Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Cell 2000

Frumsýnd: 20. október 2000

This Summer... Enter The Mind Of A Killer

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Catharine Deane er geðlæknir sem er hluti af byltingarkenndri nýrri meðferð sem gerir henni kleift að fara inn í huga sjúklinga sinna. Reynsla hennar af meðferðinni tekur nýja stefnu þegar alríkislögrelgan FBI kemur og biður hana í örvæntingu um greiða. FBI var nýbúin að elta uppi alræmdan raðmorðingja, Carl Stargher, en hann rænir einni konu í einu, og... Lesa meira

Catharine Deane er geðlæknir sem er hluti af byltingarkenndri nýrri meðferð sem gerir henni kleift að fara inn í huga sjúklinga sinna. Reynsla hennar af meðferðinni tekur nýja stefnu þegar alríkislögrelgan FBI kemur og biður hana í örvæntingu um greiða. FBI var nýbúin að elta uppi alræmdan raðmorðingja, Carl Stargher, en hann rænir einni konu í einu, og fer með þær á leynilegan stað þar sem hann heldur þeim í 40 klukkustundir þar til þær drukkna hægt og sígandi. Til allrar óhamingju þá er morðinginn núna fallinn í dá, sem þýðir að hann getur ekki sagt frá því hvert hann fór með síðasta fórnarlamb sitt. Catherine Deane þarf núna að keppa við tímann til rannsaka brenglaðan huga morðingjans til að fá þær upplýsingar sem hún þarf, en truflaður persónuleiki Stargher veldur hættu sem gæti orðið of mikil fyrir hana. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Misheppnuð hrollvekjumynd með Jennifer Lopez í aðalhlutverki. Myndin er um konu sem þarf að bjarga lífi annarar konu með því að fara inn í hugarheim morðingja. Jennifer Lopez ætti frekar að halda sig við gamanmyndirnar því hún er frekar léleg í þessari mynd. Ég gef The Cell því aðeins eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ágætis mynd, mætti samt vera betri. Jennifer Lopez er flott eins og vanalega og Vince Vaughn og Vincent D'onofrio eru þokkalegir í myndinni. En það sem er best í myndinni eru nasty atriðin. Maður var með fiðring eftir að maður sá þessi atriði. Eins og einn segir varðandi um þessi: Þessi er pottþétt ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög sérstök mynd - eitt augnablikið geturðu ekki horft á vegna viðbjóðs en stundumn ertu svo gjörsamlega heillaður af umhverfinu, brellunum og já Jennifer Lopez BÚHA!!! Ég hlakka þvílíkt til að sjá næstu myndir þessa leikstjóra enda þvílíkt efni á ferð. Myndin er möst, bara til að skoða þennan heim, því hann er draumi líkastur - oftast eins og martröð en stunudm líka mjög fallegur. Sagan sjálf er ágæt en hefði þvílíkt mátt sleppa óþarfa viðbjóðs atriðum og sögum, gerir ekki neitt fyrir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Do´nofrio cool og cool makeup á honum. Settin hella cool en myndin sjálf ? No cigar. Léleg, samt einhvern veginn var ég það hrifinn af konseptinu að ég myndi mæla með henni fyrir þá sem eru búnir að sjá allt annað og hafa ekkert betra að gera á mánudagsnóttu um hálf tvö leytið :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tarsem hefði kannski átt að nota slagorð sitt úr Superga Challenge auglýsingunum fyrir frumraun sína, The Cell: "Love it or hate it". Það er nákvæmlega það sem gagnrýnendur og áhorfendur upp til hópa hafa verið að gera. Þessi mynd hefur verið mjög umdeild, þá sérstaklega á netinu þar sem tveir alræmdustu gagnrýndur Bandaríkjanna, Roger Ebert og Harry Knowles, voru algjörlega óssammála um myndina. Ebert gaf henni sína bestu einkunn og kallaði hana eina af bestu myndum ársins á meðan Knowles notaði eins mörg orð yfir "skít" og hann mögulega gat til að lýsa myndinni. Þeir voru þó báðir sammála um sjónrænt gildi myndarinnar: hún er óeðlilega flott. Ég verð að vera sammála Ebert í þessu máli vegna þess að mér fannst hver einasti rammi í The Cell vera meistaraverk. The Cell er ein af þessum fáu myndum sem koma stundum út í Hollywood; listrænar og alls ekki "mainstream" en samt gerðar af stóru fyrirtæki fyrir umtalsverðan pening. Þegar svona myndir eru gerðar á að fagna þeim, ekki að úthúða þeim, við sjáum þær ekki mjög oft. Hvert atriði myndarinnar var spennandi og áhugavert og myndin hélt mér í heljargreipum þar til á síðustu stundu. Auk þess að vera listaverk og spennutryllir er The Cell einnig verulega óhugnaleg og ógeðsleg (hún er MJÖG blóðug á köflum) en verst eru þó atriðin þar sem við sjáum lítið en heyrum mikið - manni líður verulega illa. Það er lítið hægt að setja út á handritið en það besta við myndina er tilkoma snillingsins Tarsem Singh - þessi maður er ótrúlegur. Atriðin sem gerast í hugarheimi morðingjans eru svo ótrúlega vel gerð og falleg í ljótleika sínum að erfitt er að hrífast ekki með. En þessi mynd fellur alls ekki undan þunga fegurðar sínar eins og svo margar aðrar gera; hún er kannski style-over-substance, en til staðar er alveg nógu mikið substance til að halda hvaða mynd sem er á floti. The Cell er algjört listaverk, mynd sem fólk á eftir að rífast um lengi en á endanum á hún eftir að verða cult-klassík og á hún það skilið. Jennifer Lopez er frábær sem Catherine Deane, konan sem fer inn í huga morðingjans, Vince Vaughn er einnig góður sem Peter Novak, lögreglan sem leitar að síðasta fórnarlambi morðingjans, en Vincent D'Onofrio er alveg magnaður sem geðsjúki morðinginn og stendur hann sig vel í öllum gervum persónunnar. Tæknibrellur, sviðsmyndir og búningar gefa myndinni sérstakan blæ, alveg eins og einstök kvikmyndatakan - takið eftir einu atriði þar sem myndavélin virðist flæða áfram í átt að Catherine og Peter - algjör snilld. Ég vil segja svo miklu meira en ég vil heldur ekki eyðileggja fyrir þeim sem ekki hafa séð svo ég klára þetta með því að segja að The Cell er ein af langbestu myndum ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.06.2022

Afhverju er raðmorðinginn í The Black Phone svona ógnvekjandi?

Flestar hrollvekjur þar sem raðmorðingjar koma við sögu eyða vanalega nokkru púðri í að segja einhverja hörmulega sögu af fortíð morðingjans sem getur þá útskýrt afhverju venjuleg manneskja getur breyst í skríms...

01.04.2016

Hendir símanum í frystikistuna

Kvikmyndafyrirtækið Saban Films hefur samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, keypt dreifingarréttinn í Bandaríkjunum að hroll-vísindatryllinum Cell, með þeim John Cusack, Samuel L. Jackson og Isabelle Fuhrman í aðalhlutverkum. ...

12.01.2013

Júragarðurinn 4 í bíó á næsta ári

Þær RISAfréttir voru að berast að gera á fjórðu Jurassic Park myndina, en myndin fjallar um það þegar risaeðlur eru vaktar til lífsins eftir að hafa verið útdauðar í tugmilljónir ára. Universal kvikmyndafyrirtækið tilkynnti í gær a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn