Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

American Psycho 2000

Frumsýnd: 21. júlí 2000

Killer looks.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Christian Bale tilnefndur til ýmissa verðlauna fyrir leik sinn, þ.á.m. Empire Awards í Bretlandi.

Patrick Bateman vinnur á Wall Street í New York í fyrirtæki föður síns, en á kvöldin er hann kaldrifjaður morðingi, siðblint skrímsli, sem hatar heiminn meira og meira með hverjum deginum sem líður.

Aðalleikarar

Christian Bale

Patrick Bateman

Willem Dafoe

Detective Donald Kimball

Jared Leto

Paul Allen

Josh Lucas

Craig McDermott

Samantha Mathis

Courtney Rawlinson

Matt Ross

Luis Carruthers

Bill Sage

David Van Patten

Cara Seymour

Christie

Justin Theroux

Timothy Bryce

Reese Witherspoon

Evelyn Williams

Stephen Bogaert

Harold Carnes

Marie Dame

Victoria

Patricia Gage

Mrs. Wolfe

Leikstjórn

Handrit


Verulega veik og vanmáttug svört gamanmynd. Hefur verið lýst sem ádeilu á þjóðfélagið og efast ég ekki um að það sé rétt en myndin snýst eiginlega um ekkert annað heldur en það. Ég veit að margir eru ósammála mér en mér finnst Christian Bale ekki vera alveg nógu sannfærandi og spurning hvort að hann sé nokkuð rétti maðurinn í hlutverkið þegar allt kemur til alls. Einnig er Willem Dafoe í svo hlægilega illa skrifuðu hlutverki að helmingurinn af því hálfa væri nóg. Svo tekur maður varla eftir Reese Witherspoon, hún fær svo lítinn tíma á skjánum, maður hefði nú viljað sjá meira af henni. American psycho kemst þó mjög nálægt meðallagi fyrir það hversu steikt og stýlísk hún er. Ég get samt ekki gefið henni meira en eina og hálfa stjörnu einfaldlega vegna þess að hún er ekki góð. Margir eru að fíla þessa mynd en ég er ekki í þeim hópi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Christian Bale þrátt fyrir að vera Breti að leika Kana er fullkominn sem Patrick Bateman. Hann er algerlega gallalaus. American Psycho er mynd lík Fight Club þar sem báðar myndirnar sýna vandmál nútíma þjóðfélagsins. American Psycho sem gerist um árið 1985 er um Patrick Bateman sem vinnur á Wall Street og græðir peningahrúgur en Bateman er allt annað en mennskur. Hann hefur engar skýrar tilfinningar nema græðgi og ógéðfelld. Hann hefur nánast enga samvisku né neitt sem kemur í veg fyrir eyðileggingarmátt hans. Hann semsagt drepur fólk mjög oft og má halda að það sé venjulega félagslega ferlið hans. Að hittast, kynnast og drepa. Hann er líka fastur í sínu eigin egói, ekkert annað skiptir í raun máli nema heilsa hans og vellíða. Patrick Bateman er samkvæmt þjóðfélaginu, geðsjúkur fjöldamorðingi. Er hann vandamál þjóðfélagsins eða er þjóðfélagið vandamál hans? Er hann kannski eini maðurinn sem sér hve ömurlegt fólk er? Er hann brjálaður eða eru allir aðrir það? Það sem gerir American Psycho snilld er þessi brjálaða frammistaða Christian Bales, húmorinn bakvið persónu hans, handiritið og sagan og að lokum allt sem er í kollinum á Patrick Bateman. American Psycho er Patrick Bateman og myndin snýst fullkomnlega í kringum hann. Þessi mynd er einstök og líklega enginn hefði geta gert hana betur. Að lokum bendi ég á að þetta er besti leikur Christian Bales síðan hann byrjaði og einn besta frammistaða aðalleikara í kvikmynd síðan aðalleikarar byrjuðu að leika í kvikmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég mæli eindregið með þessari frábæru mynd og einnig að fólk lesi bókina( helst áður en farið er á myndina). Myndin nær bókinni fullkomlega og Bale er fullkominn í hlutverki Patrick Bateman. Ástæðan fyrir því að myndin fékk R stimpil í BNA en ekki NC-17 eins og hún átti að fá upphaflega var vegna þess að trekant atriðið var tekið út þar sem Bandaríkjamenn vilja frekar banna nekt en ofbeldi. En sem betur fer fá Evrópubúar að sjá hana óklippta. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð í langan tíma. Frábærir leikarar, svartur húmor, kaldhæðni, ofbeldi og ádeila á uppasamfélagið gerir þessa mynd frábæra. Ég mæli sterklega með því að fólk lesi bókina eftir Brett Easton Ellis áður en farið er á myndina til að finnast hún ennþá betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld. Christian Bale er allgjör snillingur sem Patrick Bateman. Þetta er meistarastykki sem allir verða að vera búnir að sjá. Hún er líka þokkalega fyndinn, ég hef aldrei farið á svona fyndna hrollvekjumynd áður. Hefðu þeir gert myndina eins og hún var eftir bókinni þá hefði hún verið betri, en það hefði verið of langt gengið út af því að bókin er svo ógeðsleg. Ég skil ekki af hverju Christian Bale var ekki tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti karlleikari í aðalhlutverki miðað við frammistöðu hans í myndinni. En samt sem áður fær hún 4 stjörnur, pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

27.11.2019

Banks gerir Ósýnilegu konuna

Pitch Perfect 2 leikkonan og leikstjórinn Elizabeth Banks hefur verið ráðin til að leikstýra kvikmynd um ósýnilegu konuna ( e. Invisible woman ). Banks mun jafnframt leika í kvikmyndinni, að því er fram kemur í The Ho...

19.02.2014

Yeezus verður að kvikmynd

Rapparinn Kanye West hefur hafið samstarf með höfundi American Psycho, Bret Easton Ellis, til þess að gera kvikmynd sem verður skrifuð út frá plötunni hans, Yeezus. "Hann kom og spurði mig um að skrifa handritið að myn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn