Space Cowboys (2000)Öllum leyfð
Frumsýnd: 27. október 2000
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Vísindaskáldskapur
Leikstjórn: Clint Eastwood
Skoða mynd á imdb 6.4/10 60,524 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Space will never be the same
Söguþráður
Þegar rússneskt gervitungl á braut um Jörðu fer að fara af sporinu þá virðist sem stýrikerfið í gervitunglinu sé bandarískt að uppruna. Það er mikilvægt að ná að laga það áður en það kemur inn í lofthjúpinn. NASA maðurinn, Bob Gerson, reynir að finna út úr því hver hannaði gervitunglið, og kemst að því að það var hannað af Frank Colvin, flugmanni sem var hluti af teymi sem átti að fara út í geiminn fyrir 40 árum síðan, en þegar NASA var stofnað og Gerson hafði afskipti af málinu, þá var hætt við ferðina. Gerson biður Frank um hjálp, en Frank er enn fúll út í Gerson. En eftir smá japl jaml og fuður þá samþykkir Colvin að hjálpa til, en með því skilyrði að hann og hans teymi fái að fara útí geim og laga gervitunglið. Gerson samþykkir með semingi, þannig að Frank safnar saman fólkinu sínu, Tank Sullica, Jerry O´Neill og Hawk Hawkins. Eftir ítarleg próf þá eru þau öll samþykkt og fara upp ásamt tveimur öðrum geimförum til að skoða gervitunglið, en komast svo að því að þau fengu ekki að heyra allan sannleikann í málinu.
Tengdar fréttir
27.09.2012
Eastwood hleypir aðstoðarmanninum að
Eastwood hleypir aðstoðarmanninum að
Kvikmyndin Trouble With the Curve er nýjasta mynd Clints Eastwood sem leikstýrir þó ekki í þetta sinn heldur lætur samstarfsleikstjóra sinn til margra ára um verkið. Samstarfsleikstjórinn heitir Robert Lorenz og er Trouble With the Curve fyrsta myndin sem hann leikstýrir upp á eigin spýtur eftir að hafa starfað um árabil sem „Second Unit Director“ við hinar ýmsu myndir, þar á...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 78% - Almenningur: 52%
Svipaðar myndir