekki nærri því eins slappt og Pocahontas, en samt gallað. Þau geta víst talað við hvort annað því Atlantis-fólkið kann víst flest tungumál (frönsku, ensku til að nefna nokkur). Tungamál geta engan veginn þróast svona (enda voru íbúar Atlantis einangruð frá hinum svæðum jarðarinnar í næstum 8000 ár) og sum af tungumálunum hafa ekki einu sinni sama uppruna (t.d. er enska germanskt mál á meðan franska er rómanskt).

Aukakarakterarnir eru margir og það er mjög mismunandi hversu eftirminnilegir þeir eru. Kida fannst mér vera mjög sterkur karakter og er klárlega heitasta 8000 ára manneskja sem ég hef séð. Af hópnum sem fara til Atlantis eru þeir einu eftirminnilegu Vinny (þessi ítalski sem elskar sprengjur og blóm), Audrey (Latino stelpan) og Bertha (gamla konan með monotone röddina, hún var æðisleg í kafbátnum). Sumir gleymdust strax, eins og Mole, sem er áreiðanlega mest pirrandi comic-relief sem ég hef séð, Sweet, sem var hræðilega teiknaður (þ.e.a.s. hræðilega dubbaður) og Cookie. Leiðinlegt að þetta var síðasta hlutverk Jim Varney (Ernest og Slinky í Toy Story 1/2). Illmennin gerðu ekkert eftirminnilegt, þau gleymast á stundinni.

Myndin hefur bæði fyrirsjáanlega og ófyrirsjáanlega hluti, stundum á sömu mínútunni. Það er ákveðið "tvist" (því mig vantar betra orð) sem maður var búinn að sjá fyrir löngu áður, en hann hefur líka smávegis sem ég átti ekki von á, án þess að segja hvað það er.

Frábært premise en útkoma sem olli vonbrigðum. Myndin hefði getað verið miklu betri hefði hún verið aðeins vandaðri þegar kemur að karakterum og plot-holunum, en samt sem áður leit hún mjög vel út.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Disney kvikmyndin Atlantis: The Lost Empire er öðruvísi en flestar aðra Disney myndir, í fyrsta lagi eru persónurnar ekki eins 3D teiknaðar og venjulega, þær eru líkari teiknimyndapersónum, kanski eftir að Final Fantasy misheppnaðist svona illilega í bíóhúsum hefur Disney ákveðið að100% raunveruleikinn væri ekki það sem fólk leitaði eftir í teiknimyndum. Persónurnar eru hannaðar af Mike Mignola sem er þekktastur fyrir teiknimynda sögurnar Hellboy og hann hannaði líka persónurnar fyrir teiknimynda þáttunum Batman: The Animated Series og Batman Beyond. Í öðru lagi er ekki eitt einasta söng-og-dans atriði, í alvöru, ekki eitt! og svo í þriðja lagi, ekkert talandi dýr(nema maður sem er svoldið moldvörpulegur).


Myndin fjallar um Milo(Michael J. Fox), hann hefur lengi stúderað Atlantis og hefur komist að því að inngangurinn að Atlantis er ekki gegnum Írland heldur gegnum Ísland! Hann fær tilboð frá Preston B. Whitmore(John Mahoney), milljónamæringi sem var vinur afa Milos. Hann býður honum að taka þátt í leiðangri að Atlantis. Milo tekur því tilboði! Það eru margir sem taka þátt í leiðangrinum með honum, hermaðurinn fé gráðugi Rourke(James Garner), læknirinn skemtilegi Dr. Sweet, kokkurinn ruglaði Cookie(Jim Varney), sprengjusérfræðingurinn Venny(Don Novello), frú Packard(Florence Stanley) sem mynnir mig óhemjumikið á Doris úr The Critic(1994-1995) og grafaranum Moliere(Corey Burton).


Myndin er mjög vel leikstýrð af leikstjórum meistaraverksins Beauty and the Beast Gary Trousdale og Kirk Wise, hún er hröð og skemtileg og, eins og er venjan fyrir Disney, frábærlaga gerð í alla staði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð teiknimynd. Þótt að það séu náttúrlega nokkrir gallar á henni.(eins og t.d það að þegar er verið að þýða eitthvað þá merkir oftast eitt fornt tákn oftast orð en ekki einn lítinn staf o.fl). Þessi mynd er mjög góð fjölskyldumynd. En ég er að verða svolítið þreyttur á þessari klisju hjá disney(Stelpa í klípu, strákur bjargar henni, þau lifa hamingjusöm eftir það). En ætli Disney sé ekki bara að fara eftir hinu einföldu reglu: Ef það virkar, ekki breyta því.(If it ain´t broken, don´t fix it)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Disney fyrirtækið hefur nánst verið einrátt í gerð alvöru teiknimynda mörg

undanfarin ár. Hver kannast ekki við gæðamyndir eins og Lion King eða

Pocahontas? Listinn er langur. Allar eru þær úr smiðju Disney. Það var ekki

fyrr en með tilkomu Pixar fyrirtækisins, sem gerði Toy Story og nú síðast

Monsters, Inc. sem einhver gerir tilkall til þess að velta Disney úr sessi.

Nýjasta myndin frá Disney er stórmynd sem heitir Atlantis – týnda borgin.

Það er aðal barnamyndin sem Sambíóin sýna um þessi jól.


Sagan á bak við Atlantis er lauslega byggð á frægri sögu eftir Jules Verne,

en hún fjallar í stuttu máli um könnuðinn Mána Thors (en Valur Freyr

Einarsson talar inn fyrir hann hér á Íslandi en í Bandaríkjunum var það

Michael J. Fox). Hann fer í leiðangur til að finna bók á hafsbotni, en sú

bók hefur að geyma allt um Atlantis - týnda borgin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.11.2022

Fyndið og þroskandi ævintýri

Skrýtinn heimur, Disneyteiknimyndin sem kemur í bíó á morgun föstudag, snýst dálítið um hinn réttnefnda Finn Klængs, sem er úr Klængs-fjölskyldunni sem á sér glæsta sögu sem heimsþekktir landkönnuðir, þeir be...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn