Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

101 Reykjavík 2000

Frumsýnd: 1. júní 2000

88 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Þó Reykjavík sé minni en flestir vilja játa og miðbærinn beinlínís dvergvaxinn, bætir borgin það upp með villtu næturlífi. Umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskautaveðráttan í póstnúmerinu 101 Reykjavík. Ekki svo að skilja að Hlynur, hin seinheppna söguhetja 101 Reykjavík, hafi neina... Lesa meira

Þó Reykjavík sé minni en flestir vilja játa og miðbærinn beinlínís dvergvaxinn, bætir borgin það upp með villtu næturlífi. Umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskautaveðráttan í póstnúmerinu 101 Reykjavík. Ekki svo að skilja að Hlynur, hin seinheppna söguhetja 101 Reykjavík, hafi neina hugmynd um hvar hann er staddur í lífinu. Kynferðislíf hans er lítt skiljanlegt, allra síst honum sjálfum. Eftir að Lola, sem er spænskur flamingó kennari, með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.... minna

Aðalleikarar

Allt í lægi!
101 Reykjavík er þessi dæmigerða Íslenska kvikmynd og nær aldrei
neinu flugi, hún er allt of AMERÍSK, og finnst mér að leikstjórinn
og framleiðendurnir hefðu mætt setja smá meira í hana en ella.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já þessi mynd er mjög skemmtileg.Hilmir Snær leikur lúser sem býr hjá mömmu sinni hefur enga vinnu fær bara bætur.Hlynur Hilmir Snær)Verður fyrir áfalli seinna í myndini og skylur ekkert í því hvernig það gat gerst því svoleiðis á ekki að geta gerst því hann var með s.... góð íslensk gamanmynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var frekar fín, Baltasar Kormákur getur verið stoltur af þessari fyrstu kvikmynd sinni. Hilmir Snær og Victoria Abril leika hlutverk sín mjög vel en það sem ég fatta ekki við myndina var að það var fengið Damon Albarn til þess að semja tónlistina í myndinni og eina lagið sem er spilað alla myndina er lagið " Lola " eftir Ray Davis. Og eitt enn sem ég verð að segja við myndina að atriðið þegar hann er að hugsa um að drepa fjölskylduna sína með byssu er reyndar stolið. Myndin er samt mjög fyndin og þá sérstaklega atriðið þegar Hilmir Snær fer inn í herbergið þar sem pör eru að ríða og hann sest bara niður, kveikir sér í sígarettu og byrjar að röfla ( þvílíkt fyndið ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hin albesta Íslenska kvikmynd sögunnar sem er bæði fyndin og skemmtileg, með góðan leik og með frábært handrit. Sjáðu þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þetta vera alveg frábær mynd. Það var fullt af leyndum húmor í henni og mér finnst þetta vera besta íslenska myndin síðan Stella í orlofi var gerð. Ég hló mikið á þessari mynd. Baðkarið var FRÁBÆRT! Það verður örugglega hægt að horfa oft og mörgum sinnum á þessa mynd, hún er einhvern veginn þannig. Allavæna þá er aðalpersónan Hlynur býsna skrýtinn og maður hefur eiginlega samúð með honum, þó að hann kunni alls ekkert í mannlegum samskiptum. Ég ætla ekkert að fara nánar í söguþráðinn, þið verðið bara að sjá myndina. Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra en ég óska aðstandendum myndarinnar til hamingju með árangurinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.01.2021

Listræn samsuða af drama og kómedíu

Norms er ný íslensk vefþáttaröð sem frumsýnd verður á RVK Feminist Film Festival 14. janúar næstkomandi. Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin...

03.08.2017

Vetrarbræður heimsfrumsýnd í dag í Locarno

Í dag kl. 12 að íslenskum tíma heimsfrumsýnir leikstjórinn Hlynur Pálmason dansk/íslensku kvikmyndina Vetrarbræður, sem opnunarmynd aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno. Kvikmyndin keppir þar um hin mikils metnu G...

08.09.2016

Meiri leikstjóri en leikari

Baltasar Kormákur, leikstjóri og aðalleikari nýrrar íslenskrar kvikmyndar, Eiðsins, sem frumsýnd verður á morgun, segist í samtali við Fréttablaðið, vera meiri leikstjóri en leikari. "Ég held að ég sé meiri leikst...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn