Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Dancer in the Dark 2000

(Myrkradansarinn)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. september 2000

You don't need eyes to see.

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Björk, Lars von Trier og Sjón tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið "I've Seen It All" - Björk fyrir Lagið en Sjón og Von Trier fyrir textann. Björk tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir leik, og lagið sömuleiðis tilnefnt.

Selma Jeskova er innflytjandi frá Austur Evrópu sem býr í Bandaríkjunum, og vinnur í verksmiðju sem verkamaður. Hún er sæt og barnaleg og elskar söngleiki. Hún er að missa sjónina vegna ættgengs sjúkdóms. Hún er dugleg í vinnunni, og vinnur nótt og dag, til að safna sér peningum svo hún geti leyft syni sínu Gene að komast í augnaðgerð þegar hann verður... Lesa meira

Selma Jeskova er innflytjandi frá Austur Evrópu sem býr í Bandaríkjunum, og vinnur í verksmiðju sem verkamaður. Hún er sæt og barnaleg og elskar söngleiki. Hún er að missa sjónina vegna ættgengs sjúkdóms. Hún er dugleg í vinnunni, og vinnur nótt og dag, til að safna sér peningum svo hún geti leyft syni sínu Gene að komast í augnaðgerð þegar hann verður 13 ára gamall. Hún elskar leikhúsið, og er að æfa fyrir leiksýninguna "The Sound of Music" á kvöldin, og fer gjarnan í bíó með besta vini og samstarfsmanni sínum Kathy. Selma býr í húsvagni sem Bill Houston og eiginkona hans Linda leigja henni. Bill er lögreglumaður, sem eyðir um efni fram, til að halda elskulegri eiginkonu sinni ánægðri. Dag einn finnur Bill staðinn þar sem Selma geymir peningana sem hún er búin að safna, og stelur þeim. Skelfilegur atburður gerist þegar hún reynir að ná peningunum sínum til baka. ... minna

Aðalleikarar

David Morse

Bill Houston

Joel Grey

Oldrich Novy

Cara Seymour

Linda Houston

Vladica Kostic

Gene Jezkova

Jan Josef Liefers

District Attorney

Udo Kier

Dr. Porkorny

Yūsuke Kawazu

Woman on Night Shift

Sean-Michael Smith

Person in Doorway

Troels Asmussen

Dancer (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Ég er mikill Björk Fan, enn mér fannst skemmtanagildið afar veikt, myndin var ekki að mínu skapi fyrir utan tónlistar atriðin. Björk leikur hinnsvegar mjög vel og átti Cann verðlaunin algjörlega skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, ég plantaði mér fyrir framan sjónvarpið annan í páskum til að sinna skyldu minni sem Íslendingur. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Myndatakan er alveg hörmuleg og sjónarhornið of þröngt (eins og maður sé allan tímann að horfa í gegnum skráargat). Söngatriðin eru svo sem allt í lagi en alls ekki frábær, maður var til dæmis farinn að virða fyrir sér pottaplönturnar í staðinn fyrir að horfa á myndina í mörgum atriðanna. Mér fannst Björk ekkert frábær í þessu hlutverki og skil ekkert í öllum verðlaununum sem hún fékk (maður hafði það á tilfinningunni að hún væri vangefin) En allavega, myndin er allt í lagi ef maður hefur alls ekkert betra að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er erfitt að skrifa um Dancer in the Dark vegna þess að engin orð geta lýst því hvernig hún er. Ef þið sáuð Breaking the Waves (eða einhverja aðra Lars von Trier mynd) á hrár, frumlegur stíll Triers ekki eftir að koma ykkur á óvart en það skal tekið fram að undirritaður þurfti smá aðlögunartíma á meðan Dancer in the Dark var í gangi. Svona u.þ.b. 5 mínútur. Mér fannst þessi mynd vera snilldarleg frá fyrsta ramma til þess síðasta og aldrei hef ég komist svo nálægt því að gráta yfir kvikmynd og í kvöld. Fólk getur kallað þessa mynd "tilfinninga-bruðlara" o.s.frv. en það getur ekki sagt neitt sem fær mig til að skipta um skoðun. Dancer in the Dark er besta mynd sem ég hef séð síðan American Beauty. Mikið hefur verið talað um frammistöðu Bjarkar okkar Guðmundsdóttur og ætla ég hér að setja fram fullyrðingu: Björk er fullkomin í þessari mynd. Ég man hvað mér fannst það fyndið þegar ég las að Björk lék ekki heldur "fann" fyrir hlutverkinu, en það er eiginlega ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Mesti leiksigur sem ég hef áður séð var leikur Lily Taylor í mynd Abel Ferrara "The Addiction" en Björk kemst mjög nálægt því að toppa hana. Það sem að mínu mati var skemmtilegast við alla myndina var hvernig hún náði að gera, og það fullkomlega eðlilega, dans-og söngvamynd úr þessari ofur-tragísku sögu. Það er ekki hægt að setja Dancer in the Dark í neinn myndategundaflokk vegna þess að hún er svo mikil blanda af öllu mögulegu. Þessi mynd er alveg einstök. Ég get ekki sagt meir því að svo margt er hægt að segja (of margt, eiginlega) en enda þetta með því að (warning: klisja) hvetja alla til að sjá þetta listaverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki get ég sagt að ég hafi verið spenntur fyrir að sjá Dancer in the Dark, kannski einna helst vegna þess að ég er ekki mikill aðdáandi tónlistar Bjarkar, en samt ákvað ég að gera menningarlega skyldu mína sem Íslendingur og kvikmyndaáhugamaður og skellti mér á hana áðan. Stór mistök. Til að byrja með er ÖLL myndin tekin upp án þrífóts svo að myndin er stöðugt á hreyfingu, jafnvel þó ekkert merkilegt sé að gerast. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ógleðitilfinningar voru farnar að sækja á mig undir lok myndarinnar út af þessu. Myndin er náttúrulega það "listræn" að ég ætla ekki einu sinni að reyna að gagnrýna söguþráðinn sem slíkan. Söngatriðin voru frekar vandræðaleg og ég er ekki frá því að mér hefði þótt myndin betri án þeirra. Hún Björk okkar skilar að vísu þrusugóðri frammistöðu, vandamálið er bara að þó að hún sé að leika sjónskerta manneskju er eins og persóna sé hálfþroskaheft líka - að minnsta kosti félagslega. Nokkrir þekktir Hollywood leikarar eru í aukahlutverkum og sá hópur stendur sig einnig mjög vel. Hugmyndirnar sem liggja að baki myndinni eru í grófum dráttum góðar og það hefði mátt gera virkilega góða hluti úr þeim að mínu mati, Lars Von Trier er bara greinilega ekki maðurinn til þess og á endanum er það stíllinn hans sem mér fannst vinna mest gegn myndinni. Þeir sem eru ekki sérlegir aðdáendur Bjarkar ættu að láta þessa eiga sig, ég vildi að ég hefði gert það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.08.2020

Björk aftur á hvíta tjaldið

Mæðgurnar Björk Guðmundsdóttir og Ísidóra Bjarkardóttir fara með hlutverk í stórmyndinni The Northman eftir Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar, Robert Eggers. Sjón skrifar ha...

10.11.2019

Ingvar keppir við Antonio Banderas

Ingvar E. Sigurðsson var í gær tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki leikara í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. Verðlaunaafhendingin mun fara fram...

07.11.2015

Tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hefur verið tilnefnd sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum (European Film Awards) í ár. Sex myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Evrópska kvikmyndaakademían (European Fil...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn