Náðu í appið
Öllum leyfð

Chicken Run 2000

Justwatch

Frumsýnd: 20. október 2000

There's Nothing More Determined Than Poultry With A Plan.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 88
/100

Hænurnar Ginger, Bunty, Babs og Fowler eru fastar á bóndabænum og þrá að flýja. Ef þær ná ekki að verpa neinum eggjum í vikunni, þá munu herra og frú Tweedy gera þær höfðinu styttri. Þær gera margar misheppnaðar flóttatilraunir og tíminn er að renna út. Þegar svo virðist sem þetta muni ekki takast hjá þeim birtist bandaríski haninn Rocky á bænum.... Lesa meira

Hænurnar Ginger, Bunty, Babs og Fowler eru fastar á bóndabænum og þrá að flýja. Ef þær ná ekki að verpa neinum eggjum í vikunni, þá munu herra og frú Tweedy gera þær höfðinu styttri. Þær gera margar misheppnaðar flóttatilraunir og tíminn er að renna út. Þegar svo virðist sem þetta muni ekki takast hjá þeim birtist bandaríski haninn Rocky á bænum. Þegar Ginger sér Rocky fljúga, þá áttar hann sig á því að þetta er eina leiðin sem þær hafa til að flýja. Hænurnar verða núna að læra að fljúga áður en tíminn rennur út.... minna

Aðalleikarar

Julia Sawalha

Ginger (voice)

Mel Gibson

Rocky (voice)

Imelda Staunton

Bunty (voice)

Jane Horrocks

Babs (voice)

Lynn Ferguson

Mac (voice)

Miranda Richardson

Mrs. Tweedy (voice)

Tony Haygarth

Mr. Tweedy (voice)

Timothy Spall

Nick (voice)

Phil Daniels

Fetcher (voice)

Jed Johnson

Fowler (voice)

John Sharian

Circus Man (voice)

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er um hænur sem reyna að sleppa af bónabæ þar sem þær eru beittar harðræði en allt í einu berast þeim hjálp frá hrokkafullum hana sem þykist geta allt .Mel Gibson fór á kostum sem hrokkafulli haninn. Og hann stóð sig bara vel. Hin besta mynd og vel gerð alveg ótrúleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta mynd sem ég hef séð. Ég fór á hana með bæði íslensku og ensku. Vonandi á eftir að koma skemmtilegur tölvuleikur. Nokkur atriði eru frekar gervileg en myndin er frábær og þeir sem ekki hafa séð hana eiga að drífa sig í bíó. Besta mynd ársins 2000.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er komin fyrsta mynd þeirra félaga Nick Park og Peter Lord, sem að eru höfundar þáttana Wallace & Gromit. Þessi mynd fjallar um hænur sem eru að reyna að flýja frá bóndabæ Tweedy. Þetta er ótrúlega fyndin og góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og með hina dásamlegu Toy Story 2 þá er aðeins hægt að lýsa Chicken Run með orðinu "skemmtileg", því að er nákvæmlega það sem hún er. Hvernig getur mynd um breska kjúklinga sem reyna að flýja brjálaða, peningagráðuga konu verið leiðinleg? Sérstaklega þegar hún er gerð af sama fólkinu og gerði Wallace & Gromit? Og að hugsa sér hversu ótrúlega erfitt það hlýtur að hafa verið að gera þessa mynd - ég veit ekki hvað þessi mynd var lengi í framleiðslu en The Nightmare Before Christmas, fyrsta leirmyndin í fullri lengd, var meira en tvö ár í gerð. Það þarf mikla þolinmæði í að gera svona myndir. Mel Gibson stendur sig vel sem Rocky, Julia Sawalha er góð sem Ginger en það voru Jane Horrocks og Miranda Richardson sem komu skemmtilegast á óvart - þá sérstaklega Horrocks en hún fékk mann til að hlæja í hvert einasta skipti sem persóna hennar sást á tjaldinu. Það er ekki mikið meira að segja annað en að Chicken Run er hin besta skemmtun (fyrir alla fjölskylduna, hvorki meira né minna) og ættu sem flestir að sjá hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2020

Ólíklegt að Gibson verði í framhaldsmyndinni - „Á ég eftir að fá AIDS?“

Leikstjórinn og fyrrum stórleikarinn Mel Gibson hefur eina ferðina enn komið sér í sviðsljósið vegna umdeildra ummæla í garð gyðinga og Hollywood-bransinn farinn að bregðast við í takt. Andúðin að sinni gaus upp e...

18.11.2011

Verður Hugh Grant sjóræningi ársins?

Ný stikla er dottin á netið fyrir stop-motion myndina Pirates! A Band of Misfits. Myndin er frá Breska fyrirtækinu Aardman Animation, þeim sömu og færðu okkur Wallace og Gromit, og Chicken Run. Þau hafa einnig gert hefðbundnari tölvuteiknimyndir á borð við Flushe...

05.07.2001

Skjaldbakan og hérinn

Nýjasta verkefni þeirra Peter Lord og Nick Park ( Chicken Run ) hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Það átti að vera leirbrúðumyndin The Tortoise And The Hare. Þessir snillingar sem eru aðalmennirnir hjá Aardman framl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn