Náðu í appið
Öllum leyfð

The Wedding Planner 2001

Frumsýnd: 11. apríl 2001

A romantic comedy about love, destiny and other events you just can't plan for.

103 MÍNEnska

Mary Fiore vinnur við að skipuleggja brúðkaup. Hún er metnaðargjörn, leggur hart að sér, er mjög skipulögð, og veit nákvæmlega hvað á að gera og segja til að gera hvert einasta brúðkaup sem hún skipuleggur, að frábærum viðburði. En þegar Mary verður sjálf ástfangin af myndarlegum lækni, þá fer hennar ofurskipulagða líf allt í óreiðu - og nú... Lesa meira

Mary Fiore vinnur við að skipuleggja brúðkaup. Hún er metnaðargjörn, leggur hart að sér, er mjög skipulögð, og veit nákvæmlega hvað á að gera og segja til að gera hvert einasta brúðkaup sem hún skipuleggur, að frábærum viðburði. En þegar Mary verður sjálf ástfangin af myndarlegum lækni, þá fer hennar ofurskipulagða líf allt í óreiðu - og nú er hann orðinn brúðgumi í stærsta brúðkaupi ferils hennar! Mun hún hjálpa honum að ganga upp að altarinu ásamt hinni vellríku kærustu sinni, eða mun Mary sjálf verða brúður? Þegar kemur að ástinni, þá er aldrei hægt að skipuleggja allt út í ystu æsar. ... minna

Aðalleikarar

Jennifer Lopez

Mary Fiore

Matthew McConaughey

Steve Edison

Joanna Gleason

Mrs. Donolly

Jaye Gazeley

Burt Weinberg

Mickey Kuhn

Mr. Donolly

Beryl Mercer

Fran Donolly

Julien Dubois

Fran Donolly

Alex Rocco

Salvatore

Kevin Pollak

Dr. John Dojny

Fred Willard

Basil St. Mosely

Bree Turner

Tracy - Bride

Fabiana Udenio

Anna Bosco

John Buckley

Crying Bride

Frank C. Turner

Crying Bride

Leikstjórn

Handrit


Algör hryllingur.Ímyndið ykkur að þið væruð að horfa á allar þær klisjur sem ykkur dettur í hug, þjappið þeim saman setjið þær allar í afturendan á Jennifer Lopez þá kemur út sá hryllingur sem á að halda þessari vonlausu mynd uppi. Ojbara
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein slappasta mynd sem ég hef séð lengi. Hún hefur allt sem ömurleg mynd verður að hafa, lélegan leik, lélega brandara og vægast sagt ömurlegan söguþráð. Eini ljósi punkturinn sem ég get séð í myndinni er Jennifer Lopez en það er bara ekki nóg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æ æ æ. Ég tók þessa mynd á leigu sem var því miður mistök. Jennifer Lopez er jafn légleg sem leikona og söngkona. Þessi mynd er hreinasti VIÐBJÓÐUR. Þetta er mynd sem er gerð í flýti. Leiðilegur söguþráður og klisjukend leikið. Þessi mynd er um unga konu sem vinnur við að skipuleggja brúðkaup. En á engan kærasta. En þá kemur þessi maður (jíbbí) og bjargar henni, og þau fara á stefnumót og hún skemmtir sér vel. Og verður ástfangin af manninnum, en ó nei - hann er giftur. Og þið getið bara giskað á restina. Og treystið mér, þið giskuðuð rétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rómantísk og bráðskemmtileg klisjumynd með poppgyðjunni Jennifer Lopez og leikaranum Matthew McConaughey. Hér segir af Mary Flore (Jennifer Lopez) sem er einn snjallasti brúðkaupsráðgjafinn í gervallri San Francisco. En á meðan Mary sérhæfir sig í að láta drauma annarra rætast er hún sjálft alltof upptekin til að hugsa um sitt eigið einkalíf. Mary skipuleggur eingöngu brúðkaup fyrir ríka og fræga fólkið. Nýjasti viðskiptavinur hennar er Internet-jöfurinn Fran Donolly og stefnir allt í að brúðkaupið verði stórkostlegt. Mary er hæstánægð með að brúðurin skuli velja hana til að skipuleggja veisluna, en lendir skömmu síðar í dálitlu bílslysi sem reynist afdrifaríkt fyrir hana. Þar kynnist hún náunga (Matthew McConaughey) sem heillar hana alveg uppúr skónum. Mary er því hæstánægð með lífið og tilveruna - allt þar til í ljós kemur að hún hefur brotið grundvallarreglu brúðkaupsráðgjafans. Hún er orðin ástfangin af brúðgumanum! Maðurinn sem hún hitti er nefnilega væntanlegur eiginmaður Fran Donnolly og Mary þarf því að beita sjálfa sig hörðu til að sætta sig við þá staðreynd að hún verður að gefa draumórana um þennan uppá bátinn. Hvað gerir Mary í stöðunni.... Jennifer Lopez og Matthew McConaughey eru mjög góð í hlutverkum sínum í þessari mynd og fer J-Lo sérstaklega á kostum í hlutverki brúðkaupsráðgjafans, en hún er eins og flestir vita ein af skærustu poppstjörnum samtímans og er ekki síðri leikkona eins og þeir vita sem sáu hana í hlutverki poppstjörnunnar Selenu sem féll fyrir morðingjahendi árið 1995. Það sem dregur þessa mynd nokkuð niður er klisjulegt handrit hennar og gerir það að verkum að úr verður væmin og langdregin klisja. Aðalleikarnir gera sitt besta en það fer svo að þetta verður ein allsherjar klisja sem er alltof langdregin. Lopez og McConaughey gera sitt besta en hér er á ferðinni meðalmynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn