Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Quills 2000

Justwatch

Frumsýnd: 2. mars 2001

Meet the Marquis de Sade. The pleasure is all his.

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Myndin var valin besta mynd ársins af National Board of Review myndin hlaut einnig á dögunum tvær tilnefningar til Golden Globe m.a. Geoffrey Rush sem besti karlleikari í aðalhlutverki.

Quills er mögnuð mynd sem hefur hlotið frábæra dóma og lof gagnrýnenda og áhorfenda um allan heim. Myndin var valin besta mynd ársins af National Board of Review myndin hlaut einnig á dögunum tvær tilnefningar til Golden Globe m.a. Geoffrey Rush sem besti karlleikari í aðalhlutverki. Kate Winslet leikur þvottakonu á hælinu sem markgreifann de Sade, leikinn af Geoffrey... Lesa meira

Quills er mögnuð mynd sem hefur hlotið frábæra dóma og lof gagnrýnenda og áhorfenda um allan heim. Myndin var valin besta mynd ársins af National Board of Review myndin hlaut einnig á dögunum tvær tilnefningar til Golden Globe m.a. Geoffrey Rush sem besti karlleikari í aðalhlutverki. Kate Winslet leikur þvottakonu á hælinu sem markgreifann de Sade, leikinn af Geoffrey Rush dvelur. Hún hrífst af hugarórum markgreifans, gerist aðdáandi hans og smyglar síðustu skrifum hans út af hælinu. Michael Caine leikur lækni sem finnur upp á sínum egin pyndingaraðferðum til þess að fá markgreifann till að draga úr öfuguggahætti sínum. Joaquin Phoenix leikur prest sem reynir að koma í veg fyrir allan sadistaháttinn á hælinu. Leikstjóri er Philip Kaufman sem gerði Rising Sun, Henry and June og The Unbearable Lightness of Being (Óbærilegur léttleiki tilverunar). Besta mynd ársins á yfir 40 topp 10 listum! Frumsýnd 2. mars í Stjörnubíói.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Vááá!!! þessi mynd er ekkert nema eitt stórt meistaraverk um markgreifa að nafni Marquee de Sade sem var settur inn á geðveikrahæli. Þvottakonan á hælinu gerist fljótt aðdáandi markgreifans og byrjar að smygla öllum sögum Marquee út af hælinu til útgefanda sem prentir bækurnar hans og spillir frönsku þjóðinni með þeim, en þetta eru erótískar sögur og þegar stjórnunarmenn hælisins frétta þetta taka þeir öll skriffæri og allan munað frá greifanum. Þessi mynd kom mér mjög á óvart en ég hélt ég að ég væri að fara að horfa á einhverja breska ástarþvælu en ég varð bara mjög sáttur með þessa mynd. Þrjár og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í einu orði sagt: Frábært! Geoffrey Rush er ótrúlegur og vinnur algjörann leiksigur í myndinni. Klipping og taka er óaðfinnanleg, tónlistin heillandi og handritið einstaklega vel skrifað. Hvað viljið þið meira? Fjórar stjörnur fullar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint út sagt algjör snilld. Ótrúlega vel leikin og raunveruleg. Handritið vel unnið og persónusköpun með því betra sem ég hef séð. Á fjórar stjörnurnar vel skilið og jafnvel meira. Þessa mynd verða allir kvikmyndaáhugamenn að sjá!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík snilld. Þegar ég ákvað að skella mér á þesa mynd þá hafði ég nú ekki miklar mætur á henni, hélt hún væri frekar leiðinleg og langdreginn eins og síðustu myndir PHILIP KAUFMANS: UNBEARABLE LIGHTNESS OF BEING og HENRY OG JUNE. En svo var nú aldeilis ekki því hér er kominn ein flottasta mynd þessa árs og er ekki að furða að GEOFFREY RUSH er óskarstilnefndur fyrir aðalhlutverkið. Einn enn leiksigurinn hjá þessum frábæra leikara sem eykst í áliti hjá mér við hverja mynd. Ekki er svo Joaquin Phoenix síðri og MICHAEL CAINE hefur ekki verið betri í lengri tíma og er enn betri enn hann var i CIDER HOUSE RULES. Sagan fjallar í stuttu máli um markagreifann de sade sem er innilokaður á geðveikrahæli og samkipti hans við vinnustúlku þar leikin ágætlega af KATE WINSLET (mæli samt með að sjá hana í HEVANLY CREATURES þar sem hún sýnir sinn besta leik ever) skellið ykkur á þessa, fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar saman koma leikarar á borð við Geoffrey Rush, Michael Caine og Kate Winslet veit maður að sennilega er útkoman vel fyrir ofan meðallag. Það gildir svo sannarlega um þessa mynd. Philip Kaufman (ekki beint fyrsti maðurinn sem maður tengir við svona myndir) skilar af sér fyrsta flokks dagsverki hér. Sagan um markgreifann de Sade hefur oft verið sögð en sjaldan með eins mikilli innlifun og hugrekki. Yfirleitt er gert sem minnst úr ógeðinu sem vall upp úr greifanum en hérna er því hampað og það gert að einni stjörnunni. Sagan segir frá dvöl greifans (Rush) á geðveikrahæli. Þrátt fyrir innilokunina tekst honum að smygla skrifum sínum til útgefanda í gegnum þvottakonuna Madeleine (Winslet), þvert á bænir staðarhaldarans unga (Joaquin Phoenix). Þegar ritið umdeilda "Justine" berst til hirðar Napóleons sjálfs er nýr yfirlæknir (Caine) sendur á staðinn til að skrúfa endanlega niður í gamla perranum. Þetta er síður en svo smekklegt umfjöllunarefni og margt við myndina sem á eflaust eftir að hneyksla ýsma. Hins vegar eru gæðin slík að maður getur ekki annað en hrifist með. Rush sleppur mestmegnis við að ofleika í hlutverki sem flestir leikarar myndu drepa til að fá að leika. Winslet er hæfilega niðurlút, Phoenix gengur aðeins of langt undir lokin, og Caine er bara Caine (en hann má nú aðeins reyna að breyta hreimnum...). Þetta er óvenjuleg mynd á meðal flestra sem gerast á 19. öld á þann hátt að hún er ekki jafn bæld og maður hefur t.d. vanist í Merchant-Ivory myndum. Þessi mynd fjallar um fólk sem lætur undan sínum lægstu hvötum, og myndin leyfir áhorfendunum það líka með gráglettnislegum perrahúmor. Myndin verður svolítið of dramatísk undir lokin en það kemur ekki í veg fyrir að "Quills" er prýðis skemmtun, vel gerð og skammlaust hugsuð fyrir þá sem fúlsa ekki við smá neðanbeltishúmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2001

Tvær myndir um sama efnið?

Eins og áður hefur gerst í draumaborginni, er nú komin upp sú staða að það er verið að gera tvær myndir um sama efnið. Söguþráðurinn er á þá leið að Napóleon III sendir töframann og konu hans til nýlendunnar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn