Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

The Whole Nine Yards 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. mars 2000

In the heart of suburbia, a hit man with heart has just moved in.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Oz er tannlæknir í Montreal, sem er að reyna að borga niður skuldir svo hann geti skilið við eiginkonuna: en þau þola ekki hvort annað. Þegar hún kemst að því að nýi nágranninn er leigumorðinginn Jimmy the Tulip, og sem er með verðlaunafé sett til höfuðs sér, þá sendir hún Oz til Chicago til að fá peninga fyrir að segja mafíuforingjanum yanni hvar... Lesa meira

Oz er tannlæknir í Montreal, sem er að reyna að borga niður skuldir svo hann geti skilið við eiginkonuna: en þau þola ekki hvort annað. Þegar hún kemst að því að nýi nágranninn er leigumorðinginn Jimmy the Tulip, og sem er með verðlaunafé sett til höfuðs sér, þá sendir hún Oz til Chicago til að fá peninga fyrir að segja mafíuforingjanum yanni hvar Jimmy er að finna. Til að losna við nöldrið í konunni, þá fer Oz, og aðstoðarkona hans Jill hvetur hann til að nota tækifærið og fara á kvennafar í leiðinni. Einn af mönnum Yanni bíður eftir Oz á hótelinu, og Oz er núna of flæktur í málið til að komast undan því að segja Yanni allt sem hann veit. Á sama tíma þá svíkur eiginkonan Oz, og segir Jimmy frá öllu saman, og vonar að Jimmy drepi Oz svo hún geti grætt á líftryggingunni hans. Oz hittir eiginkonu Jimmy, felllur fyrir henni, og enn flækjast málin. Jafnvel Jill er ekki sú sem hún segist vera.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mér fannst þetta vera mjög góð mynd og ég get sagt fyrir mitt leyti að hún er frábærlega fyndin og allir leikarar passa vel við sína persónu. Bruce Willis er frábær sem þessi yfirvegaði og óttalausi leigumorðingi. Matthew er líka góður sem tannlæknir í vonlausu hjónabandi í úthverfum Montreal. Ég mæli með þessari mynd. Hún er frabær. Sjáið hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verða að vera sammála því að Matthew Perry var einum og "Chandler-legur" í þessari mynd og að hreymur Rosanna Arquette var alveg hryllilegur. En samt sem áður var þetta ágætis afþreying. Aðrir leikarar stóðu sig ágætlega. En það vantaði meiri dýpt í persónunar. En sá leikari sem mér fannst standa uppúr var Natasha Henstridge, sem stóð sig einstaklega vel. Semsagt: Ágætis grínmynd, með góðum leikurum (sem hefðu getað gert betur). Ég mæli með því að fólk sjái þessa mynd, þar sem hún var mjög góð skemmtun. En ekki búast við einhverjum stórleik.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mér svolítið á óvart hversu innihaldslaus hún var í raun og veru. Það gerðist bókstaflega ekkert alla myndina. Matthew Perry átti góða spretti en Bruce Willis var samt allra skástur. Ekki nógu fyndin og innihaldslaus, gef henni tvær fyrir það eitt að ver ágæt dægrastytting. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, ég ætla að byrja á að taka undir það að Roseann Arquette er óþolandi í myndinni með þennan "franska" hreim sinn, þannig að maður virkilega hatar manneskjuna, en er það ekki einmitt tilgangurinn? Matthew Perry er alger vinur í myndinni, en er það ekki alveg í lagi? Bruce Willis er alltaf að leika sama manninn, ekki satt, "John McClaine" týpuna og hvað með það, hann er alltaf flottur! Þannig að myndin er snilld, flottir kvenmenn (nema gamla nornin), hnittnar setningar, og bara trylltur húmor, ég hreinlega sprakk yfir myndinni! Eftirlætis atriði: Þegar vinurinn misþyrmir stýrinu á bílum sínum eftir að hafa gengið í gegnum vítiselda sinnar "heittelskuðu".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar er þetta nú slöpp grínmynd verð ég að segja.Perry vinur er svo fastur í vinahlutverkinu að það er ekki fyndið. Willis er hinsvegar flottur að vanda alltaf sami töffarinn. Þessi mynd voru töluverð vonbrigði...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn