Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Patriot 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. júlí 2000

Before they were soldiers, they were family. Before they were legends, they were heros. Before there was a nation, there was a fight for freedom.

165 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna, fyrir tónlist, kvikmyndatöku og hljóð.

Sagan hefst árið 1776 í nýlendunni Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Benjamin Martin, stríðshetja úr franska - og indía stríðunum, sem glímir við drauga fortíðar, vill ekkert frekar en að lifa rólegu og friðsömu lífi á litlu plantekrunni sinni, og hefur engan áhuga á stríði við voldugustu þjóð í heimi, Stóra Bretland. Á sama tíma geta tveir elstu... Lesa meira

Sagan hefst árið 1776 í nýlendunni Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Benjamin Martin, stríðshetja úr franska - og indía stríðunum, sem glímir við drauga fortíðar, vill ekkert frekar en að lifa rólegu og friðsömu lífi á litlu plantekrunni sinni, og hefur engan áhuga á stríði við voldugustu þjóð í heimi, Stóra Bretland. Á sama tíma geta tveir elstu synir hans, Gabriel og Thomas, ekki beðið eftir að skrá sig í nýstofnaðan nýlenduherinn. Þegar Suður Karólína ákveður að taka þátt í uppreisninni gegn Englandi, þá skráir Gabriel sig samstundis í herinn ... án leyfis föður síns. En þegar William Tavington ofursti, sem þekktur er fyrir grimmilegar aðferðir sínar, kemur og brennir niður plantekru Martin, þá upphefst mikill harmleikur. Benjamin er nú á milli tveggja elda. Hann þarf að vernda fjölskylduna, en á sama tíma vill hann hefna sín og verða hluti af myndun nýrrar og metnaðargjarnrar þjóðar. ... minna

Aðalleikarar

Mel Gibson

Benjamin Martin

Heath Ledger

Gabriel Martin

Joely Richardson

Charlotte Selton

Jason Isaacs

Col. William Tavington

Chris Cooper

Col. Harry Burwell

Tchéky Karyo

Jean Villeneuve

Lisa Brenner

Anne Howard

Tom Wilkinson

Gen. Cornwallis

Donal Logue

Dan Scott

Leon Rippy

John Billings

Adam Baldwin

Capt. Wilkins

Gregory Smith

Thomas Martin

Mika Boorem

Margaret Martin

Trevor Morgan

Nathan Martin

Rene Auberjonois

Reverend Oliver

Logan Lerman

William Martin

Mary Jo Deschanel

Mrs. Howard

Jamieson Price

Capt. Bordon

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er bara snilld, og hreint skil ekki fólk sem fílar hana ekki. Það er nátturlega drama, en samt drama sem nær til manns. Fín skemmtun, 3 og hálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ömurleg mynd sem er bara týpísk bandarísk klisja.

Eina ástæðan fyrir því að hún fær tvær stjörnur er fyrir leik og myndatöku allt annað er að mínu mati klúður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin byrjar ágætlega og fyrsta bardagaatriðið í myndinni er stórkostlegt. Hún fellur hins vegar vegna þess að: 1) Ekki tekst að ná samúð áhorfandans með persónunum. Öll innri barátta er yfirborðskennd og fjarræn. 2) Áróðurinn og einhliða mynd af ,,góðu" og ,,vondu" mönnunum er óþolandi og ótrúverðugur. Það er t.d. hæpið að á þessum tíma hefði enginn í her englendinga hreyft mótbárum þegar ákveðið var að brenna kirkju (Guðshús!) niður fulla af saklausu fólki. 3) Myndin er svo full af klisjum og fyrirsjáanlegum atriðum að það eina sem maður fékk út úr tímunum þremur voru leiðindi yfir því að hafa haft rétt fyrir sér um framvindu mála. Þetta er eina af þeim myndum sem falla fyrir þeirri blekkingu að umbúðirnar nægi til að gera góða mynd. Hið sorglega er að umbúðirnar eru, þegar allt kemur til alls, ekkert sérstakar, mjög ófrumlegar og illa útsettar. Stjarnan ein og hálf er gefin fyrir flott bardagaatriði í upphafi og byrjun sem lofaði góðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílíkt og annað eins. Í fyrsta lagi er hann enginn 'patriot' því hann er ekki að berjast fyrir land sitt, heldur til að hefna sonar síns. Þar að auki byrjar myndin á því að hann mælir gegn því að fara í stríð. Þvílíkur föðurlandsvinur! Í annan stað, eru bardagaatriðin ekki skugginn af þeim sem voru í Braveheart og í hvert sinn sem einhver líkir þessarri mynd við það meistaraverk verð ég alltaf móðgaður fyrir hönd allra þeirra sem að henni stóðu. Þessi eru óspennandi af tveim megin ástæðum: persónurnar eru illa skapaðar og maður hefur enga samúð með þeim og klipping og leikstjórn gerir þau ruglingsleg og ólógisk. Í þriðja lagi er handritið afleitt. Formúlusamloka með klisju á milli. Kannski ekki við öðru að búast frá Robert Rodat sem skrifaði hið afleita handrit að Saving Private Ryan (sem hefði betur heitið Saving Private Rodat, því án snilldar Spielbergs hefði myndin aldrei orðið jafn mögnuð og raun bar vitni og ferill Rodat's hefði aldrei komist á flug). Til að nudda salti í sárin eru tæknibrellurnar ekkert merkilegar, alltaf mjög auðsjáanlegar og í sumum tilfellum eiginlega hálf-unnar. Það var ekkert mál að sjá hvaða aukaleikarar voru raunverulegir og hverjir voru settir inná með tölvu. Það er svo margt sem angrar mig við þessa mynd. En þó er eitt sem stendur langt uppúr. Ég sá hljóðnema koma niður á tjaldið fjórum sinnum! Fyrst hélt ég að sýningarstjórinn hefði rammað myndina vitlaust á tjaldið, en þegar hljóðneminn var svo neðarlega að Mel Gibson hefði verið hauslaus á tjaldinu hefði það verið ástæðan, þá rann það upp fyrir mér að þetta voru engin mistök. Það hefði verið nær að eyða nokkrum þúsundköllum í að þurrka þá út með tölvu, og sleppa frekar nokkrum skotum sem voru óþarflega langdregin, nú eða nokkrum skotum í bardagaatriðunum sem gerðu lítið fyrir söguna, en virtust bara eiga að vera 'kúl' (eins og fallbyssukúlan sem spilar Keilu við mótherjana). Það er ekkert sem rífur mann jafnfljótt út úr þeim heimi sem kvikmyndin á annars að skapa, en að sjá kvikmyndabúnaðinum bregða fyrir á tjaldinu. Sér í lagi þegar myndin gerist um 120 árum áður en kvikmyndin var fundin upp... Ein stjarna fyrir virkilega flotta lýsingu og kvikmyndatöku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.07.2014

Patriot leikkona látin 21 árs

Leikkonan Skye McCole Bartusiak, sem lék unga dóttur Mel Gibson í myndinni The Patriot frá árinu 2000, er látin aðeins 21 árs að aldri. Hún lést á heimili sínu í Houston. Móðir Bartusiak sagði The Associated Press fréttas...

31.05.2014

Seagal gagnrýnir Liam Neeson

Steven Seagal hefur gagnrýnt Írann Liam Neeson og segir hann ekki vera alvöru hasarmyndaleikara.  Seagal, sem er frægur fyrir slagsmálahæfileika sína, telur að það þurfi ekki lengur alvöru "stríðsmenn" í nútíma hasarmynd...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn