Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Never Say Never Again 1983

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sean Connery is back as James Bond 007

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Nýtt verkefni bíður James Bond 007. SPECTRE samtökin, og leiðtogi þeirra Ernst Stavro Blofeld, hafa stolið tveimur bandarískum kjarnaoddum. Bretar setja 00 áætlunina í gang og senda Bond til Bahamaeyja til að endurheimta kjarnaoddana. Bond lætur millljónamæring að nafni Max Largo vita, en er einnig farið að gruna vinkonu Largo, Fatima Bush, um græsku. Bond rannsakar... Lesa meira

Nýtt verkefni bíður James Bond 007. SPECTRE samtökin, og leiðtogi þeirra Ernst Stavro Blofeld, hafa stolið tveimur bandarískum kjarnaoddum. Bretar setja 00 áætlunina í gang og senda Bond til Bahamaeyja til að endurheimta kjarnaoddana. Bond lætur millljónamæring að nafni Max Largo vita, en er einnig farið að gruna vinkonu Largo, Fatima Bush, um græsku. Bond rannsakar Largo, á sama tíma og kærasta Largo, Domino, flækist í málið.... minna

Aðalleikarar


Endurgerð Thunderball og stendur frumgerðinni langt að baki, þó um ágætisafþreygingu sé að ræða. Það tók enda gríðarháar fjárhæðir til að fá Connery aftur í hlutverkið, fimm milljónir dala og hafði ´83 ekki nokkur maður fengið svoleiðis upphæð fyrir bíóleik.

Þó svo myndin sé á köflum sem skopstæling af Thunderball er valinn leikari í hverju rúmi og reddar það miklu, þó svo Rowan Atkinson sé eins og álfur út úr hól á kantinum. Svo er Kim Basinger til svæðis og hún er jú alltaf voða sæt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er andskotans þvæla frá upphafi til enda,og ég er viss um,að ef hann Ian Fleming sem skapaði Bond,myndi frétta af þessu,myndi hann snúa sér við í gröfinni.Ég meina það!Sean Connery átti að hafa vit á því að hafna þessu tilboði um að leika í þessari mynd,því að hún er,líkt og Highlander 2,svartur blettur á annars glæstum ferli hans.Þarna má sjá kynbombuna fyrrverandi Kim Basinger,og eina ástæðan fyrir því að hún hefur tekið hluverkið er sennilega sú að Connery var meðleikari hennar.Að ég tali nú ekki um hinn fína leikara Claus Maria Brandauer,sem greinilega reynir sitt besta til að halda gæðum myndarinnar uppi en árangurslaust.

ATH!Sean Connery átti sitt tímabil sem James Bond,á árunum 1962,63,64,65,67 og 71,og átti að sætta sig við það,en þess í stað datt honum í hug að reyna að vera ,,töffari áratugarins´´, í annað sinn(Sem er raunar ekki hægt nema fyrir kraftaverk),en hann Arnold Schwarzenegger hafði yfirtekið þann níunda með því einu að leika tortímingarvélmenni(The Terminator-1985).Sem betur fer mun þessi myn fyrnast og gleymast að mestu á næstu árum og áratugum,en ég held að hann Sean Connery verði sífellt í óútskýranlegri fýlu um ókomna tíð.


Arnar Þór Kristjánsson,Hveragerði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 1983 var sérstaklega gott ár fyrir James Bond aðdáendur, afhverju, jú það komu út tvær Bond myndir. Ein frá MGM, Octopussy með Roger Moore og ein frá Warner Bros, Never Say Never Again með Sean Connery. Ástæðan fyrir þessu er að áður en Ian Fleming seldi kvikmyndaréttin á Dr. No þá hafði hann unnið að kvikmyndahandriti með manni að nafni Kevin McClory. Handritið fjallaði um James Bond að berjast við ofurillmennið Blofeld og SPECTRE, Blofeld hafði stolið tveim kjarnorkuoddum og hótaði að sprengja þær ef hann fengi ekki það sem hann vildi. En áður en þeir náðu að klára það hættu þeir við það. Stuttu seinna skrifaði Fleming bókina, Thunderball, sem var byggð á handritinu. Þá fóru af stað miklar lögsóknir sem enduðu með því að Kevin leifði Albert Brocoli að gera Thunderball og að hann fengi 20% að hagnaði myndarinnar, það var líka í samningnum að hann mundi ekki gera mynd byggða á handritinu næstu 10 árin. En árin liðu og margar lögsóknir flugu á milli Alberts og Kevins, þangað til árið 1983 þegar Kevin hitti Jack Schwartzman í Warner Bros, Jack fjármagnaði lögfræðingagjöldin hans Kevins og á endanum fengu þeir réttin á að gera Bond mynd. Sean Connery fékk mikin áhuga á henni og loks samþykkti hann að leika James Bond aftur. Útkoman varð Never Say Never Again.


Í myndinni er Bond orðinn gamall(rétt 53 reyndar, Roger Moore var 56 þegar hann lék í Octopussy). Það er komin nýr M(Edward Fox), sem hefur lítið not fyrir 00 njósnarana. Hann er líka alveg óþolandi mikið breskur. Það er líka nýr Q (Alec McCowen) sem er svipað leiðinlegur og nýi M. Raunar er allt M16 liðin helber skömm fyrir hið raunverulega leikaralið í UA/MGM myndunum. Allavegana sendir M Bond á heilsuhæli þar sem hann á að koma sér í form aftur. Hann kemst að því að Blofeld og hægri hönd hans Largo, hafa stolið tveim kjarnorkuoddum, þeir hóta að sprengja þeir upp ef þeir fá ekki nokkuð stóra upphæð. Bond kynnist Domino (Kim Basinger) kærustu Largos og er þetta hlutverkið sem Kim Basinger varð fræg fyrir. Max von Sydow sem Blofeld er ekkert líkur fyrrum Blofelds, hann hefur skegg og mikið hár og er eiginlega bara gamall maður með kött. En það er mjög skemtilegt að sjá Rowan Atkinson sem Nigel Small-Fawcett, mann sem hjálpar Bond mikið. Never Say Never Again er ekki eins góð og Thunderball en Sean Connery er jafn góður og hann var, ef ekki betri. Kevin McClory hafði lengi lofað fleiri Bond myndum og hefur lengi verið í réttarsal útaf þeim. En fyrir stuttu gafst hann upp og gaf UA/MGM allan rétt á James Bond.


sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd varð til fyrir þær sakir að Kevin McClory sem skrifaði bókina Thunderball ásamt Ian Fleming fór í mál við BroccoliSaltzman og vann en í stað skaðabóta fékk hann að gera mynd, það var að sjálfsögðu endurgerð á Thunderball en hann varð að gera hana eftir 1974. McClory fékk til liðs við sig engan annan en Sean Connery sem snéri til baka, aftur, í hlutverk James Bond. Úrvalsleikstjórinn Irvin Kershner sem er einnig þekktur fyrir að hafa leikstýrt Return of the Jedi ásamt fleirum myndum. Auk Connery's fara Kim Basinger, Barbara Carrera, Edward Fox, Klaus Maria Brandauer og Max Von Sydow með stór hlutverk. Þrátt fyrir einvala lið leikara nær myndin aldrei því að verða "Bond mynd", allt trademark eins Waltherinn, Byssuhlaupsbyrjunin og Vodka-Martini ásamt Bond-laginu er sárt saknað í meðal mynd sem var búið að gera áður og betur 1965. Þrátt fyrir það mæli ég með fyrir alla Bond aðdáendur að sjá þessa mynd vegna þess að þarna er en nokkurt líf Connery.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

31.10.2020

Stórleikarinn Sean Connery látinn

Skoski stórleikarinn Sir Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri. Connery var sá fyrsti sem lék spæj­ar­ann James Bond á hvíta tjald­inu.Hann fór með hlut­verk í alls sex Bond-kvik­mynd­un­um á ár­un­um 1962 til ...

29.11.2010

Irvin Kershner fellur frá

Samkvæmt frönsku fréttastofnuninni AFP er leikstjórinn Irvin Kershner fallinn frá. Kershner, sem var 87 ára, hafði lengi barist við sjúkdóminn sem dró hann loks til dauða. Irvin Kershner fæddist árið 1923 í Philadelphia í...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn