Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blow 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. maí 2001

Based on a True Story.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Cruz tilnefnd bæði til MTV verðlauna sem besta Breakthrough actress og Razzie sem versta leikkona.

Drengur að nafni George Jung elst upp í fjölskyldu sem strögglar við að ná endum saman á sjötta áratug síðustu aldar. Móðir hans nöldrar í pabba hans á sama tíma og hann er að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni. Að lokum þá getur faðir George ekki lengur séð fyrir fjölskyldunni og fjölskyldan verður gjaldþrota. George vill ekki lenda í því sama,... Lesa meira

Drengur að nafni George Jung elst upp í fjölskyldu sem strögglar við að ná endum saman á sjötta áratug síðustu aldar. Móðir hans nöldrar í pabba hans á sama tíma og hann er að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni. Að lokum þá getur faðir George ekki lengur séð fyrir fjölskyldunni og fjölskyldan verður gjaldþrota. George vill ekki lenda í því sama, og vinur hans Tuna, á sjöunda áratugnum, stingur upp á að hann fari að selja Marijuana. Þetta gengur mjög vel hjá honum í Kaliforníu, en hann endar samt í fangelsi, þar sem hann kynnist dásemdum kókaíns. Þegar hann sleppur úr fangelsi, þá verður hann vellríkur á því að flytja kókaín til Bandaríkjanna. Að lokum þarf hann samt að gjalda fyrir gjörðir sínar...... minna

Aðalleikarar

Johnny Depp

George Jung

Penélope Cruz

Mirtha Jung

Franka Potente

Barbara Buckley

Rachel Griffiths

Ermine Jung

Paul Reubens

Derek Foreal

Jordi Mollà

Diego Delgado

Cliff Curtis

Pablo Escobar

Tracy Reed

Kevin Dulli

Miguel Sandoval

Augusto Oliveras

Ray Liotta

Fred Jung

Kevin Gage

Leon Minghella

Jesse James

Young George

Emma Roberts

Young Kristina Jung

Dan Ferro

Cesar Toban

Jaime King

Kristina Jung

Kevin Chapman

DEA Eastham

Leikstjórn

Handrit


Sannsöguleg mynd um George Jung sem leikinn er af Johnny Depp.

Fjallar um George Jung og hvernig hann varð stærsti kókaíninnflytjandi í bandaríkjunum á 80' áratugnum og hvernig hann vann sér inn 35 billjón dollara í árstekjur.

Á meðan maður er að horfa á þessa mynd er maður alltaf að velta fyrir sér (Þetta er of ótrúlegt til að vera satt) en þetta er víst allt satt.

Fín mynd með góðum leikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hörkugóð mynd sem fjallar um líf eins mesta eiturlyfjasmyglara Bandaríkjanna, George Jung. Myndin er sannsöguleg og skartar stórstjörnunum Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum og finnst mér þau leika þetta bara fanta vel. Þó gerðist það á köflum að ekkert virtist ætla að gerast í myndinni og varð hún hálf langdregin þegar ég sá hana fyrst, en hún varð strax betri í seinna skiptið enda er hún full af spennu og drama . Myndin er mjög skemmtileg og spennandi og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd í alla staði.Vel leikin og góður söguþráður.Depp sýnir hér einn ganginn hversu góður leikari hann er.Hann er virkilega sannfærandi.Einnig fannst mér Cruz komast vel frá sínu.Í þessari mynd er vel lýst hvernig fíknefnaheimurinn stjórnar öllum sem nálægt honum koma.Pottþétt afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef líklegast farið á hana í röngum pælingum, því að ég var að fara sjá grín mynd en allt kom fyrir ekki og útkoman varð endurtekin drama útgáfa af Íslenska drauminum. Hann meikar það - fer í fangelsi og aftur og aftur mæli eindregið ekki með henni fyrir alla karlamenn yngri en 18 ára. Auk þess gefur hún ranga mynd af eiturlyfjum og eiturlyfjasölu og lætur þetta allt líta út mjög kúl -og það er ein af aðal ástæðunum afhverju hún fær ekki einu sinni EINA stjörnu hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2023

Glaumur og gleði á Föstudagspartísýningum

Bíó Paradís við Hverfisgötu býður á hverjum föstudegi kl. 21 upp á sérvaldar sígildar kvikmyndir sem sýndar eru á sérstökum Föstudagspartísýningum. Eins og segir á vef bíósins ræður glaumur og gleði þar rí...

18.09.2013

Nakin Diaz daðrar við nakta Cruz

Nýjasta mynd Ridley Scott, The Counselor, verður frumsýnd á Íslandi 15. nóvember nk. Myndin er spennandi fyrir margra hluta sakir, ekki einungis fyrir það að Scott er við stjórnvölinn, heldur líka að hún er gerð eft...

28.02.2016

Hrútar er kvikmynd ársins

Kvikmyndin Hrútar fékk í kvöld Edduna 2016 sem besta kvikmynd ársins í fullri lengd, en auk Hrúta voru tilnefndar sem besta mynd þær Fúsi og Þrestir. Hrútar hlaut alls 11 Eddur og var því ótvíræður sigurvegari kvöl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn