Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Brother 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. júlí 2001

The one guy you trust to get your back when a whole city's trying to put a bullet in it.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Japanskur mafíósi, Takashi, er sendur í útlegð til Bandaríkjanna. Hann kemur sér fyrir í Los Angeles þar sem yngri bróðir hans býr og kemst að því að þó að hann sé í nýju landi, þá eru reglurnar enn þær sömu, og þeir reyna að ná yfirráðum yfir eiturlyfjasölu í borginni.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Myndin er svona ekta japönsk kvikmynd. Ofbeldisfull mynd sem er á pörtunum ótrúlega fyndinn. Hún er vel skrifuð og leikin en eins og ég sagði frekar ofbeldisfull. Ég tók eftir því að í sumum atriðum er myndavélin á sérstökum sjónarhornum. Þá verður það svolítið dramatískt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Taugaspillandi og ógéðsleg Japönsk mynd sem er blanda af mörgum Tarantino myndum en loksins er komin raunveruleg útgáfa af glæpagengjum kringum mestan heiminn. Söguþráðurinn er magnaður og byssubardagarnir eru blóðgéðslegir og spennandi. Margt í myndinni getur verið tíbískt en snilldin í myndinni er ógéðið sem poppar. Þetta er fyrsta Japanska mynd sem ég hef séð og sú ein besta mafíu mynd sem til er. Pulp Fiction og Resorvoir Dogs eru brúðusýningar meðal við þessa sem er ómissandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skil ekki alveg hvað hinir gagnrýendur voru að tala um. Ég hef sjaldan séð eins samhengislausa bíómynd á ævinni og ég hef séð mjög margar bíómyndir á ævi minni. Reyndar þá lagast hún aðeins eins og einn nefnir eftir sirka 20 mínútur en hún lagast ekki mikið get ég sagt ykkur. Myndin er einnig ótrúlega langdregin og verð ég nú að segja að mynd verður að hafa meira til brunns að bera en skemmtilegt ofbeldi til að teljast góð. Aðalleikarinn sem mér skilst að hafi verið handritshöfundur og leikstjóri er hundleiðinlegur leikari og nær engan veginn sömu hæðum og Clint Eastwood sem þögla, harða týpan. Þetta bros sem kemur á ólíklegustu stundum fer virkilega í taugarnar á manni. Algjörlega innihaldslaus leikur hjá honum. Omar Eps er ekki mikill leikari, ég hef séð hann í þessu og hinu aukahlutverkinu og hann er engan veginn fær til að standa undir svona stóru aukahlutaverki. Ég verð líka að segja að ég var furðu lostinn að lesa gagnrýnina hér á undan mér. Það virðist vera sem að það þurfi aðeins tæknibrellur, eða óhóflegt ofbeldi, eða kínverskan leikstjóra til að gera mynd góða. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að gera miklu meira með þessa hugmynd. Það er nefnilega skemmtileg hugmynd sem kemur fram í myndinni. BArdagi milli tveggja mjög ólíkra glæpasamtaka er skemmtilegt viðfangsefni að mínu mati en ekki gert nógu vel skil í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla að byrja á því að segja að þessi mynd er sko ekki fyrir alla. Ef þú ert með aflitað hár og FM 95.7 límiða í bílnum þínum þá mæli ég frekar með Pearl Harbor. Hins vegar ef þú hefur gaman af öðruvísi kvikmyndum þá mæli ég sterklega með Brother eftir Takeshi Kitano. Einnig má geta þess að Kitano skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í Brother. Þessi mynd á að vera japönsk/amerísk en þrátt fyrir það er alls engin Hollywood bragur yfir henni. Eina sem er amerískt við myndina er Omar Epps og sú staðreynd að myndist gerist m. A. í USA. Myndin fjallar beisiklý um landflótta yakuza-gangster í USA og uppgang hans í undirheimum LA. Kitano nær að gefa manni innsýn inn í hugarheim yakuza-gangstera þar sem heiður og trúnaður við foringja sína skiptir öllu. Áhorfandinn fær góða innsýn inn í þann mikla aga sem einkennir allt umhverfi Japönsku-mafíunnar. Það sem yakuza-gangsterarnir gera til að sanna sig er ótrúlegt og ég einhvern veginn efast um að þetta sé svona í raunveruleikanum. Ef svo væri þá væru þeir fljótt orðnir útlimalausir. Ef ég ætti að nefna einhvern galla á þessari mynd þá er það helst tónlistin. Það mætti halda að Gunnar Jökull sjálfur hafi samið hana. Stílfrávik sem notuð eru í tónlistinni missa algjörlega marks og eru í besta lagi pirrandi. Þó að stílfrávikin séu etv. viljandi gerð þá gengur þetta einfaldlega ekki upp. Að gefa myndini 3 1/2 stjörnur er kannski full rausnarlegt, en leikur Kitano gerir útslagið, gargandi snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá þessi mynd var rosaleg. Þessi mynd kom mér á óvart en samt er hún svoldið lengi í gang en það skiptir engu máli því þegar hún byrjaði þá getur maður sagt að hún hafi byrjar hún með látum og hætta þeir ekki fyrr en kretid listinn kemur í ljós. og aldrei hef ég séð eins svalan karakter eins og aðalgaurinn í myndinni. Ég vill mæla með þessari mynd fyrir alla aðdáendur hasarmynda. Topp skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.03.2024

Líkir skrímslum við löggurnar í Lethal Weapon

Þegar ofurskrímslið Godzilla og risa-apinn King Kong voru síðast á hvíta tjaldinu fengum við að upplifa epískan bardaga þeirra tveggja, í kvikmynd leikstjórans Adam Wingard, Godzilla Vs. Kong. En núna hefur orðið ...

10.01.2023

15 bestu mafíumyndirnar

Mafíumyndir njóta alltaf vinsælda og því tókum við saman fimmtán myndir sem þú verður að sjá áður en þú snýrð tánum upp í loft. Þarna eru að sjálfsögðu sígildar bófamyndir eins og Guðfaðirinn 1 og 2, Scarface og Brother, svo dæmi séu...

31.07.2022

Grái maður Gosling fær framhald

Netflix hefur staðfest framhald á spennumyndinni The Gray Man með Ryan Gosling og Chris Evans í helstu hlutverkum. Auk þess eru líkur á gerð hliðarmyndar (e.spin-off).Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu frá árinu 2009...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn