Náðu í appið
Öllum leyfð

Small Soldiers 1998

Frumsýnd: 9. október 1998

108 MÍNEnska

Í smábænum Winslow Corners í Ohio gengur lífið sinn vanagang, fólkið er vingjarnlegt og leikfangahermenn eru bara leikföng. En það ber hins vegar að varast að dæma leikfangahermennina eftir umbúðunum sem þeir koma í, því Sérsveitin er nefnilega leikfangahermenn sem tekið hafa afstöðu. Í þeirra augum er allt annað en þeir einungis leikföng og það á... Lesa meira

Í smábænum Winslow Corners í Ohio gengur lífið sinn vanagang, fólkið er vingjarnlegt og leikfangahermenn eru bara leikföng. En það ber hins vegar að varast að dæma leikfangahermennina eftir umbúðunum sem þeir koma í, því Sérsveitin er nefnilega leikfangahermenn sem tekið hafa afstöðu. Í þeirra augum er allt annað en þeir einungis leikföng og það á einnig við um hina grunlausu íbúa smábæjarins sem hafa einhverra hluta vegna bundist samtökum við Gorgonitana, svarna óvini Sérsveitarinnar. Hinir göfugu en tröllslegu Gorgonitar vilja fá að leynast fyrir Sérsveitinni nógu lengi til að finna hina týndu Gorgoneyju. Sérsveitin er aftur á móti ekki tilbúin að gera neina friðarsáttmála eða standa í samningaviðræðum og í baráttu sinni er hún ekki tilbúin að þyrma nokkrum eða taka til fanga.... minna

Aðalleikarar


Hversu cool væri það ef leikföng hefðu sjálfstæðan vilja og gætu labbað um, talað og gert hluti eins og þú og ég? Small Soldiers fjallar nokkurn veginn um þetta. Þó svo þessi sé enginn snilld, var eitthvað við hana sem heillaði mig. Mér fannst skemmtanagildi myndarinnar mjög gott. Talsetning Tommy Lee Jones sem foringi Úrvalssveitarinnar smellpassar. Svo fannst mér endabardaginn alveg ágætur. Enginn snilld, en samt mynd sem hægt er að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá hvað þetta er ömurleg mynd. Hún skal samt fá eitthvað fyrir að vera hlæilega léileg mynd og hversu kjánaleg hún er. Ég mæli öllum tíu ára börnum að sjá þessa mynd og kaupa sér action man kall straks eftir á.ÉG verð bara að segja að mínu mati er þetta ripp off af toy story myndinni(þessi kom áður en toy story 2). Í raun er þetta bara kjánamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Væskilsleg ævintýramynd um leikfangafyrirtæki sem vill gera eitthvað til þess að ganga í augun á nýjum eiganda þess Denis Leary og hanna að hans ósk leikföng með gáfur og hreyfigetu. Útkoman eru hetjurnar í Úrvalssveitinni og vondu kallarnir Gorgonítarnir. Strákur í smábæ Gregory Smith kemst yfir seríu af báðum gerðum og kviknar þá á þeim. Þá kemur í ljós að leikföngin eru ekki eins og þeim er ætlað að vera. Úrvalssveitarmennirnir með Chip Hazard Tommy Lee Jones í fararbroddi, eru í raun morðóðir klikkhausar sem gera hvað sem er til þess að eyða Gorgonítunum sem eru rólegir og upplýstir pasifistar með Archer Frank Langella í fararbroddi. Í mannlegi þátturinn í þessari mynd er einkar illa heppnaður. Steindauðar og ómerkilegar persónur og slæmur leikur þar samfara. Denis Leary á reyndar smá syrpu í byrjun en svo hverfur hann á braut og sést ekki fyrr en í lokin þegar hann nær upp smá hláturshroku í áhorfendum en nær þó ekki að hjálpa umhverfinu. Dúkkurnar á annað borð eru einu spennandi persónurnar í myndinni. Þær eru algjörar andstæður við raunveruleikann þar sem hlutskipti þeirra áttu að vera víxluð og sama gildir þar um vinnubrögðin. Eftirlifandi leikarar The Dirty Dozen tala fyrir Úrvalssveitina og tjúllararnir úr This Is Spinal Tap tala fyrir Grogonítana. Sena þar sem Úrvalssveitin lífgar við einhvurjar BARBÍ- dúkkur er skemmtilega sjónrænt og vel gert svo og lokaatriðið þar sem þeir ráðast fram með risastóran her úr verksmiðjunni. Allt er þetta þó fyllt upp með væmni og klisjum hjá mannfólkinu. Hefði verið góð ef minni áhersla hefði verið lögð á fólkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar leikfangaframleiðandi nokkur setur á markaðinn hasarfígúrur sem eru fyrir mistök búnar með tölvuörgjörva sem hannaður var fyrir herinn verður allt vitlaust. Fígúrunum er skipt upp í tvær fylkingar sem eiga að útrýma hvor annarri og með hjálp gervigreindar örgjörvans verða þær sér fljótlega út um öflugari vopn og fara að ógna mannfólkinu. Tölvutækni og brúður eru notaðar til skiptis til að gæða fígúrunum lífi og mér fannst það ekki alveg ganga nógu vel upp, maður sér til dæmis í flestum tilfellum greinilega hvora aðferðina er verið að nota. Söguþráðurinn er þokkalega frumlegur en myndin er samt uppfull af leiðinda bandarískum klisjum hvað varðar mannfólkið í henni og það skortir verulega spennu eða góðan húmor. Myndin virðist líka vera frekar ráðvillt varðandi hvaða aldurshóp hún er að miða á. Sæmileg afþreying í stuttu máli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.05.2011

Áhorf vikunnar (2.-8. maí)

Sumir eru á fullu í prófum, aðrir búnir að halda sér utandyra eins og þeir eigi ekkert heimili vegna óvenjulega mikils hitastigs sem við höfum fengið síðustu daga. Annars er komið að Áhorfinu góða, og notendur upplýsa því fyrir ok...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn