The Gift (2000)16 ára
Frumsýnd: 16. mars 2001
Tegund: Spennumynd, Hrollvekja, Spennutryllir, Ráðgáta
Leikstjórn: Sam Raimi
Skoða mynd á imdb 6.7/10 52,382 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
The only witness to the crime was not even there
Söguþráður
Annie Wilson er ung ekkja með þrjú börn. Hún hefur “náðargáfu” og nær endum saman með því að spá í spil og lesa í framtíð fólks. Þegar dóttir eins af mikilsmetnustu íbúum á svæðinu hverfur, þá kallar faðir stúlkunnar og unnusta hans í Annie og biðja hana um að aðstoða lögregluna. Henni tekst að finna vísbendingar sem leiða til þess að lík hennar finnst í stöðuvatni, og lögreglan handtekur Donnie Barksdale, sem bæði Annie og lögreglan þekkja sem mjög ofbeldisfullan mann. Annie heldur áfram að fá vísbendingar, jafnvel eftir handtökuna, sem verður til þess að hún fer að halda að annar sé ábyrgur fyrir morðinu. Þegar hún svo hittir sjálfan morðingjann, fær hún óvænta aðstoð.
Tengdar fréttir
21.06.2016
Blóðug stúlka með mótefni
Blóðug stúlka með mótefni
Uppvakningamyndir halda áfram að streyma út af færibandi kvikmyndaiðnaðarins, og sú allra nýjasta er myndin The Girl With All the Gifts.  Leikstjóri er Colm McCarthy, og handrit skrifaði Mike Carey, sem vann það upp úr eigin samnefndri skáldsögu. Í myndinni þá ganga uppvakningarnir undir nafninu "hungries" eða "svangir" en söguhetjan er stúlka sem er einskonar "svangir-maður"...
21.06.2016
Gjörspilltir og gleyma að þeir séu löggur
Gjörspilltir og gleyma að þeir séu löggur
Fyrsta stiklan úr löggu-gamanmyndinni War on Everyone, er komin út en þar leika þeir Michael Peña og Alexander Skarsgård nokkuð hressar og gjörspilltar löggur sem dansa á mörkum velsæmis, jafnvel svo að þeir gleyma stundum hvorum megin laganna þeir eru. Myndin er eftir leikstjórann John Michael McDonagh, sem áður hefur gert myndirnar The Guard og Calvary. Söguþráður...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 57% - Almenningur: 56%
Svipaðar myndir